Leita í fréttum mbl.is

Guðni og Einar hækkuðu verðið á grillinu

Fréttir herma að sláturkostnaður sé að sliga bændur og að jafnvel séu uppi hugmyndir um að flytja fé á fæti úr landi. Maður hlýtur að spyrja hvað hafi orðið um ríkishagræðinguna sem Guðni Ágústsson stóð að með fullum stuðningi núverandi landbúnaðarráðherra. Hundruðum milljóna var veitt í að úrelda sláturhús með loforði um að kostnaðurinn myndi lækka til hagsbóta fyrir bæði neytendur og bændur.

Það virðist samt ekki hafa gengið eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Já, og skrítnast þótti mér að borga þyrfti sláturleyfishöfum fyrir að hægræða. Hefði ekki hagræðingin ein átt að duga þessum fyrirtækjum? Nær hefði verið að borga sveitafélögunum sem misstu sláturhúsin í burtu. Mjög skrítin pólitík og mér er næst að halda að í tilfelli SS að menn hafi verið að hygla Árborginni á kostnað, t.d. Skaftárhrepps.

HP Foss, 28.8.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Gulli litli

Gudni ætti kannski ad mæta aftur í vidtal hjá Sverri Stormskeri..

Gulli litli, 28.8.2008 kl. 20:27

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og svo verður Framsókn kosin á landsbyggðinni því hún er eini flokkurinn sem er ekki með fókusinn á höfuðborgarsvæðinu? Það er eitthvað ekki að virka, held ég.

Villi Asgeirsson, 28.8.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Helgi ég er sammála þér að þetta er allt mjög skrýtið og það kæmi mér ekki á óvart ef Skaftfellingar fengju ekki að slátra á ný.  Það kæmi verulega á óvart ef stjórnvöld vildu viðhalda núverandi ástandi sem virðist vera óhagkvæmara en það sem var fyrir.

Gulli, mér skilst að Sverrir sé tilbúinn að taka við Guðna á ný í þáttinn og ég er viss um að Guðni myndi skora ef hann mætti á ný.

Villi, já það er greinilega ýmislegt sem ekki er að virka í íslenskri pólitík Sjálfstæðisflokkurinn kosinn út á stöðugleika og verðbólgan er 15%, Samfylkingin kosin út á að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn en er í djúpum kossi við höfuðandstæðinginn.

Vandamál Framsóknar er að flokkurinn missti sig í afar þröngum sérhagsmunum s.s. kvótakerfinu og einkavæðingu bankanna.  Flokkseigendur högnuðust sjálfir á þessu en almenningi blæddi og þess vegna háir Guðni vonlausa baráttu nema þá að hann hreinsi og endurmeti voðaverk flokksins í sjávarútvegsmálum og vinavæðingu.

Sigurjón Þórðarson, 28.8.2008 kl. 23:42

5 identicon

Einhvernveginn er maður að vona að þjóðinni hafi farið það mikið fram að andlegum þroska, að hún sé búin að átta sig á að framsóknarklíkan er ekki stjórnmálaflokkur, skv. hefðbundnum skilningi á því orði. Er hægt með einhverjum rökum að sýna fram á að sé um að ræða hóp fólks, sem eigi sameiginlega sýn á það hvernig eigi að leysa þjóðfélagsleg viðfangsefni; þ.e. hugsjón? Sjálfstæðisflokkurinn er með sína borgaralegu stefnu, það er út af fyrir sig hugsjón þannig lagað séð, Samfylkingin er sósíal-demokratískur flokkur og það eru jú hugsjónir líka, Vg er vinstri sósíalistískur flokkur með umhverfisverndaráherslur. Nú frjálslyndi flokkurinn er frjálslyndur flokkur, með þjóðernislegu ívafi finnst mér og ekkert nema gott um það að segja. En framsókn hefur engar hugsjónir, er bara til sölu. Jú, e.t.v. er ennþá á lífi fólk sem hefur líkamlega færni til að kjósa og kemur til með að krossa við B í næstu kosningum, af gömlum vana eða þá sem algengara er, að það þori ekki annað. En það er allavega ekki vegna þess að það noti heilabúið til að hugsa með því. Vel má vera að Guðni geti skrapað upp 2 - 3 þingsæti í næstu kosningum, en það verður örugglega í síðasta skipti sem þjóðin lætur slíkt henda sig. Gleymum þeim, það er eiginlega skárst.

Abramovitch (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 06:28

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Framsóknarflokkurinn var stofnaður á grunni samvinnuhreyfingarinnar, og þegar hún lognaðist út af gat ekkert annað gerst en að flokkurinn missti fótfestu. Það er ljóst að það vantar Frjálslyndan sterkan flokk sem getur náð til þeirra kjósenda sem aðhyllast ekki stefnu þeirra flokka sem kenna sig við vinstri eða jöfnuð en er í raun stjórnað af elítum og öfgafólki sem heimtar þjóðnýtingu og er yfirleitt á launum hjá obinberum aðilum. Frjálslyndiflokkurinn nær ekki til kjósenda fyrr en hann hafnar þjóðnýtingu og styður sterkan sjávar útveg til hagsbóta fyrir landsbyggðina þar sem eignarétturinn er virtur.Ef Frjálslyndaflokknum tekst að móta sér skýra stefnu ætti hann að geta fengið 10 þingmenn í næstu kosningum.

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2008 kl. 09:32

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

því miður gleymdi ég að geta þess, sem var erindið inn á síðuna að bændur í Skaftárhreppi geta slátrað fé sínu í Skaftafellssýslu í sláturhúsi sem er staðsett á Höfn.

Sigurgeir Jónsson, 29.8.2008 kl. 09:45

8 identicon

Væri ekki tilvalið að bændur fengju að niðurgreiða sláturkostnaðinn með því að bjóða erlendum mönnum skoðveiðileifi á afmörkuðum svæðum þar sem sláturdýr gengju um í "villtri náttúrunni". Hvað með að bjóða fólki að koma og skjóta í jólamatinn? Síðan sæi bóndi um að reykja eða verka kjötið. Af hverju má slátra hreindýrum með þessum hætti en ekki öðrum dýrum?

Gulli G (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 12:59

9 identicon

Áður fyrr tóku samvinnufélögin við sláturfé bænda til umboðssölu og fengu bændur þá uppgert eftir því hvernig til tókst með sölu. Nú fá þeir staðgreitt fyrir sláturféð ásamt beingreiðslum, þeir sem hafa greiðslumark.

 

Ákveðin öfl í bændastétt vildu koma í veg fyrir það, á sínum tíma, að bændur slátruðu fé á markað sem voru ekki með fullvirðisrétt. Þeim málatilbúnaði var hrundið þegar Kári í Garði seldi dilkakjöt í Kolaportinu forðum daga. Nú má segja að framboð og eftirspurn ráði verði á dilkakjötsmarkaði.

 

Bændur njóta ef til vill ekki nægjanlegrar velvildar í þjóðfélaginu og geta þeir svolítið sjálfum sér kennt um. Nauðsyn er að hafa dugmikla bændastétt, en allir vilja fá ódýrt kjöt.

 

Bændur ættu að vera sýnilegri á markaði til, dæmis um jól, með karlakóra í Kringlunni og Smáralind til að syngja jólalög og tefla fram vöru sinni. Það sakaði ekki ef einhverjir væru fyrir utan í jólasveinabúningi með hrút og blæsma ær. Þá yrði nú kátt í höllinni og mikið kjöt keypt.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 20:01

10 identicon

Það fá ekki allir bændur staðgreitt og það eru ekki allir bændur með beingreiðslur, sjá í síðasta Bændablaði úttekt á stöðu sauðfjárræktar. Og fíflagangur selur ekki kjöt.

Valgerður (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:49

11 identicon

Er staðgreiðsluskylda sláturhúsa endilega besti kosturinn fyrir bændur?, spyr formaður Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu 23. ág. Þar höfum við það.

 

Því hefur ekki verið haldið fram að allir bændur hefðu beingreiðslur. Þvert á móti er bent á að þeir sem hafa greiðslumark fá beingreiðslur, hinir ekki.

 

Er það fíflagangur að syngja jólalög í Kringlunni. Og er ekki í lagi að hafa smá hrútafjör fyrir þéttbýlisbúa.

 

Það er nú meiri alvöru svipurinn sem er komin á fólk.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 21:05

12 identicon

Bændur þurfa að borga sínar rekstrarvörur eins og aðrir atvinnuvegir og það skeður ekki nema að eitthvað komi inn í kassann ekki satt? En sauðfjárbændur fá ekki greitt nema á haustinn eftir að búið er að leggja lömbin inn, ég tel að greiðsla fyrir innlegg eigi að koma fljótlega eftir að viðskiptin fara fram.

Það mega einhverjir syngja jólalög fyrir mér í Kringlunni en er ekki viss um að það myndi selja mikið kjöt frekar en auglýsingin þar sem kassinn kom svífandi af himnum ofan, ekki virkaði sú auglýsing.

Veit allt um greiðslumark og beingreiðslur, er alin upp við landbúnað og tók við merki forfeðranna og er búin að búa í 34 ár

Valgerður (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:24

13 identicon

Þeir bændur sem hafa beingreiðslur fá 1/12 þeirra greiddar mánaðarlega eins og hverjir aðrir ríkisstarfsmenn. Beingreiðslur eru u.þ.b. helmingur af sauðfjártekjum búsins.

 

Munurinn á kjarasamningi launamanna og búvörusamningi bænda er sá, að sá síðarnefndi er verðtryggður en launasamningar verkalýðsins er óverðtryggðir. Launamenn mega þola kjararýrnun í mikilli verðbólgu á, meðan bændur hafa sinn búvörusamning verðtryggðan.

 

Ef vel er á haldið, fá sauðfjárbændur ullarinnlegg, en mér er ekki kunnug um hvernig sú grein stendur nú eða hvaða verð bændur fá fyrir ullina. En í búðum er hægt að sjá mjög flottar ullarpeysur, að vísu nokkuð dýrar, en sem betur fer er alltaf að koma fram nýjar hugmyndir að flíkum.

 

Dorrit forsetafrú er til dæmis oft í fallegri ullarpeysu við ýmis tæki færi.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 09:19

14 identicon

Beingreiðslur eru greiddar í 10 skipti. Og ullariðnaður er bara nafnið tómt, mest af ullinni sent til útlanda, eitthvað smá sem fer í handprjónaband, það sem er greitt fyrir ullina er bara ríkisstyrkurinn samkvæmt búvörusamningi, man ekki upphæðina. Og ég tel að ullariðnaðurinn hafi verið kæfður í einhverri fáránlegri hönnun. Á prjónablöð frá þeim tíma að hver asnalega flíkin af annari leit dagsins ljós, hvorki smekklegt né fallegt.

Valgerdur (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband