Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið tekur afstöðu með útrásarvíkingum gegn Geir Haarde

Í Morgunblaðinu kemur skýrt fram að blaðið tekur afstöðu með eigendum sínum Björgólfunum og gegn Geir Haarde forsætisráðherra.

Stjörnublaðamaðurinn Agnes Bragadóttir tekur tilfinningaþrungið viðtal við Björgólf Guðmundsson útrásarvíking en í viðtalinu kennir hann ríkisstjórn Íslands að stórum hluta um ófarir bankanna.

Blaðið er með umfjöllun um neyðarlögin þar sem slegið er úr og í varðandi réttmæti þeirra.

Síðast en ekki síst kemur fram sú furðulega afstaða í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að bankahrunið sé ekki bein afleiðing fjárglæfra og lausataka stjórnvalda við stjórn efnahagsmála og fjármálaeftirlits, eins og ætti að vera flestum ljóst. Nei ritstjóri Morgunblaðsins étur upp eftir eiganda blaðsins þá skoðun að bankahrunið sé stjórnvöldum að kenna og þá sérstaklega  þrákelkni Geirs Haarde við að vilja standa fyrir utan ESB sem hafi síðan beinlínis orðið til þess að sett voru neyðarlög, þar sem ótal lagaákvæðum var sópað til hliðar.

 

 


mbl.is Farið inn í brennandi hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er Agnsesi rétt lýst hún geltir ekki nema henni sé sigað, og gargar þá eins og hauslaus hæna. Því miður þessi blaðamaður hefur misst allan trúverðuleika alveg síðan að hún tjáði sig um Árna fyrr í haust. Ekki það ég sé Árna maður heldur hitt hún datt alveg úr buxum velsæmis þar.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Verðum við ekki öll að hlyða húsbændunum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 22:17

3 identicon

Hjálpi mér, hvað þetta er heimskulegt...eitthvað væl í sínu eigin blaði...já, heimskulegt....en því miður þá kaupa sumir svona bull....það vantar bara Hemma Gunn þáttinn þarna " á Tali með Hemma Gunn"  þar sem Björgólfsfeðgar gætu komið fram og grenjað svolítið í fanginu á Hemma...og síðan mundi aumingjagóða þjóðin Ísland gleyma þessu öllu og borga slóðina eftir feðgana...og alla hina auðmannsplebbana...ég skal veðja að svo fer, við förum að vorkenna auðmönnunum og blótum einhverjum sem er smápeð í þessu máli, sem missir vinnuna sína í smá tíma og svo er málið dautt og grafið...hvað á maður að gefa þessu langan tíma...eitt ár eða svo...eða kannski bara hálft ár, já eftir hálft ár verðum við búin að gleyma þessu öllu...

Ein smááá pirró eftir moggalestur...

p.s Ég held ég sé hætt við þetta blaður mitt um það að reyna að finna ekki sökudólg í málinu, heldur standa saman í þessu og komast upp úr þessum skuldadrullupolli...Sbr. mótmælin tvöföldu í gær, getum við það ekki á þessu landi...þ.e staðið saman.

Ég vil ekki sjá það að við göngum í ESB - það á ekkert eftir að gera okkur neitt gott....

úff, þetta átti nú ekki að verða einhver ritgerð...en manni getur nú verið heitt í hamsi

alva (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Leifur H

Mér sýnist að flestir sem tjá sig um þetta viðtal hafi ekki lesið það.

Leifur H, 26.10.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt Sigurjón, oft var þörf en nú er nauðsyn að rýna í efnistök fjölmiðla.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.10.2008 kl. 00:10

6 Smámynd: Kjósandi

Það var fróðlegt að lesa viðtalið við Björgólf.

Hann spilaði eftir leikreglunum sem alþingi og ráðherrar sköpuðu. 

Enginn þeirra braut lög eða reglur.

Bankarnir og almenningur treystu á að regluverkið passaði að fjármálakerfið færi ekki á hvolf. Regluverkið brást. Seðlabankinn brást. Ríkisstjórnin og þingmenn gerðu tóm mistök. Það þýðir ekki að kenna fólkinu eða bönkunum um.

Ábyrgðin er algjörlega ráðamanna.

Og Sjálfstæðisflokkurinn ber mesta ábyrgð.

Kjósandi, 27.10.2008 kl. 11:54

7 identicon

Kjósandi góður. Mér þykir röksemdafærsla þín hér nokkuð gölluð. Þú ætlar að firra bankana ábyrgð einfaldlega af því að þeir brutu ekki lög og reglur. Verður lífskjaraskerðingin á næstunni ekki alveg jafn slæm hvort sem aðgerðir þeirra sem leiddu til ófarnaðar voru löglegar eða ekki?

Það er rétt að ríkisstjórn og Seðlabanki bera mikla ábyrgð á hvernig komið er, en sú staðreynd breytir engu um hina staðreyndina, nefnilega þá að bankarnir, sérstaklega Landsbankinn, bera líka mjög mikla ábyrgð.

Það að bankarnir hafi ekki brotið lög (athugaðu að það er enn ekki orðið ljóst hvort svo er) breytir engu um það að þeir hegðuðu sér af fullkomnu skeytingarleysi gagnvart almenningi í landinu og það er ekkert sem réttlætir slíkt. Bara það að eitthvað sé löglegt, eða réttara sagt ekki ólöglegt, þýðir ekki að það sé skynsamlegt, æskilagt eða rétt.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:31

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Útrásin var búin að taka völdin af framkvæmdastjórunum. Það er alþekkt að þegar venjulegur skattborgari setur af rælni hundraðkall í spilakassa og vinnur 10 milljónir er hann þar með að fullum líkindum orðinn spilafíkill. Og áður en varir er hann farinn að spila hátt, leggja sífellt hærri upphæðir undir og búinn að eyða öllum vinningnum. Þá tekur við næsta stig. Hann slær lán með veði í íbúðinni og tapar því. Hann slær þá lán með veði í eignum annara og tapar þeim peningum líka. Að lokum stelur hann því sem hann á kost á og telur sig vera að taka þá peninga að láni, ákveðinn í að skila öllu aftur á morgun, þegar hann fær greiddan út vinninginn sem er auðvitað innan seilingar að hans brenglaða dómi.

Útrásarævintýri "auðmanna" okkar er af nákvæmlega sama toga- ólæknandi fíkn. Alkahólismi í breyttri mynd. Afleiðingin ein og söm: Brotlending eins, margra - og í verstu mynd- heillar þjóðar.

Árni Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband