Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Yrði það liðið að forstjóri Barnaverndarstofu setti kíkinn fyrir blinda augað?

Stjórnendur Kastljóssins og laganemarnir eiga mikla þökk skilda fyrir að upplýsa um hluta af því braski sem viðgengst í fiskveiðistjórnunarkerfinu og líka hvernig ekki einungis stjórnmálastéttin heldur líka embættismannaklíkan hefur sett kíkinn fyrir blinda augað. Það var að heyra á Fiskistofustjóra að honum þætti eðlilegt og sjálfsagt mál að framfylgja lögum í blindni sem augljósa stangast á við markmið laganna sem hann á að framfylgja. Það kemur fram í 1. gr. laganna:

Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.

Hvað yrði sagt ef forstjóri Barnaverndarstofu teldi það varla sitt mál þó að þær reglur sem honum væri gert að framfylgja gengju í berhögg við hagsmuni barna í landinu? Hvað yrði sagt ef starfsmenn Umferðarstofu hefðu enga skoðun á því að reglurnar sem þeir framfylgdu ykju á slysahættu? Hvað yrði sagt um brunamálastjóra sem hefði enga skoðun á því að reglurnar sem hann framfylgdi stuðluðu frekar að brunahættu en hitt?


Steingrímur Jóhann Sigfússon auðgar íslenska menningu

Margir hafa misst álit á Steingrími J. Sigfússyni vegna viðsnúnings hans í mörgum mikilvægum málum. Margur gamall alþýðubandalagsmaðurinn er farinn að vorkenna alþýðuhetjunni.

Í Skagafirði og Húnavatnssýslum hefur maður þó heyrt ýmislegt jákvætt um aðalritarann, t.d. það er að skattahækkanir hans á áfengi séu liður í þrifnaðaraðgerðum og almennum hreinsunum eftir óþrif sjálfstæðismanna. Þessar aðgerðir verða til þess að endurvekja heimilisiðnað; brugg og landagerð.

Skál, og syngja, Skagfirðingar!


Jón sterki Bjarnason

Það er örugglega leitun í mannkynssögunni að stjórnmálaafli sem hefur étið jafn mikið ofan í sig og Vinstri grænir. Það er ekki eitt, heldur nánast allt, Icesave, Evrópusambandið og það að taka föstum tökum á spillingunni.

Ég heyrði í Jóni Bjarnasyni í morgun á Útvarpi Sögu. Hann talaði gleiður fyrir kosningar um gjörbreytta fiskveiðistjórn og frjálsar handfæraveiðar en núna þegar hann er kominn í stjórn er afraksturinn af stóru orðunum rýr í roðinu. Leyfðar hafa verið handfæraveiðar með miklum takmörkunum til eins árs, þær eru ekki frjálsari en svo að magnið verður brot af því sem veiddist á handfæri þegar raunverulegt frelsi ríkti.

Þegar sjávarútvegsráðherra er spurður út í hvort leyfa eigi auknar veiðar leitar hann í skjól fiskifræðinganna og þykist stikkfrír. Þegar hann er spurður út í hvað dvelji innköllun aflaheimilda leitar hann í skjól nefndar hagsmunaaðila sem vitað er að ekki vilja breytingar.

Sjávarútvegsráðherrann sem var svo ægilega sterkur fyrir kosningar virðist þrotinn að kröftum og þori þegar á hólminn kemur.


Er Össuri treystandi í hvalamálum?

Í fréttum hefur komið fram að Íslendingar eru í lykilnefnd um að ná samkomulagi við grænfriðunga um framtíð hvalveiða. Embættismenn Össurar sitja í nefndinni og framfylgja stefnu hans. 

Fram kom í vor að Össur var mjög vonsvikinn með þá ákvörðun fráfarandi sjávarútvegsráðherra að gefa út veiðileyfi á hvali. Nú er að sjá hvort Össur er enn trúr þeirri stefnu sinni sem hann náði ekki fram í vor í hvalveiðiráðinu.


Jóhanna segir það af því að Logos segir það

Helsta haldreipi Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir því að greiða illræmda Icesave-samninga er lögfræðigerð lögfræðings Logos. Í greinargerðinni kemst hann að því - þrátt fyrir fjölmörg önnur álit - að samningurinn skerði ekki fullveldi landsins. Það er fullyrt að ríkisstjórnin ætli að skrifa upp á að greiða í beinhörðum gjaldeyri upphæðir sem eru langt út fyrir greiðslugetu þjóðarinnar. Ég er viss um að það sem skiptir miklu máli í áliti Logos-mannsins er að lögreglan hefur verið tíður gestur inni á skrifstofum lögfræðistofunnar í tengslum við ötult starf hennar fyrir fjárglæframennina okkar og ekki kæmi mér á óvart að lögreglan hefði komist að því að þeir sem þar starfa hafa unnið vel fyrir kaupinu sínu.

Seiðið Gunnar Birgisson

Mér finnst umhugsunarvert hve mál Gunnars Birgissonar fá mikið vægi í umræðunni miðað við alvarlegri mál sem hafa sett þjóðfélagið nánast á hausinn. 

Ekki veit ég betur en að hundruðamilljóna kúlulánabankastjórar og kúlulánaráðherra gegni enn trúnaðarstörfum fyrir almenning.  Sama á við um ráðherrann sem bar pólitíska ábyrgð á Icesave- klúðrinu en hann er enn einn valdamesti landsins.  Tortólaglæpamenn ferðast enn á lúxusfarrými inn og út úr landinu á meðan allur almenningur sem er alvarlega særður eftir fjármálaglæpina, kemst hvorki lönd né strönd.

Mál Gunnars Birgissonar fá jafnvel meira vægi í umræðunni, en sú skelfilega staða sem uppi er á þjóðþinginu, að mögulega sé meirihluti fyrir samþykkt Icesave nauðasamningsins. 

Alltaf kemur betur og betur í ljós að Íslendingar geta ekki staðið við samninginn og að hann vegur að fullveldi þjóðarinnar.


mbl.is Samstarfið heldur í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðleg stofnun greinir frá því að margir Íslendingar hafi verið dæmdir saklausir

Fyrr í mánuðinum greindi ég frá því að ágætur kunningi minn, smábátasjómaður, væri á leið fyrir dómara. Hann átti að hafa lagt línu með nokkrum krókum á inn á friðuð svæði. Í þeirri færslu rakti ég efasemdir um að þessi friðunarstefna og þessar friðunaraðgerðir væru byggðar á traustum grunni. Staðreyndirnar tala sínu máli, árangurinn er að við veiðum einungis þriðjunginn af því sem stefnt var að þegar hafist var handa við meinta uppbyggingu.

Nú hef ég undir höndum glænýja ráðgjöf ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, þar sem höfð er uppi kunnugleg rulla um að of mikið hafi verið veitt og að rétt sé að veiða minna til að hægt sé að veiða meira seinna. Og þetta er sagt þrátt fyrir að veiði sé við sögulegt lágmark. Það sem vakti sérstaka athygli mína í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins var að skyndilokanir sem hafa verið notaðar frá árinu 1976, þar sem lokað er um tveggja vikna skeið ef fjórðungur aflans er undir viðmiðunarmörkum, eru gagnslausar að mati ráðsins. Þær hafa verið notaðar til einskis frá 1976! 

Þessi dómur Alþjóðahafrannsóknaráðsins um árangur skyndilokana gefur sterklega til kynna að margir íslenskir sjómenn hafi verið dæmdir á hæpnum forsendum og hafi verið saklausir af ávirðingum sem á þá eru bornar.

A quick-closure system has been in force since 1976, aimed at protecting juvenile fish. Fishing is prohibited, for at least two weeks, in areas where the number of small cod (< 55 cm) in the catches has been observed by inspectors to exceed 25%. A preliminary evaluation of the effectiveness of the system indicates that the relatively small areas closed for a short time do most likely not contribute much to the protection of juveniles.


Blaðsíða 38 í Morgunblaðinu í dag

Í Morgunblaðinu í dag var ýmislegt markvert s.s. viðtal við konu sem trúði á mátt mannshugans og svo útskýringar á kreppuaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sem stakk mig þó mest við lestur blaðsins var þéttskipuð heilsíðuauglýsing á  nauðungarsölum sýslumanna víðsvegar um landið, en þessar auglýsingar taka æ meira pláss á síðum blaðsins.  Það að bankar leysi til sín fjölda eigna sem ekki standa undir sér hlýtur að fara verða mjög tvíeggjað fyrir viðkvæman rekstur bankanna.

Leiðir stjórnmálaflokkanna sem nú eiga fulltrúa á Alþingi út úr kreppunni hafa verið: að skera niður ríkisútgjöld, auka skatta og svo  sérleið Samfylkingarinnar að komast hvað sem það kostar inn í Evrópusambandið. Auglýsingarnar um nauðungarsölurnar á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu eru skýr teikn um  hversu gríðarlega erfitt efnahagsástandið er.  Stór hætta er á að aukin skattheimta og niðurskurður ríkisútgjalda virki ekki eins og til er ætlast þ.e. að bæta afkomu ríkissjóðs umtalsvert, heldur herði á kreppunni.  Það að hækka skatta  leiðir til minni umsvifa og skatttekna. Það sama á við um mikinn niðurskurð hins opinbera.

Enginn stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á að auka framleiðslu og útflutning, sem hlýtur þá að byggjast á því sem landsmenn kunna sæmilega.  Í stað þess að sameinast um að auka frelsi í aðalútflutningsgrein landsmanna, þá er tekist á um það í sölum Alþingis hvort leyfa eigi örlítið frelsi við handfæraveiðar.  Allir  flokkarnir virðist hins vegar vera að mestu sammála um að skera niður aflaheimildir í það magn sem veiddist þegar landsmenn áttu einn togara.

 


Sigmundur Davíð skammast í öllum málum - mannréttindi Tortólanna

Nýr Framsóknarflokkur er ekki nýrri en svo að þingmenn flokksins mega ekki heyra á það minnst að hreyft sé við helsta pólitíska minnisvarða fyrrum leiðtoga Framsóknarflokksins, Halldórs Ásgrímssonar, en þá á ég við illræmt kvótakerfi í sjávarútvegi, sem markaði upphaf ofurveðsetningar og hrunsins.   Fyrrum flokkur dreifbýlisins  þvældist fyrir því síðustu vikurnar á þingi, að opnuð yrði lítil glufa tímabundið á  leyfi til takmarkaðra handfæraveiða.

Formaður Framsóknarflokksins hefur skammast í öllum málum þinginu án þess að koma með nokkrar raunhæfar lausnir nema þá helst í Icesave-málinu.  Í kvöldfréttum skammaðist hann yfir bæði aukinni skattheimtu og niðurskurði ríkisútgjalda.  Þessi afstaða er óskiljanleg í 170 milljarða halla á ríkiskassanum, sérstaklega ef litið er til þess  að Sigmundur Davíð er á móti gjaldeyrishöftunum og hefur ekki lagt til neinar markverðar leiðir til tekjuöflunar.

Það liggur beinast við að það séu sóttar auknar gjaldeyristekjur í sjóinn, en þorskaflinn er einungis þriðjungurinn af því sem hann var áður en hafist var handa við vitavonlausa uppbyggingu á þorskstofninum, sem stangast á við viðtekna vistfræði. 

Í stað þess að leita allra leiða með opnum hug við að breyta kerfi sem sannarlega hefur reynst þjóðinni dýrkeypt, þá dundar formaður Framsóknarflokksins, með hinum klíkuflokknum, við að leggja fram tillögu um að loka leiðum til breytinga á kvótakerfinu -  Breytinga sem vel að merkja, kæmu á móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Þess ber að geta formanni Framsóknarflokksins hefur verið á umliðnum mánuðum mjög umhugað um mannréttindi en hann varaði sterklega við  í nafni mannréttinda, að eignir Tortóla fjárglæframannanna yrðu kyrrsettar.


mbl.is Vilja yfirlýsingu um að hætt verði við fyringarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarmaðkur Samfylkingarinnar kominn fram

Nú er bandormur Jóhönnu Sigurðardóttur kominn fram, breytingar á fjölmörgum lögum til að ná fram markmiðum hennar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ríkisfjármálum. Eitt helsta markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum og þá sérstaklega Icesave-reikninginn. Maðkurinn er afar undarlegt plagg í ljósi þess að Samfylkingin lofaði fyrir nokkrum vikum að byggja mikla velferðarbrú. Fyrir utan mikla skattlagningu verður helsta sparnaðartillagan að ná að klípa af gamla fólkinu. Nálægt 2/5 af öllum sparnaði í rekstri eiga að koma frá elli- og örorkulífeyrisþegum, 1.830 milljónir, og á næsta ári á að skera niður um tvöfalda þá upphæð.

Ekki hefur komið fram að loka eigi einu einasta sendiráði en ríkisstjórnin eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - eitt og hið sama? - virðist hafa ákveðið að skera niður í samgöngumálum um á níunda milljarð króna á næsta ári. Báðir aðilar virðast vera algjörlega einhuga um að halda öllum sendiráðum opnum og halda óhikað áfram byggingu tónlistarhússins.


mbl.is Heildarmyndin ekki komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband