25.10.2024 | 08:37
Loðnan veiðist ekki ef ekki má veiða
Nú skal það tekið fram að ég er ekki á móti hvalveiðum þ.e. ef veiðarnar fara fram með mannúðlegum hætti. Það er hins vegar útilokað að kenna stækkandi hvalastofnum um að veiðin á loðnu hafi dregist gríðarlega saman. Það liggur fyrir að "endurbætt" ráðgjöf Hafró hefur ítrekað leitt til aflabrests sjá hér.
Málið er að það tekur stórhveli hátt í áratug að verða kynþroska og kýrnar bera ekki nema um þriðja hvert ár eftir það. Það er því augljóst að mjög hægfara breyting á stærð hvalastofna sem vissulega eru stórtækir afræningjar getur ekki skýrt þá hörmungaveiði sem hefur verið á loðnu frá aldamótum sjá mynd.
Nærtækara er að leita skýringa á minni veiði, í aukinni samkeppni og afráni annarra fiska. Fiskarnir sjálfir eru miklu mun stærri affallaþáttur en þáttur mannsins og það sem fer ofan í hvalinn.
Þessi staða sem uppi hvað varðar útlit loðnuveiða ætti að verða uppspretta uppbyggilegrar umræðu um ráðgjöfina sem greinilega þarf að endurskoða.
Ef fiskistofn er álitin vera 1 milljón tonn þá er ekki ólíklegt að hann éti um 3% af þyngd sinni á dag eða 30 þús tonn á dag eða um þrefaldan afla þess sem strandveiðibátar komu með að landi á vertíðinni.
Nú er hægt að fara í ýmsa reikninga hvað þetta eru margar milljónir eða tugir milljóna tonna á ári, en aðalatriðið er að ef ef dregið er úr veiðum þá safnast enginn lífmassi upp í hafinu.
Tímabært að rannsaka afrán hvala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2024 | 10:20
Væri ekki nær ef Bylgjan talaði við mig?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2024 | 09:35
Ragnar Þór Ingólfsson afhjúpar veikan blett
Ragnar Þór Ingólfsson hefur staðið einarður gegn vaxtaokrinu sem aðrir flokkar en Flokkur fólksins hafa leitt hjá sér og jafnvel stutt og réttlætt m.a. Samfylkingin. Sama má segja um baráttu Ragnars gegn afarkjörum leigufélaganna. Vaxtaokrið bitnar með harkalegum hætti á hag heimila og fyrirtækja en það segir sína sögu að stýrivextir eru nú á sjöundatug prósent hærri en verðbólga í landinu, með húsnæðisliðnum inniföldum.
Það kemur kannski ekki svo á óvart að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Ben hjóli í framboð Ragnars Þórs fyrir það helst að standa kröftuglega með almenningi og gegn ofeldi bankanna, á meðan ekki er gerð athugasemd við framboð annarra forystumanna í verkalýðshreyfingunni m.a. formanns Rafiðnaðarsambandsins.
Þegar á öllu er á botninn hvolft þá afhjúpar andstaðan við Ragnar veikan blett Sjálfstæðisflokksins þ.e. að vera fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna þegar á hólminn er komið og bregst til varna ef þeim er ógnað. Það virðist því miður ekki verða nein breyting þar á, ef litið er á þá frambjóðendur sem valist hafa í efstu sæti flokksins. Það er ljóst að þeir sem hafa gagnrýnt forystu flokksins hafa ekki átt upp á pallborðið á meðan klappstýrur og þjónar sérhagsmuna hafa raða sér í efstu sætin.
Það liggur fyrir að hagur heimilanna og fyrirtækjanna í landinu væri mun betri ef tekið hefði verið tillit til sjónarmiða Flokks fólksins - með þessum málflutningi er Sjálfstæðisflokkurinn að stimpla sig út.
Vilhjálmur hjólar í Ragnar Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2024 | 10:37
"Vísindalegt" okur
Það er naumast hvað það er uppi á greiningardeildum bankana typpið að greina hvað fyrrum vinnufélagi þeirra í Seðlabankanum Ásgeir Jónsson gerir í vaxtaokrinu á næstunni.
Sérstaklega er tekið fram að nýlegur samverkamaður seðlabankastjóra í peningastefnunefnd, hafi alls ekki viljað fara í neina lækkun á okurvöxtunum. Sömuleiðis er sagt að komandi kosningar geti sett strik í reikninginn hvað varðar frekari lækkun vaxta.
Það fer ekki á milli mála að bankarnir boða áframhaldandi vaxtaokur og grípa þá öll rök hversu vitlaus sem þau eru til þess að styðja stefnuna.
Gildir þá einu að verið sé að setja unga fólkið og fjölda vel rekinna fyrirtækja í mjög erfiða stöðu og jafnvel í þrot. Engin umræða er um að vaxtastefnan sé þröskuldur í því að leyst verði úr framboðsskorti á húsnæði sem hefur keyrt upp verðbólguna.
Þessi staða er átakanleg þar sem ytri skilyrði eru góð - Hátt fiskverð, gott verð fyrir raforku og ferðalangar streyma til landsins. Við þessar aðstæður er bankakerfið undir forystu Seðlabankastjóra að koma ungu fólki á kaldan klaka.
Ef eitthvað er þá ættu kosningar að leiða til vaxtalækkunar þar sem von er um að það komi til valda ábyrgari stjórnmálamenn en núverandi ríkisstjórn.
Við höfum haft fjármálaráðherrann Bjarna Benediktsson sem hefur afneitað ábyrgð stjórnarráðsins á þróun verðlags og er í raun furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki bjóða upp á á ábyrgari forystumann í næstu kosningum.
Það segir ákveðna sögu um ruglið þó svo upphæðin sé ekki há í stóra samhenginu að ríkisstjórnin hafi varið hátt í 60 milljónum kr. í að flytja inn nokkra hunda og ketti!
Stjórnarslitin geti haft áhrif á vaxtaákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2024 | 13:51
Fjölmenning og ómenning
Umræðan um útlendingamál er eðlilega talsverð í íslensku samfélagi, þar sem fimmti hver íbúi landsins er ekki fæddur á Íslandi. Hröð fjölgun útlendinga í landinu hefur sett þrýsting á innviði landsins og sérstaklega er staðan mikil áskorun fyrir menntakerfið.
Engu að síður þá er umræðan á RÚV ofl. fjölmiðlum mjög skilyrt og gengur sú þula alla jafnan út á að;
a) fjölmenning sé alltaf af hinu góða,
b) innflutningur á vinnuafli skapi hagvöxt,
c) þjóðin sé skuldbundin að taka við öllum hælisleitendum.
Aldrei er góðmennsku-þulan studd með gögnum og jafnan reynt að fegra þá myndina ef einhver skuggi ber á.
Umræðan um þennan mikilvæga málaflokk er orðin bæði opnari og málefnalegri í nágrannaríkjunum. Í Danmörku vakti ráðherra jafnaðarmanna athygli á því að ómenning og glæpir fylgja innflytjendum og afkomendum þeirra í miklu meira mæli frá ákveðnum svæðum en öðrum.
Endurskoðunin með bresku fjárlögunum OBR hefur komist að þeirri niðurstöðu að ófaglærðir innflytjendur kosta breskan ríkissjóð mun hærri upphæð en þeir greiða í sjóðinn. Um það leyti sem þeir komast á eftirlaun þá hefur breska ríkið greitt með þeim upphæð sem nemur um 27 milljónum kr á mann.
Það er rétt sem Inga Sæland segir Ísland er orðið uppselt fyrir hælisleitendum. Okkur ber ekki skylda að taka við fleirum - Ekki frekar en Pólverjar sem eru búnir að loka sínum landamærum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2024 | 11:33
Bjarni og brennivínsmálin
Það sem stakk mig var að formaður Sjálfstæðisflokksins lagði áherslu á brennivínsmálin í ákalli í Morgunblaðinu til þjóðarinnar um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hann gerir það með þeim orðum - "hverfa frá þeirri hugsanavillu að ríkisstarfsmenn einir geti - afgreitt löglegar neysluvörur"
Nú er ég sammála því að rétt sé að endurskoða einkaleyfi á sölu áfengis, en það þarf að gerast með því að breyta löggjöfinni. Sú aðferð sem Bjarni beitti sem fjármálaráðherra að fara ekki að skýrum ákvæðum laga, grefur undan réttarríkinu og borgaralegum gildum.
Í Silfrinu með leiðtogum stjórnmálaflokkanna mátti skilja á orðum núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins að hann væri boðberi aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi, þegar raunin er sú að flokkurinn hefur verið þröskuldur greinarinnar.
Fyrst má nefna að Bjarni hefur barist gegn því að fiskur sé verðlagður á frjálsum markaði, þannig að sú fiskvinnsla sem getur gert mestu verðmætin úr hráefninu fái fiskinn til vinnslu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mátt heyra á þetta minnst og hefur viðhaldið klíku - ríkisverðlagningu á fiski, til hagsbóta fyrir örfáar stórútgerðir. Það sem meira er að flokkurinn ákvað í vor að fara gegn neytendum með því að leyfa einokun á kjötmarkaði!
Í öðru lagi þá hefur miklu frekar lagt stein í götu dagróðrabáta en hitt, þrátt fyrir að það sé borðleggjandi að dagróðrabátar skili mun verðmætari fiski á land en togarar.
Í þriðja lagi þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn kæft alla gagnrýna umræðu um fiskveiðiráðgjöfina sem hefur skilað mun minni afla í öllum tegundum í kjölfar þess að þær hafa verið kvótasettar.
Það er stórmerkilegt að Samfylkingin og Miðflokkurinn eru á sama báti og Sjálfstæðisflokkurinn í sjávarútvegsmálum - Vissulega vill Kristrún skattleggja mun meira en ekki breyta einokunarkerfinu í neinu.
14.10.2024 | 15:43
Sjálfstæðisflokkurinn staðnar og missir traust
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2024 | 18:54
Stöðugleiki og tækifæri Bjarna Ben
Það er ekki mikil eftirsjá í þessari ríkisstjórn sem nú er að fara frá völdum fyrir íslenskan almenning. Öðru máli gegnir um launaðan her aðstoðarmanna, almannatengla, auglýsingastofur og nefndir "sérfræðinga" sem hafa getið af sér gagnslausar afurðir á borð við söluráðgjöfina dæmalausu á Íslandsbanka, svikaleikrit Svandísar Svavars "Auðlindin okkar" og Hvassahraunsskýrslu Sigurðar Inga.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með lykilinn að efnahags- og útlendingamálum og skilar nú af sér eftirfarandi "árangri":
1) Stöðugum hallarekstri ríkissjóðs.
2) Stöðugri verðbólgu allt kjörtímabilið.
3) Stöðugri kreppu á húsnæðismarkaði.
4) Stöðugum innflutningi á hælisleitendum.
5) Stöðugri kyrrstöðu í orkumálum.
6) Stöðugum flutningi fjármagns frá almenningi til auðmanna.
Ekki ætla ég að fjölyrða um afrek Framsóknar en þau þekkja landsmennum af hrakandi lesskilningi, heilbrigðiskerfinu og versta vegakerfi í Evrópu. Helsta framlag Vg eru jú kynlausu klósetin sem Guðlaugur Þór vinnur nú samviskusamlega við að byggja upp.
Flokkur fólksins mun bjóða kjósendum upp á breytta stefnu þar sem hætt verði bruðli og tekið mið að hag almennings en ekki fámennrar hirðar í kringum stjórnmálaelítuna.
13.10.2024 | 13:52
Augljós misskilningur hjá Sigurgeiri Brynjari
Það er mikill misskilningur og í raun alger vitleysa í Sigurgeiri Brynjari að telja það augljóst að stækkandi hvalastofnar séu helsta skýringin á því að veiðin á loðnu hafi dregist gríðarlega saman. Það er borðleggjandi að "endurbætt" ráðgjöf Hafró hefur ítrekað leitt til aflabrests sjá hér.
Ég segi það ekki til að gera lítið úr öðrum uppgötvunum Sigurgeirs Brynjars á sviði náttúruvísinda en að eigin sögn þá fann hann upp makrílinn og makrílveiðar.
Málið er að það tekur langreyði hátt í áratug að verða kynþroska og kýrnar bera ekki nema um þriðja hvert ár eftir það. Það er því augljóst að mjög hægfara breyting á stærð hvalastofna sem vissulega eru stórtækir afræningjar getur ekki skýrt þá hörmungaveiði sem hefur verið á loðnu frá aldamótum sjá mynd.
Nærtækara er að leita skýringa á minni veiði, í aukinni samkeppni og afráni annarra fiska. Fiskarnir sjálfir eru miklu mun stærri affallaþáttur en þáttur mannsins og það sem fer ofan í hvalinn.
Þessi staða sem uppi hvað varðar útlit loðnuveiða ætti að verða uppspretta uppbyggilegrar umræðu um ráðgjöfina sem greinilega þarf að endurskoða.
Enginn talar um hið augljósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2024 | 12:05
Skýringar Bjarkeyjar - Kjánahrollur
Það fer um mann hálfgerður kjánahrollur að heyra af fullyrðingum Bjarkeyjar um að það sem þvældist fyrir því að hægt væri að leysa úr málum í Grímsey er að ekki mætti mismuna landsmönnum við úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar vegna ótvíræðrar kröfu um vinnsluskyldu á aflanum.
Burt séð frá því að fiskveiðikerfið í heild sinni hefur fengið þann dóm að brjóta í bága við mannréttindi og stjórnarskrá lýðveldisins þá hefur úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar hingað til einkennst af mismunun og ómálefnalegum sjónarmiðum. Vert er að virða það við núverandi ráðherra Vg þ.e. innviða- og matvælaráðherrum, til vorkunnar að þeir eru að taka við úthlutunarkerfi og reglum sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafa mótað og leitt til stórfurðulegrar niðurstöðu m.a.
1) Vinnsluskylda sem úthlutun byggði á hefur augljóslega ekki verið uppfyllt.
2) Vinnsla á gæludýrafóðri úr landbúnaðarafurðum hefur talist fullnægjandi vinnsluskylda.
3) Vinnsla á aukaafurðum á fiski sem veiddur er í öðrum landshlutum hefur talist fullnægjandi andlag vinnsluskyldu.
4) Erlendir auðmenn fengu byggðakvóta sem höfðu tengsl inn í SFS, til þess að styðja við uppbyggingu á laxeldi.
Eins og að ofan greinir þá hefur það hingað til ekki flækst fyrir ráðamönnum að láta eitt yfir alla ganga við úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar en augljóslega hefur það leitt til þeirrar niðurstöðu að gæðin hafa lent hjá þeim sem hafa betri tengsl inn í stjórnkerfið en aðrir.
Flokkur fólksins lagði fram almennar úthlutunarreglur á byggðakvóta Byggðastofnunar, en hér eru um verðmæti sem meta má á nokkra milljarða króna árlega. Málefnalegum tillögum var vægast sagt tekið afar illa af formanni Framsóknarflokksins Sigurði Inga Jóhannssyni.
Það var mjög miður þar sem það setur sérfræðinga Byggðastofnunar áfram í erfiða stöðu og kemur óorði á stuðning við hinar dreifðu byggðir. Óbreytt úthlutun með samningum til nokkurra ára sem illmögulegt er að hafa nokkurt eftirlit með,opnar vissulega á að ráðherrar geti rétt sínum mönnum væna bita, en er hræðilega vond fyrir sjávarbyggðirnar.
Ég er enn þeirrar skoðunar að auðveldasta leiðin til þess að greiða úr stöðunni í Grímsey sé að veita eyjarskeggjum 12 mílna landhelgi til krókaveiða. Hvers vegna má ekki gera slíka tilraun?
Svarið við því er augljóst, þegar upp er staðið þá stendur Vg með misskildum hagsmunum örfárra auðmanna í SFS en gerir ekkert með framtíð sjávarbyggðanna.
Spretthópur skoðar mál Grímseyjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007