Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerir sonur Vestfjarða?

Össur Skarphéðinsson kennir sig af og til við Vestfirði þegar honum svo hentar, enda á hann ættir að rekja til Dýrafjarðar. Nú er svo komið að þessi afkomandi Vestfjarða er orðinn valdamikill ráðherra byggðamála og getur því auðveldlega komið byggðunum sínum til hjálpar, þ.e. ef hann hefur vilja og þor til.

Sjávarbyggðirnar fyrir vestan þurfa sárlega á aðstoð stjórnvalda að halda á næstu vikum. Á næstu dögum munu uppsagnir í rækjuvinnslu Bakkavíkur taka gildi og það stefnir sömuleiðis í algjört óefni á Flateyri þegar vinnsla og útgerð Kambs stöðvast. Vísasta leiðin fyrir Össur til að aðstoða frændur og vini á Vestfjörðum er að vinda ofan af kvótakerfinu sem er að brjóta niður byggðirnar.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að jafnaðarmenn, s.s. sr. Karl Matthíasson sem fór um vestfirskar byggðir og boðaði breytingar á óréttlátu kvótakerfi, sætti sig við óbreytt ástand sem mélar byggðirnar.

Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, er líffræðingur og veit því mætavel að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hvílir á vafasamri líffræði sem gengur þvert gegn viðtekinni vistfræði og þess vegna ættu heimatök hans að vera hæg við að rökstyðja það að koma sínu fólki til hjálpar.


Bloggfærslur 30. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband