Leita í fréttum mbl.is

Spilling og subbuskapur - viðsnúningur á vori

Á umliðnum árum hefur Jóhanna Sigurðardóttir óðamála greint þjóðinni frá subbuskap og spillingu stjórnvalda. Henni hefur jafnan verið mjög mikið niðri fyrir um vafasama meðferð á opinberum eigum, s.s. ráðstöfun bankanna til velunnara þáverandi stjórnarflokka og nauðsyn þess að skipa rannsóknarnefnd, og aðrir minni spámenn Samfylkingarinnar, s.s. Björgvin G. Sigurðsson, hafa bara tekið undir.

Það vekur athygli mína nú að enginn, ekki nokkur, áhrifamaður í Samfylkingunni hefur tekið undir þá sjálfsögðu kröfu að fara rækilega ofan í saumana á ráðstöfun varnarliðseigna uppi á Keflavíkurflugvelli til einstaklinga sem nátengdir eru ráðamönnum í Sjálfstæðisflokknum. Sérstaka furðu vekur þögn þingmanns Suðurkjördæmis, Björgvins G. Sigurðssonar, sem hefur sýnt þessu húsnæði einskæran áhuga, og eru landsmenn þess minnugir þegar hann setti bráðabirgðalög á raflagnirnar í sumar.

Til að gæta allrar sanngirni er rétt að minnast þess að Jóhanna er einungis ein af 12 í ríkisstjórninni, eins og hún minnti á á dögunum, og ræður því þess vegna e.t.v. afskaplega litlu þegar á hólminn er komið. Mér finnst þó að þögn hennar um Keflavíkurmálið sé á hálfgerðu bónusverði ef litið er til þess hversu litlu hún hefur áorkað í að fá hækkuð fjárframlög til hugðarefna sinna, s.s. vaxta- og barnabóta.

Bloggfærslur 4. desember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband