21.4.2007 | 22:26
Nasisti á Stöðvarfirði?
Í dag héldu frjálslyndir fund á Stöðvarfirði þar sem ég fór rækilega yfir augljósa líffræðilega veikleika þess grunns sem kvótakerfið byggir á. Ég lagði aðaláherslu á að einn mikilvægasti liðurinn í því að breyta kvótakerfinu er að færa Hafró undan stjórn þröngra hagsmunaaðila sem vilja halda óbreyttu kerfi þótt þjóðin og byggðirnar tapi. Ég gerði rækilega grein fyrir því að við ráðum ekki stærð fiskistofnanna, heldur njótum þess í auknum afla þegar þeir eru stórir og líðum svo fyrir það í aflabresti þegar þeir eru í niðursveiflu.
Fyrir fundinn lagði ég leið mína inn í þorpið til að dreifa fundarboði og ákvað að leggja leið mína sérstaklega í hús Björgvins Vals Guðmundssonar sem er háttsettur innan Samfylkingarinnar, sérstakur trúnaðarmaður hennar, og ætlaði að ræða við hann einslega til að leiðrétta misskilning hans um stefnu Frjálslynda flokksins.
Einhverra hluta vegna náðum við ekki saman þótt ég hafi ítrekað lagt mig fram við að ná fundi með honum. Þó að við Björgvin höfum ekki hist lagði hann sérstaka lykkju á leið sína til að gera hróp að starfsmanni Frjálslynda flokksins sem hafði nákvæmlega ekki neitt til saka unnið. Björgvin hrópaði að starfsmanninum ókvæðisorð þar sem hann undirbjó fundinn, m.a. að við værum nasistar.
Þið eruð nasistalýður, öskraði Björgvin Valur.Maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að maður sem er sérstakur trúnaðarmaður Samfylkingarinnar, og barnaskólakennari, geri svona hróp að ókunnugu fólki.
Auðvitað grunar mig hvað býr að baki. Hann finnur fyrir vonbrigðum og uppgjöf með málflutning Samfylkingarinnar í baráttu fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem er forsenda blómlegrar byggðar á Stöðvarfirði. Það hlýtur þó að vera eitthvert hóf í öllu.
21.4.2007 | 15:41
Leiðari nafna míns Egilssonar í DV 19. apríl 2007
Sigurjón M. Egilsson skrifar markverðan leiðara í helgarblað sitt, DV, sem kom út í fyrradag, Kvóti eða gjaldmiðill. Hann talar um það sem Frjálslyndi flokkurinn hefur hamrað á frá upphafi sínu, að kvótakerfið sé gagnslaust og vinni ekki það gagn sem því var ætlað, nefnilega að byggja upp fiskistofnana og renna stoðum undir byggðirnar í landinu. Fáir útvaldir fengu mikið á silfurfati, og dugnaður og atorkusemi skilar mönnum engu. Einkavinátta spilltra manna gerir það hins vegar.
Sigurjón segir:
Verð á þorskkvóta er komið svo fjarri raunveruleikanum að varla tekur tali. Við blasir að sá kvóti sem er keyptur skilar ekki arði fyrr en eftir um tuttugu ár.
Þegar svo er komið að verð á kvóta er svo hátt að ekki er ein einasta leið til að útgerðin standi undir því blasir við sá raunveruleiki að kvótakerfið er ekki lengur fiskveiðistjórnunarkerfi ...
Hafi Sigurjón þökk fyrir að benda á hið augljósa sem mörgum hefur þó skotist yfir, bæði stjórnmálamönnum og fjölmiðlamönnum. Eða kannski bara sýnt áhugaleysi. Fiskur og slor er víst ekki sexí í augum fjölmiðlamanna. Þetta sinnuleysi þeirra sýnir veruleikafirringu þar sem meira en helmingur af verðmæti vöruútflutnings landsmanna kemur úr þessari atvinnugrein. Það er hægt að slá æ hærri lán fyrir útgerðina eftir því sem kvótaverð hækkar, en hækkunin á kvótaverði stendur ekki í nokkru samhengi við hækkað afurðaverð. Það hefur ekki hækkað.
Hins vegar yfirsést ritstjóranum - eða hann gerir sig sekan um áhugaleysi - að Frjálslyndi flokkurinn hefur ótrauður haldið uppi merki byggðanna. Sigurjón M. Egilsson segir nefnilega líka:
Hitt er annað og verra að ekki er að heyra að frambjóðendur til Alþingis átti sig á fáránleikanum.
Er Sigurjón strútur þegar kemur að Frjálslynda flokknum? Stakk hann höfðinu í sandinn í leit sinni að breyttri afstöðu Einars K. Guðfinnssonar? Sigurjón gæti verið öflugur liðsmaður réttlætis ef hann legðist á sveif með okkur. Við tökum öllum liðsauka fagnandi því að málstaður okkar er góður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 11:11
Það sem ekki var sagt
Þögn S og D
Það sem var markvert við ræður formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var ekki það sem var sagt heldur það sem var ósagt. Hvers konar stjórnmálaleiðtogar eru það sem hlaupa yfir helsta ágreinings- og óréttlætismál síðari tíma, þ.e. kvótakerfið í sjávarútvegi? Eru það miklir stjórnmálaleiðtogar?
Í ræðu jafnaðarmannaleiðtogans" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur kom nákvæmlega ekkert fram um mesta óréttlætismál Íslandssögunnar, kvótakerfið sem hefur farið ránshendi um sjávarbyggðirnar. Ekkert einasta orð. Og fiskveiðar eru, vel að merkja, aðalútflutningsgrein landsmanna, meira en helmingur af vöruútflutningi kemur úr þessari atvinnugrein. Það er alls ekki trúverðugt hjá jafnaðarmanni að hlaupa yfir þetta óréttlæti.
Það er greinilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki borið sitt barr síðan hún lagði leið sína inn á fund LÍÚ haustið 2005 til að friðmælast við þau samtök sem vilja með kjafti og klóm vernda glórulaust kerfi í sjávarútvegi.
Geir Haarde hefur líklegast stokað út sinn öfugmælakafla um ábyrga stefnu í nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar en hann hefur verið drjúgur við að fara með öfugmæli um einhvern árangur kerfis sem hefur þrefaldað skuldir sjávarútvegsins á áratug á meðan tekjur hafa staðið í stað.
Það sem hefur að öllum líkindum orðið til þess að hann stökk yfir þennan öfugmælakafla er að nýjar niðurstöður Hafró sýna að svokölluð uppbygging á þorskstofninum hefur algerlega brugðist. Nýjar niðurstöður úr vorralli Hafró gefa til kynna að íslenska þjóðarbúið verði af tugmilljarðatekjum vegna minnkandi þorsk- og ýsuveiði ef farið verður að ráðum Hafró eins og Sjálfstæðisflokkur hefur gert gagnrýnislaust um áratugaskeið.
Það er auðséð að hvorki Samfylking né Sjálfstæðisflokkur treysta sér til að taka á málum og ætla að eftirláta öðrum að taka af skarið. Frjálslyndi flokkurinn kveinkar sér ekki undan ábyrgð frekar en óvinsælum ákvörðunum ef þær eru réttar og mun glaður taka til hendi í þessum málaflokki.Við erum þegar byrjuð að bretta upp ermarnar og hlökkum til að láta verkin tala ef við fáum til þess umboð. Vindum ofan af kvótakerfinu og færum byggðunum aftur atvinnuréttinn.
Bloggfærslur 21. apríl 2007
Bloggvinir
-
Helga Þórðardóttir
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Jens Guð
-
Hallgrímur Guðmundsson
-
Ásta Hafberg S.
-
Jóhann Elíasson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Georg Eiður Arnarson
-
Óskar Þorkelsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Hallur Magnússon
-
Sigurður Þórðarson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Katrín
-
Þarfagreinir
-
Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
-
Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
-
Hallgrímur Óli Helgason
-
Jón Kristjánsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Jón Valur Jensson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Halla Rut
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
J. Einar Valur Bjarnason Maack
-
ragnar bergsson
-
Bjarni Harðarson
-
Rannveig Þorvaldsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
erlahlyns.blogspot.com
-
Agný
-
Guðjón Ólafsson
-
Einar Ben
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Halldór Jónsson
-
Elvar Atli Konráðsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Helgi Már Barðason
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Víðir Benediktsson
-
Valgerður Sigurðardóttir
-
Jens Sigurjónsson
-
Vestfirðir
-
Sigurður Ásbjörnsson
-
Jón Magnússon
-
Viðar Friðgeirsson
-
Axel Jóhannes Yngvason
-
Svava S. Steinars
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Quackmore
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Haukur Már Helgason
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Steingrímur Ólafsson
-
Vefritid
-
Ársæll Níelsson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Rannveig H
-
Gísli Gíslason
-
Bjarni Kjartansson
-
Steingrímur Helgason
-
Fiðrildi
-
Baldur Fjölnisson
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Félag Ungra Frjálslyndra
-
Hanna
-
Sverrir Stormsker
-
Ottó Marvin Gunnarsson
-
gudni.is
-
Einar Vignir Einarsson
-
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Jóhann Kristjánsson
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
-
Grétar Rögnvarsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Róbert Guðmundur Schmidt
-
Steinn Hafliðason
-
Landssamband ungra frjálslyndra
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Vilborg Traustadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Ketilás
-
Ómar Pétursson
-
Eyþór Grétar Grétarsson
-
FF
-
Jón Þór Bjarnason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
Róbert Tómasson
-
Landvernd
-
ThoR-E
-
Haraldur Baldursson
-
Sigurður Jón Hreinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
busblog.is
-
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Gísli Birgir Ómarsson
-
Árni Árnason
-
Grétar Mar Jónsson
-
Perla
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Irma Þöll
-
Skattborgari
-
Gulli litli
-
Jón Snæbjörnsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
-
Mál 214
-
Bullukolla
-
kreppukallinn
-
hreinsamviska
-
Arinbjörn Kúld
-
Orgar
-
Guðjón Baldursson
-
Gunnar Þór Gunnarsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Gunnar Björn Björnsson
-
Haraldur Hansson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Birna Steingrímsdóttir
-
Gestur Guðjónsson
-
Jónas Rafnar Ingason
-
Stríða
-
Götusmiðjan
-
Brynja skordal
-
Haraldur Bjarnason
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Ásta
-
Markús frá Djúpalæk
-
Jörundur Garðarsson
-
MIS
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
S Kristján Ingimarsson
-
Bryndís Haraldsdóttir
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Magnús Kristjánsson
-
Bergur Sigurðsson
-
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
-
Heimssýn
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Óskar Arnórsson
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Árni Davíðsson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Árelíus Örn Þórðarson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
L.i.ú.
-
Rafn Gíslason
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Samtök Fullveldissinna
-
Vaktin
-
Arnar Guðmundsson
-
Lárus Baldursson
-
Sveinn Elías Hansson
-
Þórarinn Baldursson
-
Kjartan Magnússon
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
-
BJÖRK
-
Björn Emilsson
-
Dagný
-
Dominus Sanctus.
-
Friðgeir Sveinsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Guðmundur Pálsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Jón Þórhallsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Stefán Júlíusson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Björnsson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 1022816
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007