Leita í fréttum mbl.is

Ég fagna framsóknarmönnum

Það er alltaf varasamt þegar stjórnmál fara að snúast algerlega um flokkadrætti og menn gleyma algerlega málefnunum. Ég hef alltaf fagnað hverjum þeim sem hefur séð að sér varðandi vont fiskveiðistjórnunarkerfi, s.s. iðrandi framsóknarmönnum sem hafa snúið frá villu síns vegar og viljað fara út úr vonlausu kvótakerfi. Mér finnst það jákvætt, og Guðni Ágústsson maður að meiri fyrir að opna á slíkar leiðir.

Sumir eru því miður svo harðsoðnir í gömlum flokkadráttum, s.s. arftaki gamla Sósíalistaflokksins, VG, sem kennir sig nú mest við græn gildi að þeir geta alls ekki fagnað liðsauka úr öðru litrófi stjórnmálanna sem leggur sannarlega málefnum þeirra lið, s.s. að vera á móti virkjunum til stóriðju. Að minnsta kosti virðist sá harði tónn sem kemur fram í yfirlýsingu Svandísar Svavarsdóttur vegna yfirlýsingar borgarstjóra bera vott um afbrýðisemi - eins og hann sé að taka frá þeim vörumerkið.

Ég er fráleitt talsmaður þess að vera alfarið á móti stóriðju en finnst satt að segja ekki skynsamlegt að spila út allri óbeislaðri orku í einhverju óðagoti vegna stöðu efnahagsmála. Það þarf að leysa yfirvofandi kreppu.

Til þess að komast út úr hinni erfiðu stöðu væri miklu nær að sækja meiri þorsk í sjóinn.


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Er eitthvað athugavert við það að það sé leiðrétt þegar borgarstjórinn fer með rangt mál.

VG er ekki að gera neina athugasemd við afstöðu borgarstjórans til Bitruvirkjunar heldur að leiðrétta rangfærslur um að R-listinn hefði stutt Kárahnjúkavirkjun.

Er ekki lágmark að borgarstjórinn hafi staðreyndirnar á hreinu þegar hann ræðst að öðrum flokkum?

Ingólfur, 26.7.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ekki sé ég að eitthvað sé beinlínis sé rangt í yfirlýsingu borgarstjóra sem kalli á ýkt viðbrögð VG.  Í valdatíð R listans samþykkti Reykjavíkurborg m.a. eftir því sem ég best man bæði ábyrgðir og framkvæmdir að Kárahnjúkum í gegnum fulltrúa sinn í Landsvirkjun.  Ef að það hefði verið raunverulegur vilji til andstöðu hefði VG getað látið brjóta á málinu.

Nú þegar einhver setur andstöðu við virkjanir í öndvegi þá skýtur óneitanlega skökku við að VG séu að reyna skjóta hana niður.  Ég er ekki endilega sammála sjónarmiðum Borgarstjóra í andstöðunni við þessa virkjun en mér finnst furðulegt að horfa upp á málflutning VG í málinu. þetta mál er lýsandi fyrir ástand mála í Borgarstjórn Reykjavíkur og nauðsyn þess að það komi nýtt fólk inn í stjórn borgarinnar.

Hér er yfirlýsing Borgarstjóra:

“Vegna umfjöllunar um Bitruvirkjun vill Ólafur F. Magnússon borgarstjóri koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum: Um árabil hefur Framsóknarflokkurinn haft lykilstöðu í borgarstjórn Reykjavíkur til að koma í veg fyrir að þau umhverfissjónarmið sem lágu til grundvallar því að Bitruvirkjun var slegin af næðu fram að ganga. Sama hefur raunar gilt varðandi önnur orku- og virkjanamál á vettvangi borgarstjórnar Reykjavikur þar sem R listinn samþykkti á sínum tíma þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun. Ýmis önnur umhverfissjónarmið eins og til dæmis verndun menningarminja og gamallar byggðar hafa einnig átt undir högg að sækja í borgarstjórn Reykjavíkur af sömu orsökum. Í því sambandi má nefna að Vinstri grænir þurftu í valdatíð R listans að ganga á bak orða sinna í húsverndarmálum. Ég hef hins vegar ekki hugsað mér að framfylgja annarri stefnu í umhverfismálum eftir að ég varð borgarstjóri en þeirri sem ég hef staðið fyrir frá því ég var í minnihluta í borgarstjórn. Það er alveg ljóst að Bitruvirkjun hefur verið slegin af. Vangaveltur um annað eru óþarfar á meðan núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks er við stjórn borgarinnar, enda er ákvörðunin í samræmi við þær grænu áherslur sem kveðið er á um í málefnasamningi meirihlutans.”

Sigurjón Þórðarson, 26.7.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er greinilegt að umhverfismálin eiga svikalaust aðeins einn talsmann í borgarstjórn.

Sigurður Þórðarson, 26.7.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Ingólfur

Hvernig er það ekki beinlínis rangt við að segja að R-listinn hafi samþykkt eitthvað þegar fjórir borgarfulltrúar þeirra greiddu atkvæði gegn, þrír með og einn sat hjá.

Og þar sem borgarstjórinn notar þetta til þess að skjóta á VG að þá er sjálfsagt hjá VG að benda á rangfærslurnar.

Ef VG hefði sprengt R-listann vegna þessa máls að þá hefði það engu breytt um Kárahnjúka, stjórnarflokkarnir voru með meirihluta til þess að tryggja ábyrgðina fyrir Kárahnjúkastífluog hefðu sjálfsagt tekið við ef R-listinn hefði sprungið.

Eða vildir þú kannski bara að VG hefði hótað slitum til þess að neyða borgarfulltrúa framsóknar og ISG til að kjósa gegn sinni sannfæringu? Það hefði nú sannarlega verið lýðræðislegt.

Ingólfur, 26.7.2008 kl. 01:11

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sú stefna að fyrirtæki í eigu  sveitarfélags geti vegna stærðar og fjármagns keypt upp jarðir og orku innan annars sveitarfélags gengur ekki.Sem betur fer þá er það kverkatak sem borgarstjórinn í R.vík heldur að hann hafi á Ölfusingum ekki endanlegt.Það er stjórnarformaður OR trúlega farinn að sjá.Sunnlenskt orkufyrirtæki getur orðið að veruleika hvenær sem er, sem gæti í fyllingu tímans tekið að sér virkjanaframkvæmdir á Suðurlandi.Það öfgalið sem nú ríður húsum í ráðhúsinu í R.vík.verður að girða af, svo snarruglað er það,það veit sá sem verið hefur í flokki með því.Það hefur sem betur fer verið stöðvað hingað til við Holtavörðuheiði.

Sigurgeir Jónsson, 26.7.2008 kl. 14:10

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef OR nýtir ekki leyfið vegna Bitruvirkjunar þá getur Ölfus úthlutað réttinum til annarra.Stórkarlalegar yfirýsinga öfgafólkisins á tjarnarbakkanum í R.vík, sama í hvaða flokki  það er,enda ekki orðið annað sjánlegt en þetta sé allt orðið sami ruglflokkurinn,það er hreint bull.

Sigurgeir Jónsson, 26.7.2008 kl. 14:22

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vonandi ert þú ekki á leið í þann flokk Sigurjón.

Sigurgeir Jónsson, 26.7.2008 kl. 14:24

8 identicon

Ég er algjörlega sammála þér Sigurjón. Mér finnst flokkslínurnar alveg með ólíkindum stundum.

Hvernig getur það verið "vinstrisinnað" viðhorf að vera á móti mislægum gatnamótum og vilja flugvöllinn í burtu?

Hvernig getur það verið "hægrisinnað" viðhorf að elska mislæg gatnamót og ekki með nokkru móti vilja heyra að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni?

Sama máli gegnir að sjálfsögðu um umhverfismál, fiskveiðistjórnunarkerfið, stóriðju og jafnvel Evrópusambandsaðild!

Ég finn það nú samt að hjartað hjá mér slær aðeins meira til hægri en vinstri, en í málunum sem að framan greinir er ég með skoðanir eins og mér hentar. Ég er kommi varðandi flugvöllinn og ESB, framsóknarmaður og samfylkingarmaður þegar kemur að íslenskum landbúnað, því ég vil auka innflutning, en samt hafa áfram landbúnað, sjálfstæðismaður varðandi mislæg gatnamót, umhverfismál og stóriðju og frjálslyndur varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið.

Ég er sem sagt sjálfstæðisflokksbundið viðrini í stjórnmálum og er eitthvað að því?

Guðbjörn Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband