Leita í fréttum mbl.is

Er rafmagnsreikningurinn að hækka eða lækka?

Forsetinn okkar leggur land undir fót og sest fyrir framan þingnefndir í valdamesta ríki heimsins. Borgarstjórinn okkar sameinar opinbert fyrirtæki útrásarfyrirtæki í nafni útrásar Íslendinga. Allir eiga að vera ánægðir og glaðir. Ég væri örugglega fyrsti maðurinn til að fagna ef ég sæi að rafmagnsreikningurinn væri að lækka en ekki hækka. Ekki veit ég betur en að rafmagnskostnaður almennings hafi frekar aukist en dregið úr, og nú berast fréttir af því að Orkusalan boði tugprósentahækkun á rafmagnskostnaði fyrirtækja vegna þess að ekki hafi tekist að fylla eitthvert miðlunarlón.

Þegar öllu er á botninn hvolft vantar spurninguna um hag hins almenna raforkukaupanda af öllu þessu brölti, hag litla mannsins með borvélina sína. Er hann einhver?


Bloggfærslur 4. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband