Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðin gekk vel en sjúklingurinn dó

Það að fjármálaráðherra tjáir sig ekki um verstu lánskjör á byggðu bóli varpar ljósi á hve forysta ríkisstjórnarinnar er algerlega ótengd kjörum almennings og stöðu minni fyrirtækja.

Minni fyrirtæki sem geta ekki fjármagnað sig með því að ganga í sjóði lífeyrissjóða og skuldugur almenningur býr við síversnandi stöðu og sama má segja um leigjendur.

Yfirgengilegt vaxtaokrið þrengir að hálsi lántakenda með tilheyrandi eignaupptöku þar sem verðmæti flytjast frá almenningi og til fjármálafyrirtækja. Á sama tíma leiða háir vextir til þess að það dregur úr húsbyggingum, en sár skortur á íbúðarhúsnæði er einn helsti þátturinn í spennunni og hækkun verðlags.

Það er meira en lítið spes að hafa fjármálaráðherra við völd við þessar aðstæður sem hefur enga sérstaka skoðun á því hvort rétt sé að lækka vextina sem eru að gera út við fólk til sjávar og sveita.   


mbl.is „Á réttri leið en nokkuð í land ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband