Leita í fréttum mbl.is

Hvar voru fjölmiðlarnir fyrir hrun?

Í Sprengisandi, þætti Sigurjóns M. Egilssonar, mátti í morgun heyra nokkra fjölmiðlamenn ræða um það hversu mjög fjölmiðlunum hefði hnignað frá hruninu, störfum hefði fækkað, blöð orðið þynnri og minna púður í fréttaskýringunum.

Ekki get ég verið sammála þessu þar sem umfjöllun fjölmiðla um skuldasöfnun, einkavinavæðingu, vafasama viðskiptahætti og spillinguna fyrir hrun einkenndist af andvaraleysi og meðvirkni, og margur fjölmiðlamaðurinn var nánast í klappliði. Á það sérstaklega við um blaðamenn viðskiptakálfanna.

Engin gagnrýnin umræða fékkst um kvótakerfið, sjávarútveginn eins og hann lagði sig og stöðugan samdrátt í veiðiheimildum, niðurskurð í aflaheimildum sem átti að skila sér í meiri afla seinna - en þetta seinna hefur aldrei komið.

Það er merkilegt að nú eftir hrunið skuli sumar fréttastöðvar, s.s. Stöð 2 og leiðari Moggans, halda áfram að rangtúlka og gera tortryggilegar örlitlar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í átt til þess að virða jafnræði borgaranna til að nýta sameiginlega auðlind.

Maður hefur vissan skilning á því að blekið skuli leka í þessa átt sérhagsmuna frá Davíð Oddssyni. Hann hefur sjálfur bent á að eigendur fjölmiðlanna hafi áhrif á efnistök og hann þarf sjálfur vafalaust að þjóna hagsmunum hins skulduga útgerðaraðals sem á blaðið sem hann stýrir, Morgunblaðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það hafa margar síður í Mogganum farið undir grátkórinn að undanförnu eftir þessar litlu en jákvæðu breytingar sem fyrirhugaðar eru á kvótakerfinu.

Haraldur Bjarnason, 16.11.2009 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband