Leita í fréttum mbl.is

Óli Björn ætti að líta sér nær

Óli Björn Kárason skrifar í dag ábúðarmikla grein um vanda Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðið og má lesa á milli línanna að Óli Björn telji að flokkurinn sé fórnarlamb málamiðlanna í samstarfi Vg og Framsóknar, en er það svo?

Það er áhugavert að fara yfir söguna og skerpa myndina við lítinn bæ t.d. Siglufjörð þegar Óskar Halldórsson -Íslandsbersi, mætti með sína lifrarpotta á Sigló og hóf þar framleiðslu fyrir um 100 árum síðan. Í þá daga streymdu bátarnir lestaðir að bryggju og árið 1924 var þorskaflinn a.m.k. 110 þús tonnum meiri en hann er í ár. Líklegast hefur aflinn verið mun meiri en þau 320 þús tonn sem eru skráð, þar sem þá var öldin önnur og ekki löggiltar vigtar eða drónar Fiskistofu yfir hverri löndun í þorpum landsins. 

Er Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn til þess að taka gagnrýna umræðu um fiskveiðiráðgjöf sem skilar minni afla í öllum nytjategunum til þess að skapa svigrúm fyrir nýliðun og frelsi í útgerð? Nei svo er alls ekki, en á síðasta þingvetri studdi Óli Björn og Sjálfstæðisflokkurinn að grásleppan færi inn í kerfi árangursleysis og samþjöppunar. 

Vissulega er hægt að hefja mjög takmarkaðar strandveiðar í nokkrar vikur á ári, en þá þarf viðkomandi að  greiða á annan tug prósenta hærri hafnargjöld en einokunarútgerðin úr Vesmanneyjum sem heldur nú um stundir á megninu á af útræðisrétti Fjallabyggðar.  Er Sjálfstæðisflokkurinn  að tala fyrir auknu frelsi til handfæraveiða? Svarið er nei - hann berst gegn frelsi fyrir litla sjálfstæða manninn og fyrir fákeppni örfárra auðmanna.

Ef Óskar Halldórsson kæmi nú 100 árum síðar endurfæddur til Siglufjarðar þá kæmi hann að harðlæstum dyrum í sjávarútvegi og alls óvíst að hann gæti reynt fyrir sér jafnvel með krabbagildrur eða hvað þá annað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur búið svo um hnúta að öll nýsköpun er bönnuð í sjávarútvegi nema þá að hún sé sérstaklega leyfð.

Vandi Sjálfstæðisflokksins er að æ fleiri af þeim sem hafa stutt flokkinn geta ekki lengur lokað augunum fyrir því að flokkurinn er fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna.

Hvorki sjálfstæði veitingamaðurinn né hagsýna húsmóðirin kaupa þá dellu Óla Björns og félaga að það sé öllum til góða að koma á einokun án nokkurs aðhalds á úrvinnslu kjötafurða á Íslandi. Vissulega eru okurvextirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn býður upp ágætir a.m.k. til skamms tíma litið fyrir fjármagnseigendur sem ráð flokknum, en hræðilegur fyrir almenning og þá sem  í nýsköpun og uppbyggingu á fyrirtækjum.

 

 

 


Tveir ráðherrar játa vanrækslu

Í kvöldfréttum RÚV birtust tveir ráðherrar þau Svandís Svavars og Sigurður Ingi og báru sig aumlega yfir ástandi vegakerfisins og gengust við því að viðhald hefði verið vanrækt um árabil.  

Það hefði farið betur á því ef fréttamaður RÚV hefði spurt þau einnar gagnrýnnar spurningar um málið t.d. hvernig standi á því að staðan sé með þessum hætti eftir 7 ára starf ríkisstjórnar sem var víst sögð mynduð um að byggja upp innviði landsins? 

Nei það kom engin spurning og var látið gott heita að buna út glamrinu í ráðherrunum sem gekk út á að vegabölið væri arfur sem ríkisstjórnin hefði fengið í fangið og hefði gert allt til þess að lagfæra m.a.að margfalda fé til viðhalds vega.

Þessar skýringar ráðherranna eru beinlínis kjánalegar og furðulegt að þeim detti það í hug að nokkur gleypi þær.  Í framhaldinu þá er nauðsynlegt að setja þá upphæð sem fer nú til endurbóta á vegum landsins við t.d. aðrar framkvæmdir. Gott ef það sem fer í viðhald vegakerfisins í ár sé rúmir 12 milljarðar kr. þ.e. ríflega sú upphæð sem farið hefur verið í að brúa Hornarfjarðarfljót. 

Það er kominn tími á að það verði farið fram á að það verði gerð stjórnsýsluúttekt á því hvernig í ósköpunum fyrrverandi innviðaráðherra Sigurður Ingi gat ráðstafað öllum þeim milljörðum af framkvæmdafé til einnar brúar þvert á samþykkta Samgönguáætlun Alþingis.

 


Tvístígandi dómsmálaráðherra

Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir setur sig gjarnan í stellingar og segist ábúðarfull vilja herða útlendingalöggjöfina en yfirgnæfandi meirihluti landsamanna er sammála því þó svo að mikill meirihluti núverandi þingmanna og stór hluti þingamanna Sjálfstæðisflokksins sé það ekki. 

Dómsmálaráðherra bauðst í vor  að styðja tillögu Ingu Sæland um að hægt yrði vísa þeim úr landi, sem hafa fengið alþjóðlega vernd eða stöðu flóttamanns og brotið alvarlega af sér þ.e. að losa þjóðfélagið við glæpamenn á borð við M.Thor Jóhannesson. Ekki treysti dómsmálaráðherrann né nokkur þingmanna Sjálfstæðisflokksins sér til þess að styðja tillöguna m.a. vegna þessa að þeir sögðust vilja vanda til verka!

Nú er komið upp annað borðleggjandi mál á borð dómsmálaráðherra þ.e. að taka afstöðu til dæmalausrar kröfu ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson verði leystur frá störfum sem vararíkissaksóknari. Krafa ríkissaksóknara er byggð á sjónarmiðum samtakanna Solaris sem telja að vararíkissaksóknari hafi farið yfir einhverja fína línu í umræðu um hælisleitendur. Þessi viðkvæmni Semu Erlu kemur nokkuð á óvart þar sem hún hefur ekki hikað við að kalla íslenska stjórnmálamenn nasista.

Dómsmálaráðherra segist nú hvorki geta tjáð sig né afgreitt mál Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, þar sem hún segist vera að vanda sig! Með þessum vandræðagangi vegna ummæli sem féllu í kjölfar þess að umræddur M. Thor Jóhannesson var dæmdur í fangelsi, þá er verið grafa undan tjáningarfrelsinu. Það er verið senda út þau skilaboð að ef ekki er tekið þátt í samsöng um að dásama núverandi stefnu í innflytjenda- og hælisleitendamálum, þá verði menn rannsakaðir í þaula með það fyrir augum að svipta þá vinnunni. 

 

Er von að spurt sé hvernig ráðherrann farnist að leysa úr flóknum málum, þegar hvorki gengur né rekur með sáraeinföld mál?

 

 

 

 


Aðeins Pútín sem býður upp á hærri vexti en Bjarni Ben

Það hálf hjákotlegt að hlýða á málflutning Sigurðar Inga fyrrum innviða- og núverandi fjármálaráðherra, gera því skóna að óánægja með ríkisstjórn Íslands snúist fyrst og fremst um alþjóðlega þróun vegna þrenginga í efnahagsmálum í kjölfar stríðsins í Úkraínu. 

Það stenst auðvitað enga skoðun þar sem íslensk stjórnvöld eiga Evrópumet í vaxtaokri ef frá er talið Rússland. Það sem meira er, vaxtaokrinu er velt af fullum þunga á neytendur á meðan lánastofnanir baða sig í gulli. Þessar hörmungar sem leiddar eru yfir almenning eru birtingamynd óstjórnar, þar sem ytri aðstæður eru að mörgu leyti góðar fyrir þjóðarbúið, allur fiskur sem má veiða er seldur háu verði, gott verð er fyrir rafmagn til stóriðju og enn streyma ferðamenn í miklum mæli til landsins þó eitthvað hafi dregið þar úr.  

Miklu nær væri fyrir Sigurð Inga að líta sér nær t.d. til vaxtaokursins,  öngþveitisins og hættu sem hann hefur sjálfur búið til á leigubílamarkaði, algerrar óstjórnar í húsnæðismálum og hælisleiteindamálum sem kristallast í máli M.Th.Jóhannessonar.

Jú og svo má ekki gleyma augljósum spillingarmálum þegar vinir verða sendiherrar og allt vegafé lendir fyrir undarlegar tilviljun í kjördæmi fjármálaráðherra.  Fleiri furður má nefna t.d. þegar megnið af byggðakvótum sem hugsaðir eru m.a. til að draga úr neikvæðum áhrifum samþjöppunar fara til þeirra útgerða sem stunda það að kaupa upp veiðiheimildir. 

Síðasta afrek ríkisstjórnarinnar, var að færa veiðiheimildir frá nokkrum trillum m.a. á Hofsósi til stórfyrirtækisins FISK-Seafood eða KS.

Það er augljóst hverjir eiga skjól hjá ríkisstjórn Bjarna Ben og hverjir eigi að éta það sem úti frýs.

 


mbl.is Stundum „óþarflega margradda“ ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband