Leita í fréttum mbl.is

Ringulreið þegar brýn verkefni bíða

Það er óþægilegt að fylgja með stífum fundarhöldum og vandræðaganginum í ríkisstjórn Íslands, en það er allveg ljóst fundirnir snúast ekki um að verið sé að leysa úr brýnum vanda sem brennur þegnunum m.a. verðbólgu,Grindavík,okurvöxtum, hælisleitendum og húsnæðisskorti, svo eitthvað sé tínt til.

Ráðherrarnir sem eru búnir að vinna náið saman í 7 ár eru ekki með hugann við ofangreind mál, frekar en fyrri daginn - Nei það virðist vera einhver stólaærsl í gangi um hver fái að verma hvaða ráðherrastól. Miklar líkur eru á því að það muni verða samþykkt vantraust á matvælaráðherra í næstu viku, enda nýtur hún ekki trausts innan eigin flokks og svo eru það auðvitað framboðsraunir forsætisráðherra, sem þarf að leysa úr.   

Það sem er ekki eins og forsetaframboð Katrínar eigi að koma nokkrum á óvart þar sem það hefur legið fyrir frá áramótum að hún ætli í þetta vonlitla framboð.  Með framboðinu sleppur Katrín frá "leiðindunum" í ríkisstjórninni og eygir í leiðinni von um að geta ferðast áfram um á fyrsta farrými.

 

Þessi farsi í boði afhjúpar forgangsröðun ráðherranna þ.e. hagsmunamál þjóðarinnar er raðað mun aftar en persónulegum metnaði þeirra sjálfra.

 

 

 

  

 


mbl.is Hópur blaðamanna bíður eftir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband