Leita í fréttum mbl.is

Kemur ekki á óvart - Það var líka ofveiði á 17. öld

Hagfræðingarnir í HÍ eru klókir að eigin mati í líffræði. Það verður ekki frá þeim tekið enda reikna þeir stærð dýrastofna rétt eins og vexti á bankabók.  Það er hægt að semja hærri vexti ef menn eiga stærri summu inni á bókinni.

Þessi "líffræði" í viðskiptadeildarinnar í HÍ stangast hins vegar á við alla viðtekna vistfræði sem kennd er við Háskóla Íslands sem gerir ráð fyrir að dýrastofnar sveiflist út frá æti og búsvæði. 


Ég hef fylgst með þessari dellu forviða um árabil þar sem að hagfræðingar sem styðjast við reiknisfiskifræði og munar ekki um að reikna út stærð fiskistofna áratugi fram í tímann.  Ég hef alltaf furðað mig á þessum útreikningum áratugi fram í tímann þegar ekki er hægt að spa fyrir um stærð stofna eitt ár fram í tímann.  

Ég hef líka séð sömu sérfræðinga reikna út mikla ofveiði aftur í tímann og jafnvel með sömu stofnlíkönum sem brúkuð eru í dag þá hefur verið reiknuð út gífurleg ofveiði á síld í Norðursjó á 17. öld.

Það ætti hver maður að þetta er allt ein della.


Hvers vegna er þessu haldið áfram?


mbl.is Hagkvæmt að hætta þorskveiðum um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illskiljanlegar deilur og teiknimyndir

Nú hafa enn og aftur blossað upp deilur um bókina Söngva Satans sem gefin var út fyrir tæplega 20 árum. Bókin er bönnuð í Pakistan, Malasíu og fleiri múslimskum löndum. Höfundinum var hótað lífláti og þýðendur bókarinnar víða um heim máttu sæta harkalegum ofsóknum. Nú gusu þessar deilur upp á ný um miðjan mánuðinn þegar drottning Bretaveldis sæmdi rithöfundinn riddaratign.

Það er erfitt að fá einhvern botn í þessar deilur sem valda því að fólk hópast út á götur í Pakistan og mótmælir og hefur í hótunum vegna skáldsögu. Það eru talsverðar líkur á því að stór hluti mótmælenda hafi ekki lesið bókina þar sem um helmingur Pakistana er ólæs.

Mótmælin virðast vera af sömu rótum og furðuleg mótæli gegn dönsku teiknimyndunum þar sem allt ætlaði af göflum að ganga vegna teiknimynda í dönsku dagblaði.

Það virðist vera mjög frjór jarðvegur fyrir óvild og hatur í garð vesturlanda í múslimaheiminum og ekki nokkur skilningur á rit- og skoðanafrelsi.

Eitt er víst, heilagt stríð Bush gegn hryðjuverkum í nafni frelsis og mannréttinda hefur miklu frekar magnað upp róttæk öfgaöfl en slegið á þau. Það er nauðsynlegt að breyta um takt í samskiptum við hinn múslimska heim og ég hef miklar efasemdir um að nánasti meðreiðarsveinn Bush, Tony Blair ,sé best til þess fallinn.


Bloggfærslur 26. júní 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband