Leita í fréttum mbl.is

Munu þau sjá að sér?

Í dag var ég í kosningasjónvarpi RÚV að ræða mál Norðausturkjördæmis. Eins og oft áður barst talið að byggða- og atvinnumálum. Þau eru oft rædd án þess að þau séu skilgreind með nokkrum hætti - eða þá að hver skilgreinir þau með sínu nefi. Framsóknarmenn skilgreina atvinnumál á landsbygginni bara sem uppbyggingu stóriðju en oft er ómögulegt að vita hvað Sjálfstæðisflokkurinn á við þegar hann fer að ræða atvinnu byggðanna. Hann heldur því í sífellu fram að atvinnulífið sé sterkt þótt allar hagstærðir sýni annað, fólki fækki og umsvif dragist saman.

Það er oft erfitt að átta sig á Vinstri grænum og Samfylkingunni sem reyna að leiða umræðuna út í samgöngumál, rafmagnsverð og flutningskostnað og stundum að málefnum einnar stofnunar norður á Sauðárkróki sem heitir Byggðastofnun.

Allir þessir flokkar forðast eins og heitan eldinn að ræða fiskveiðistjórnunina sem kemur í veg fyrir nýliðun og hefur að auki leitt stórtjón yfir þjóðina.

Frjálslyndi flokkurinn sér það sem allir ættu að sjá að ef það á að vera framtíð í sjávarbyggðunum þarf nýjum aðilum að gefast kostur á að hasla sér völl innan atvinnugreinarinnar. Vinstri grænir hafa að vísu kynnt stefnu fyrir kosningarnar en hún er arfavitlaus eða svo sagði leiguliði, maður sem leigir til sín aflaheimildir - hann sagði að kerfi þeirra myndi einungis gera stöðu hans enn erfiðari og er hún ekki góð fyrir.

Ég skil ekkert í sósíalískum flokki að þora ekki að koma fram með framsæknar tillögur eða skeleggt kerfi til að takast á við kerfi sem misbýður réttlætiskennd þjóðarinnar og er á góðri með að leggja stóran hluta landsins í eyði.

Ég vonast svo sannarlega til þess að fólkið sjái að sér. Það felast ógrynni tækifæra í að breyta kerfinu.


Bloggfærslur 29. apríl 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband