Leita í fréttum mbl.is

Þiggjum aðstoð Færeyinga á fleiri sviðum

Færeyingar eru mikir höfðingjar að bjóðast til að hjálpa okkur á erfiðum tímum.

Íslenskir ráðamenn ættu að setjast yfir það með Færeyingum hvernig þeim tókst að komast út úr sinni krísu á tíunda áratugnum, en það gerðu þeir meðal annars með því að hætta að nota kvótakerfi við að stýra fiskveiðum.  Færeyingar höfðu reynt kvótakerfi í 2 ár með afar slæmum afleiðingum s.s. brottkasti og minnkandi afla.  Hér höfum við reynt kvótakerfi með hræðilegum afleiðingum í tvo áratugi.

Utanríkisráðherra Færeyinga og formaður Fólkaflokksins, Jörgen Niclasen sem gegndi áður starfi sjávarútvegsráðherra, er sá stjórnmálamaður sem staðið hefur vörð um færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið í sjávarútvegi.  Nú er um að gera fyrir íslensk stjórnvöld að taka upp viðræður við utanríkisráðherra Færeyinga og kynna sér fordómalaust gríðarlega mikinn árangur Færeyinga við að stjórna fiskveiðum. Við það eitt að taka upp færeyska kerfið þá streymdu í auknum mæli margir tugir milljarða króna í beinhörðum gjaldeyri til að þjóðarbúsins.

 


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega fallegt og veglegt af þeim að vilja lána okkur svona mikla peninga, en eins og þú segir kannski er reynsla þeirra ennþá dýrmætari, ef bara ráðamenn okkar myndu nú vilja hlusta.

ha ha (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vinir okkar & frændur eru alveg innundir hjá mér, á meðan ég þarf ekki að eta ræztisteik, skerpuketið rétt sleppur.

Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Skattborgari

Við eigum að taka alla þá hjálp sem að aðrar þjóðir eru til í að veita okkur og nýta okkur hana.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 28.10.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hefði haldið það skattborgari og skoða alla þætti sem hægt er að gera betur.

Sigurjón Þórðarson, 28.10.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband