Leita í fréttum mbl.is

Bannað að veiða-og-sleppa frá og með 1. september

Ég er ekki mikill laxveiðimaður, þeir eru ekki margir sem ég hef dregið á land en þó fylgist ég með öðru auganu með laxveiðum. Það tíðkast ákveðnar tískusveiflur í þessu, sumum þykir t.d. ótækt að veiða með maðki eins og Atli Gíslason fékk að kenna á en hann var sakaður um að hafa misnotað maðkinn með þeim hætti. Flugan þykir virðulegra drápstæki en nú í seinni tíð hefur borið á nýrri tískubylgju á Íslandi, þ.e. að veiða-og-sleppa. Það er eins og mig minni að kóngurinn sjálfur, Bubbi, hafi verið mikill talsmaður þeirrar aðferðar. Hún hefur um nokkurt skeið verið stunduð úti í heimi en þessum tískustraumum hefur alltaf skolað eitthvað seinna hér á land. Nú er svo komið að í þann mund sem sú ankannalega iðja að veiða til að sleppa er að festa rætur á Íslandi er hún bönnuð í Sviss og eru dýraverndunarsjónarmið höfð til hliðsjónar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Mér hefur nú einnig fundist þetta " ankannalegt " að veiða og sleppa, en hvað segirðu er þetta bannað í Sviss ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.8.2008 kl. 01:05

2 identicon

Skil vel að þetta sé bannað í Sviss, ég hef séð veiðimenn takandi myndir af sér í heillangan tíma með blessað dýrið sem er við það að kafna, helsært í þokkabót, mér fannst þetta viðbjóðslegt, betra er að drepa dýrið strax og það kemur á land, svo er laxinn svo dauðþreyttur eftir viðureygnina við veiðimanninn að hann þeir drepast örugglega einhverjir seinna eftir þetta stríð eftir að þeim hefur verið sleppt. 

Mér finnast laxveiðar mjög ómannúðlegar, eins og margar veiðar reyndar.

Bestu kveðjur inn í daginn.

dýravinur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:08

3 identicon

Sæll Sigurjon.

verð að benda á að Atli varð ekki fórnarlamb tísku. Félagi hans a stong var einfaldlega staðinn að að brjóta veiðireglur!  finnst þer menn sem brjóta reglur fórnarlomb???? þegar þeir keyptu veiðileyfið í Hítará. var ljóst að þeir voru að fara til veiða  þar sem eingöngu var leifð fluguveiði

Kveðja fra lithaen  Erlingur Örn

Erlingur Örn arnarson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég reyndar skil ekki forsendurnar fyrir banni á notkun á maðki eða annari beitu. Kannski að mönnum þyki ekki laxinum bjóðandi að éta einhverja ótætis orma?

Reyndar heyrði ég af öðru undarlegu, það var í einhverri á þar sem stöngin mátti bara vera af ákveðinni lengd.... hvað það kom laxinum við veit ég ekki.

Jóhann Kristjánsson, 27.8.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Má vera að þetta sé óþverrabragð sem Atli bauð laxinum upp á!

Sigurjón Þórðarson, 27.8.2008 kl. 17:27

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þessi veiða/sleppa vitleysa, sem menn halda að sé eitthvað voðalega fínt,  er auðvitað bara hrein ónáttúra. Hvað sportmennska er það að vera að kvelja sama fiskinn hvað eftir annað.   Þessir svissnesku dýraverndunarsinnar hafa lög að mæla.

Þórir Kjartansson, 27.8.2008 kl. 21:56

7 Smámynd: Snorri Hansson

Sportveiðar eru alveg ágæt mál fyrir bæði ríka og fátæka, fjölskyldur og snobb. Lax,silungur,rjúpa,gæs og hreindýr. Hjá flestum felst ánægjan í því að hafa mikið fyrir því að veiða lítið og sleppa sumum. Það er auðvitað hægt að “draga fyrir” hylinn en þá verður fljótt lítið eftir fyrir hina eða er það ekki? Það eru fréttir um “frábært” gengi þrjá fyrstu “maðkadagana”.Aflinn ½ tonn!!  Menn fara í gæs og koma með pikkuppinn sligaðan til baka. Ættu þeir sem túlka þetta til sportveiða að  greiða fyrir starf í sláturhúsi ? Það mun lækka sláturkostnaðinn og vissir menn sitt kikk.

Snorri Hansson, 6.9.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband