Leita í fréttum mbl.is

Össur með fiskeldisglampa í augum

Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggða- og iðnaðarmála, hefur farið mikinn síðustu klukkustundirnar í fjölmiðlum landsins.  Ekki hefur það verið vegna boðaðrar uppbyggingar hér innanlands heldur þúsunda milljarðafjárfestinga í fjarlægum löndum. Það eru engar smáupphæðir sem ráðherra sagði að Íslendingar ætluðu að festa í virkjunum í fjarlægum löndum en hann taldi að um gæti verið að ræða upphæð árlega sem svaraði til kostnaðar byggingar tveggja Kárahnjúkavirkjana. Fjárfestingarnar eiga síðan að skila landsmönnum og þá sérstaklega Reykvíkingum milljörðunum þúsund margföldum til baka. 

Ég man ekki eftir að hafa séð Össur í jafnmiklum ham og frá því á níunda áratug síðustu aldar þegar hann boðaði stórsókn fiskeldisins og séríslenskar aðferðir sem ættu eftir að fara sigurför um heiminn. Þær fólust m.a. í: sérstaku hraðeldi, frameiðslu á geldfiski og gönguseiðum sem væru þeirrar náttúru að þau gætu synt til hafs á hvaða árstíma sem væri. 

Þessir draumar breyttust því miður í martraðir en á meðan hverri fiskeldisstöðinni á fætur annarri var lokað hélt Össur í vonina um að fiskeldið risi úr öskustónni rétt eins og fuglinn Fönix og að öldin sem við lifum á yrði hvorki meira né minna en öld fiskeldisins.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra tók þátt i fiskeldisævintýrinu með Össuri Skarphéðinssyni og ef ég man rétt áttu þeir saman í fyrirtækinu Faxalax sem lagði upp laupana um líkt leyti og þeir félagarnir tóku sæti á Alþingi.

Nú er aldrei að vita nema Árni og Össur geti látið nýja afríska drauma og austurlensk orkuævintýri rætast sem eru ólík skemmtilegri en gamlar gælur við laxaslor.


Bloggfærslur 4. nóvember 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband