Leita í fréttum mbl.is

Dapurleg tíðindi fyrir sjávarútveginn

Ég vonaðist eftir því að ferskir vindar myndu blása um sjávarútveginn með nýrri ríkisstjórn og að menn á borð við Össur Skarphéðinsson fengju að koma að því að breyta núverandi stjórn fiskveiða sem hefur vaskað sjávarbyggðir landsins og atvinnugreinina í heild sinni.

Nýlegar tölur frá Hagstofunni sýna svart á hvítu að ef verðmætasköpun væri svipuð og fyrir 10 árum fengi íslenska þjóðarbúið á þriðja tug milljarða árlega meira í sinn hlut úr sjávarútveginum.

Kerfið hefur komið í veg fyrir nýliðun og hrundið af stað svindli og sóun þannig að allur þorri landsmanna tapar, en þó sér í lagi sjávarbyggðirnar sem eru svipur hjá sjón miðað við hvernig var fyrir daga kvótakerfisins.

Skv. skýrslum Hafró sem ég tek hæfilega mikið mark á hefur þessi eyðibyggðastefna ekki heldur orðið til hagsbóta fyrir þorskstofninn. Það er því löngu orðið tímabært að fram komi ný hugsun eða nýtt sjónarhorn á það hvernig þessum málum verði best fyrir komið.

Og Einar K. er með öllu laus við þann ferskleika.


Bloggfærslur 22. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband