Leita í fréttum mbl.is

Læknir má en KSÍ ekki


Það er ákveðinn útrásarljómi yfir umfjölluninni um íslenska lækninn sem er að taka að sér að stýra sjúkrahúsi í Sádí Arabíu - trúarofstækisríki Isamista, þar sem mannréttindi m.a. kvenna eru fótum troðin og stjórnvöld þar taka að meðaltali þrjár manneskjur af lífi í viku hverri.


Það var með réttu að KSÍ var gagnrýnt fyrir að leika æfingaleik við Sádí Araba sem auk fyrrgreindra mannréttindabrota stóðu í á sama tíma og leikurinn fór fram, í hernaði gegn nágrönnum sínum í Jemen. Það er umhugsunarefni að sú gagnrýni sem KSÍ fékk þá var mun mildari en sú óskiljanlega gagnrýni sem KSÍ fær á sig fyrir að dragast gegn Ísrael og þurfa að etja kappi við lýðræðisríkið um sæti í Evrópukeppni.

"Réttlát" reiðin virðist vera mun meiri gegn Ísrael vegna hernaðar Ísrael gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas í kjölfar fjöldamorða og hópnauðgana Hamas þann 7. okt. sl. en mannréttindaníðinganna í Sádí Arabíu.

Þessi afstaða er illskiljanleg þar sem Sádar hafa beitt sér fyrir að fjármagna öfgaislam sem eitrað hefur aðlögun múslimskra innflytjenda á Vesturlöndum.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fer til Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón þú varst efnilegur Alþingismaður og hefðir getað orðið afar góður ef flokkforystan hjá þér hefði sett hagamuni fólksins ofar persónulegum dyntum eða metnaði forystunnar. Þetta er slakt innlegg. Það getur engin ríkisstjórn hér eða forysta stöðvað það að einstaklingur taki að sér stjórn á sjúkrahúsi í farlægu landi. Ekki einu sinni Pútin, getur gert slíkt, en hún gæti eitrað fyrir viðkomandi. Heilbrigðiseftirlitið þarna fyrir norðan hefur ekkert með þetta mál að gera. 

Sigurður Þorsteinsson, 10.3.2024 kl. 15:09

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er misskilningur að ég vilji stöðva lækninn og hef fullan skilning á því að aurarnir freist. Engu að síður þá finnst mér ekki mikill hetjuljómi yfir því að stýra starfsemi í ofstækisríkjum á borð við Norður  Kóreu, Íran eða Sádí Arabíu.  

Sigurjón Þórðarson, 10.3.2024 kl. 16:18

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En læknar hafa unnið þarna í mörg og líkað þar vel.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2024 kl. 01:35

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann er að taka að sér starf sem einstaklingur, samlíkingin er því út í hött. Rekstur spítala gengur út á að þjónusta fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Það markmið er það sama hvernig svo sem stjórnarfarið er þar sem spítalinn er. Þessi maður hefur sýnt mikla færni í að stýra sjúkrahúsum. Hvers vegna ættu íbúar Saudi Arabíu ekki að mega njóta góðs af því?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.3.2024 kl. 16:46

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er hvorki að líkja knattspyrnu við lækningar né að efast um hæfileika viðkomandi læknis til að sinna stjórnunarstörfum hvort sem er í Sádí Arabíu eða Rússlandi svo einhver dæmi séu tekin.

Það sem ég var að gera athugasemd við var hetjuljóminn sem þessi vistaskipti læknisins voru sett í samanborið við það mótlæti sem blankt Knattspyrnusamband mætti þegar ákveðið að leika við Sádí Arabíu.

Sigurjón Þórðarson, 11.3.2024 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband