Leita í fréttum mbl.is

Pútín-aðferðin

Nú virðist sem Glitnir hafi verið tekinn af Fjármálaeftirlitinu á sama hátt og Landsbankinn var tekinn. Aðferðirnar minna um sumt á hvernig Pútín, vinur Íslands, endurskipulagði og endurráðstafaði stórfyrirtækjum Rússlands. Okkur varð ljóst eftir viðtalið við Davíð í Kastljósinu í kvöld að eitthvað þessu líkt væri í pípunum og það má vera að nokkuð glannalegar fullyrðingar Seðlabankastjórans hafi orðið til þess að látið var til skarar skríða í kvöld. Stjórnvöld hafa komist að því að bankanum yrði ekki bjargað með 85 milljarða króna framlagi og að meira vit væri í að leyfa lánardrottnum sem mestmegnis eru erlendir að hirða eigið fé bankans og reisa síðan nýjan banka á rústum þess gamla.

Þetta eru harkalegar aðgerðir gegn lánardrottnum bankanna og alls óvíst hvernig t.d. Kaupþing muni koma út úr þessum hræringum. Það hlýtur að verða erfitt fyrir þann banka að endurfjármagna sig í útlöndum í ljósi þess að lánveitendur hafa brennt sig illa á íslensku bönkunum.

Skyldi Kaupþing verða næst?


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það eina sem er hægt að gera er að bjarga því sem bjargað verður til að lágmarka skaðann.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.10.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já hvað er næst!? Nú skilur maður yfirlýsingar Davíðs í Kastljósinu. Hann vissi af þessu. Manni finnst þetta vera hrikalegar aðfarir í vestrænu ríki, ef þú ert óþekkur færðu að finna fyrir því....og greinilegt að fall kapítalismans er í algleymingi!

Úff!!!

Vilborg Traustadóttir, 8.10.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ef og hefði Kjarri eru alltaf nokkuð snúnar og skemmtilegar spurningar og svo er alltaf gott að vera svoldið vitur eftir á.

Ég nokkuð viss um að ég hefði ekki látið þessa bankavitleysu fara í það far sem hún er í en það er búið að vera sökkva bönkunum og fyrirtækjunum í landinu í æ dýpra skuldafen.  Skuldsetningin hefur verið án mikils aðhalds fjölmiðla og stjórnvalda en fjölmiðlar hafa spilað undir og mært útrásina og fengið síðan forsetan til þess að taka undir við hátíðleg tækifæri.  Fjármálaeftirlitiði hefur ekki mátt sín mikils og sömuleiðis einstaka fjölmiðlamenn sem hafa bent á brotalamir enda hafa þeir verið að spilla stemningunni.

Það eru ekki einungis bankarnir sem svo er komið fyrir heldur einnig fleiri fyrirtækis s.s. sjávarútvegsfyrirtæki, bensínstöðvar ofl. þannig að það gæti orðið æri mikil endurskipulagning á næstunni.

Ég reikna með að þetta sé eina færa leiðin úr því sem komið er og mun án efa hafa veruleg áhrif næstu árin.  Við erum að fara nauðbeygð inn í ferli sem erfitt er að sjá fyrir.   

Sigurjón Þórðarson, 8.10.2008 kl. 00:12

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Enn og aftur þarf Frjárlslyndiflokkurinn að koma fram með skýra stefnu.Í því liggja tækifæri flokksins.

Sigurgeir Jónsson, 8.10.2008 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband