Leita í fréttum mbl.is

Morgunblaðið bjargar í horn

Morgunblaðið hefur misboðið mörgum lesendum sínum á umliðnum vikum í umfjöllun um bankahrunið en þó tók steininn úr í gær.

Áróður blaðsins hefur gengið út á það að hrunið væri ekki neinum einum um að kenna nema þá helst eyðslu almennings og var Þessi tónn hávær í efnistökum blaðsins sem kom út í gær. Svo mjög að einhverjir tóku blaðið á orðinu og ákváðu að spara þær baunir sem fara í kaup á Morgunblaðinu.

Við blasti að trúverðugleiki blaðsins biði þvílíkan hnekki að fátt eitt gæti komið blaðinu til bjargar annað en skylduáskrift.  Ritstjóri Morgunblaðsins virðist hafa séð það ráð vænst í leiðara blaðsins í dag að skamma fyrrum eigendur Landsbankans fyrir bankaklúðrið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Þetta er það sama og ég upplifði, merkilegt alveg það er eitt í dag og annað á morgunn. Það verður gaman að sjá Kompás í kvöld þar kemur enn ein útgáfan. Afhverju skyldi ég þurfa fá timburmenn þegar ég var ekki á fyllerí.

Rannveig H, 27.10.2008 kl. 17:12

2 identicon

Hver á hlut í Mogganum er það ekki Gamli Bjögginn í röndótta búningnum. Það held ég og ég geri þeim yngri það ekki til geðs að hlusta á þvæluna í Kompás í kvöld og hvet fólk til að gera það ekki

Guðrún (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:07

3 identicon

Já það er með ólíkindum hvernig menn geta látið sem ábyrgð bera í þessu máli ekki barasta stjórnendur bankanna heldur bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn Íslands með Sjálfstæðis og Framsóknarflokk innanborðs. Guðni var rétt sloppinn úr ríkisstjórn þegar hann upphóf þvílíkan hræðsluáróður um fjármálastjórn hér, en ég spyr afhverju var ekkert gert löngu áður. Afhverju söfnuðu Íslendingar ekki upp gjaldeyrissjóði þegar gegni erlendra mynta var okkur hagstætt og svo lengi mætti telja og afhverju gerði Guðni ekkert í þessum málum á þeim tímapunkti sem hann sat í ríkisstjórn.? Alltaf fyrir hverjar kosningar hefur Framsóknarflokkurinn komið "Vertrygginguna burt."
en ekkert gerist við erum enn að borga vexti og vaxtavexti og vaxtavexti af þeim. Og svo koma þessir kallar sem eitthvað þykjast eiga og tala um stærsta bankarán sögunnar. En það bankarán fór samt af stað 1980 þegar stjórnvöld skelltu þessu óbermi sem kallast verðtrygging á landsmenn. Og það er mál númer eitt tvö og þrjú hjá þér Sigurjón og ykkur öllum þeim sem að stjórnmálum koma að koma þessum óþverra frá, þegar það hefur verið gert og bankarbnir sjá að það þýðir ekki að hugsa um að neytendur lána sitji alltaf í lánasúpunni þá fyrst fer bankakerfið að vera ábyrgt. Og mér er nokk sama þó einhverjir segi að þetta komi þessum pistli þínum ekkert við, en málið er að ég vil bara þetta sjónarmið mitt koma einhversstaðar fram og fyrir utan það hef ég oft hugsað til að þessi kallar í Háskóla Íslands sem sömdu þennan óþverra að þeir væru bara á einhverjum prósentum hjá bankakerfinu fyrir þessa hugasmíð. 1980 tók ég lán í Lífeyrissjóði uppá 36000 kr þegar ég greiddi þetta lán upp árið 1991 þá rúmlega hálfnaður með greiðslur stóð þetta lán í 330.000 kr. En lánið gat ég ekki greitt nema með því að taka annað lán og svona hefur þetta hadlið áfram allar götur síðan, ég segi við eigum að gera bankakerfið ábyrgt fyrir því hvernig því hefur verið stjórnað í skjóli verðtryggingar síðan 1980. Þar fyrir utan er ég gjörsamlega sammála pistli þínum núna og í gær. Þetta er allt tóm svívirða. Við eigum að stoppa þessa kalla af og frysta alla reikninga þeirra hvar sem yfir þá verður komist og svo á að selja West Ham og láta það renna í Barnaspítalann. Nei segi bara svona.

Bestu kveðjur

Baldvin

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband