Leita í fréttum mbl.is

Æ, æ og ó, Eva María hjalar við Bjarna Ármannsson

Fátt brennur heitar á þjóðinni þessa dagana en að upplýsa pukrið í kringum braskið við REI sem er hlutafélag í eigu hins opinbera og þess vegna á allt að vera uppi á borðinu hvað varðar athafnir stjórnarmanna þar. Í fréttaskýringaþættinum Kastljósi ræddi Eva María í kvöld við stjórnarformann REI um þessi mál og hefði maður haldið að RÚV ætti að nota tækifærið til að sinna lagaskyldu sinni skv. 3. gr. laga um Ríkisútvarpið ohf. og stunda áreiðanlega og hlutlæga fréttamennsku á því sem efst er á baugi. Í stað þess var þetta eins og hvert annað hjal þar sem hlaupið var yfir grundvallarspurningar í málinu. Bjarna virðist hafa verið skotið inn í þáttinn með engum fyrirvara miðað við hvaða viðmælandi er kynntur á vef RÚV í kvöld. Maður hefði því getað haldið að til stæði að leggja fyrir hann knýjandi spurningar en ekki vera með eitthvert hjal.

Spurningarnar sem Eva María sneiddi hjá voru t.d.: Hver samdi við Bjarna um kaup hans í fyrirtækinu á bónuskjörunum 1,3? Hvaða heimild hafði viðkomandi til þess? Hvers vegna fá skemmtanastjóri og kosningastjóri Framsóknarflokksins, Rúnar Hreinsson, og sömuleiðis fyrrum blaðamaður á Fréttablaðinu, Hafliði Helgason, kjörin 2,77 í opinberu fyrirtæki? Það eru líka sérkjör þótt þau séu tvisvar sinnum hærri en Bjarna buðust. Við þetta má bæta að forsvarsmenn fyrirtækisins segja að verðmæti þess muni margfaldast í verði á næstu kannski tveimur árum, fjórfaldast jafnvel.

Niðurstaða viðtalsins er að nánast hefði mátt komast hjá vandræðaganginum ef Bjarni hefði ekki verið símasambandslaus í Afríku þegar málið komst í hámæli.  


Bloggfærslur 7. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband