Leita í fréttum mbl.is

Rót vanda Framtíðarlandsins

Ekki ætla ég að draga dul á það að mér rann í skap þegar tölvupósthólfið mitt tútnaði út af vel á annað hundrað tölvuskeytum Framtíðarlandsins á einum sólarhring. Ég furða mig á baráttuaðferðinni og því líka að stilla þingmönnum upp við vegg með það að vera með eða á móti einhverri yfirlýsingu sem mér finnst ekkert alltof vel orðuð.

Ég furða mig mest á því að þetta upplýsta fólk í Framtíðarlandinu skuli ekki velta fyrir sér hvers vegna fólkið á Húsavík og víðar kalli á álver sem er auðvitað vegna þess að kvótakerfið hefur kippt fótunum undan þessum bæjum. Fólk verður að fá eitthvað í staðinn. Og hvað er betra í boði þegar fiskveiðikvótinn hefur verið látinn í önnur byggðarlög?

Vandi Framtíðarlandsins er sjálfhverfni og taktleysi. Það er nefnilega hægt að vera með náttúrunni og samt þessari atvinnuuppbyggingu.


Bloggfærslur 20. mars 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband