Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde minnir á harðsvíraðan kommúnista

Eftir að múrinn féll 1989 var enn að finna þó nokkra gamla sanntrúaða kommúnista sem neituðu að horfast í augu við misheppnaða þjóðfélagsgerð sem leit þó ágætlega út í fræðibókum og á öðrum pappírum. Raunveruleikinn var samt allur annar.

Í dag, á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga, reyndi forsætisráðherrann á Austurvelli að réttlæta kvótakerfið með innihaldslausu tali um hagræðingu og árangur og öflug fyrirtæki. Með því minnti hann á þá sanntrúuðu kommúnista sem létu ekki af trúnni þótt allar staðreyndir æptu að þjóðkipulagið í Sovét væri ekki að gera sig rétt eins og kvótakerfið íslenska er ein rjúkandi rúst. Það sést best á þeim byggðum sem byggja á sjávarútvegi með minnkandi afla og minnkandi tekjum. Hvaða fleiri sannanir vilja menn fá? Forsætisráðherra getur í engu um hver þessi öflugu fyrirtæki eru. Er hann að tala um stóru fyrirtækin, s.s. Granda eða Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum sem eru margfalt verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum í stað þess að selja þau í áframhaldandi rekstri? Þetta eru öflugu fyrirtækin, er forsætisráðherra að tala um þau? 

Ég vil nota fágætt tækifæri til að hrósa Sturlu Bövarssyni fyrir að vilja fara yfir þessi mál og ræða þau í alvöru í stað þess að draga upp pótemkintjöld eins og forsætisráðherra gerir sig sýknt og heilagt sekan um. Ég er glaður í sinni yfir að það skuli vera von innan Sjálfstæðisflokksins, að það rofi mögulega til í kvótamálunum þar.


Bloggfærslur 17. júní 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband