Leita í fréttum mbl.is

Ísland og kletturinn í hafinu

Áður en ég skellti mér í laugina í kvöld horfði ég á fréttatímann í Sjónvarpinu og að honum loknum varð mér hugsi um hve samfélagið ætti nú bágt. 

Björgólfarnir höfðu leitað ásjár um  nokkra milljarða afslátt, hjá kúlulánabankastjóra fjármálaráðherra Vg. Formaður Samtaka atvinnulífsins var víst komið óþægilega á óvart með að sérstakur saksóknari skyldi rannsaka mál sem varða fjárglæfra sem tæmdu sjóði tryggingarfélagsins sem hann stýrði.  Fulltrúar saksóknara smugu víst inn um bílakjallara og létu lítið fara fyrir sér heimsóknum í fyrirtæki og heimili, í leit að sönnunargögnum. 

Í dag bárust einnig fréttir af því að Guðbjartur formaður fjárlaganefndar ætlaði sér að kýla illræmt Icesavemál sem allra fyrst út úr nefnd, til þess að komast út í sumarið. Skipti þá engu máli hvort að útreikningar lægju fyrir um hvort að þjóðfélagið væri aflögufært fyrir Icesave-reikningnum. Eflaust vill Samfylkingin koma þessu máli sem fyrst úr fréttum og klára málið, þar sem Samfylkingin ber þunga sök á klúðrinu.

Helsta birtan í fréttatímum dagsins var að fá það á hreint að Tryggvi Þór fyrrum forstjóri Askar Capital ætlaði að starfa áfram að þjóðarhag á Alþingi Íslendinga, þrátt fyrir að fyrirtækið sem hann stýrði af trúmennsku og heiðarleika sæti nú einhvers konar rannsókn. Tryggvi Þór Herbertsson staðfesti að Askar Capital hefði einungis stundað heiðarlega kaupmennsku fyrir tryggingafélagið sem formaður atvinnulífsins hafði stýrt með afleiður og fasteignavöndla og það undir fránum augum sjálfs Fjármálaeftirlitsins. 

Mörgum mun vera létt við þær fréttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er gott að vita af þessu öndvegisfólki í veigmiklum embættum. Guð blessi Tryggva Þór og Þór Sigfússon, já og Árna Sigfússon líka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.7.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband