Leita í fréttum mbl.is

Verra en Rússland var

Á árum áður sigldu ýmsir í fjölskyldu minni til Sovétríkjanna og höfðu misjafnar sögur að segja af smásmygli og sérkennilegum uppákomum í höfnum þar eystra. Það virðist þó eins og roka í vindinum miðað við það sem sumir gestir Bandaríkjanna mega þola um þessar mundir. Það er ekki bara Erla þessi sem hefur þurft að sæta harðræði, æ fleiri sögur berast af slíkri framkomu. Ég heyrði rétt í þessu í vini mínum á Akureyri sem sagði mér að amma sín á níræðisaldri hefði lent í líkamsleit vegna þess að hún fann ekki strax passann sinn í flughöfninni!

Unglingsdóttir fyrrum samstarfskonu minnar lenti í spurningaleik og síðan í langri yfirheyrslu og varð fyrir vikið viðskila við samferðafólk sitt á leiðinni til skyldfólks í Bandaríkjunum. Þetta var hennar fyrsta ferð einsömul til útlanda.

Því miður virðist Bush forseti vera á góðri leið með að glata trausti hjá frjálsum vestrænum lýðræðisríkjum með óþarfa hörku. Svo virðist sem við séum að verða meðvirk þegar íslenskir fréttamenn eru farnir að telja eðlilegt að velta fyrir sér hvort 16 ára strákur ofan af Skaga fái til langrar framtíðar ekki að fara til Bandaríkjanna vegna tilraunar til símahrekks. Maður hefur fullan skilning á að Bandaríkjamenn vilji hafa öflugt landamæraeftirlit en þetta tekur út yfir allan þjófabálk.


mbl.is Mun krefjast afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð grein Hafró - notar Hafró miðla?

Á Hafróvefnum er að finna mjög áhugaverða grein um far ufsans en höfundur hennar er Hlynur Ármannsson ásamt fleirum. Endurheimtur á merktum ufsa renna styrkum stoðum undir að veiðiálag á ufsa sé miklum mun minna en stofnlíkan Hafró gefur til kynna sem síðan er notað til að skammta út veiðiheimildir. 

Það er umhugsunarerfni hversu erfitt uppdráttar gagnrýnin umræða um stjórn fiskveiða á en ég sendi grein í Morgunblaðið um miðjan síðasta mánuð þar sem ég svaraði sérfræðingum Hafró sem höfðu leyft sér að kalla málefnalega gagnrýni eitthvert þvarg sem ætti að linna.

Morgunblaðið hefur ekki séð ástæðu til að birta greinina þó svo að ég upplýsi að einn af sérfræðingum Hafró hafi gripið til þess að flagga þróun stærðar hrygningarstofns og nýliðunar allt aftur til ársins 1920! Það eru auðvitað ekki til nein gögn um nýliðun eða stærð hrygningarstofns frá 3. áratug tuttugustu aldar og þess vegna hljóta þessar fullyrðingar að vera einhver vísindaskáldskapur.

Þegar ég lærði mína fiskifræði í tímum að Skúlagötu 4 voru birt línurit allt aftur til ársins 1955 en nú virðast vera fundin viðbótargögn sem ná aftur til ársins 1920. Ekki veit ég til þess að það hafi verið einhver rannsóknarskip í stofnmælingum á botnfiskum á 3., 4., 5., 6. eða 7. áratug síðustu aldar enda er Hafró ekki stofnuð fyrr en árið 1965, um líkt leyti og kenningar sem stofnunin vann síðar með upp úr miðjum áttunda áratugnum um uppbyggingu fiskistofna koma fram. Bakreikningar frá þeim tíma byggja á afar hæpnum gögnum. Nú virðist sem Hafró sé að teygja útreikninga sína á stærð fiskistofna aftur til þess tíma þegar Íslendingar fengu fullveldi og ef til vill verður næsta skref að reikna stærð þorskstofnsins aftur á þjóðveldisöld. 

Það er engu líkara en Hafró sé komin með miðla í þjónustu sína. 


Bloggfærslur 13. desember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband