Leita í fréttum mbl.is

Ég reyndist sannspár - Bullið heldur áfram

Í nýrri veiði"ráðgjöf" Hafró er enn og aftur boðaður niðurskurður á þorskveiði næsta árs til þess að fá meiri afla seinna og er ráðgjöfin að því leyti með sama sniði og hún hefur verið undanfarna tvo áratugi.  Gallinn á "ráðgjöfinni"  hefur verið sá að þetta seinna hefur aldrei komið, enda stangast það á við viðtekna vistfræði.

Í fyrra sagði ráðherra að það væru tveir kostir í stöðunni þ.e. að fara að rágjöf Hafró og byggja þá upp þorskstofninn eins og það er orðað en hinn var að veiða talsvert meira og eiga þá á hættu að þurfa að skera niður aflaheimildir á ný.

Nú er staðan sú að það var farið að ráðgjöfinni um 130 þúsund tonna þorskafla, en samt sem áður er enn og aftur boðaður meiri niðurskurður á aflaheimildum.

Þetta kom mér ekki á óvart en fyrir ári síðan skrifaði ég pistil þar sem ég spáði fyrir um að ef bullið héldi áfram þá myndi niðurskurður aflaheimilda halda áfram.


mbl.is Hrygningarstofn ætti að vaxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er það að koma í ljós að við sem spáðum því að "skerðingin" í fyrra væri bara byrjunin og vorum kallaðir fyrir, afturhaldsseggir, svartsýnispésar og fleira og fleira, sem ekki borgar sig að vera að rifja upp hér, við höfðum bara á réttu að standa enda ekki við því að búast að "glerturnamennirnir" hjá HAFRÓ fari að viðurkenna að þeir hafa allan tímann verið á rangri braut með "veiðiráðgjöf" sína.  Hvað ætli þurfi til svo þeir endurskoði aðferðir sínar?

Jóhann Elíasson, 4.6.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhann þetta er ótrúlegt og hvað ætli EKG ráðherra geri?  Hann hefur hingað til tekið þátt í þeirri þöggun sem hefur verið á málefnalegar gagnrýnisraddir á ráðgjöf Hafró. Hann hefur til málamynda sagt vera að efla rannsóknir utan stofnunarinnar en þær hafa hingað til verið í einhverjum minni verkefnum sem snúa ekki að stóru spurningunni hvað varðar nýtingastefnuna s.s. rannsókn Dr. Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur á þörungum í Breiðafirði og hrognkelsarannsóknum í Breiðafirði. 

Sigurjón Þórðarson, 4.6.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hrognkelsarannsóknum við Húnaflóa átti það að vera.

Sigurjón Þórðarson, 4.6.2008 kl. 16:25

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ætli hann geri nokkuð frekar en vanalega.  Ég er á því að það gerist ekki nokkur skapaður hlutur hjá HAFRÓ fyrr en það verður "hreinsað" þarna út og menn komi þarna inn sem hlusta á þau rök sem aðrir hafa fram að færa.

Jóhann Elíasson, 4.6.2008 kl. 16:56

5 identicon

Kæri Sigurjón minn

Um aldir alda einn skorungum vorrar þjóðar. Ekki vera með svona hrakspár.Þú veist að ég hef haft það fyrir sið að lyfta minni umræðu örlítið upp í bjartsýnina. Gamalt kínverskt máltæki segir- í-oj-ee-jé sem þýðir þó menn efist munu hlutirnir alltaf gerast eins og þeir gerast. Því er engin spádómsgáfa fallin í orðum þínum heldur aðeins svo maður sletti: Dog-Dog-Jog-Jog, ping pong.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

P.S. Leyfi mér ekki að setja inn allar kvótagreinarnar mínar að sinni. Það myndi æra óstöðuga

B.N. (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þegar Jóhann Sigurjóns forstjóri Hafró var spurður í Speglinum í kvöld hvort hann væri sáttur eða ósáttur við áðgjöfina...sagði Jóhann; ósáttur eða sáttur, auðvitað vill maður að allir stofnar séu í mjög góðu ástandi... og það má gera betur sumstaðar ... þó yfir það heila tekið held ég að við séum að ná miklum árangri.

Ég skora á menn að fara inná rúv og spila viðtalið ef þið haldið að ég sé að fíflast.   

Atli Hermannsson., 4.6.2008 kl. 23:42

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála þér Atli þetta var ótrúlegt viðtal og þá sérstaklega að "heyra" fréttaman RÚV gapa gagnrýnislaust á fræðimanninn.

Sigurjón Þórðarson, 5.6.2008 kl. 00:51

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Um hvað fræðimann ert þú að tala Sigurjón? Það er því miður nafnagift sem ég get ekki tekið undir þegar talað er um þessa preláta þarna, sjálfsagt eru einhverjir menn þarna sem eitthvað vit er í en þeim er þá haldið í lokuðum herbergjum.

Ég hlustaði á viðtalið og ég segi sama, þessir menn komast upp með hvaða vitleysu sem er á þess að fá á sig gagnrýnar spurningar. Þetta viðtal undirstrikar að það var allt rétt þegar ég skrifaði greinina um meðvirkni fjölmiðla sjá hér.

Nú ríður á að menn standi saman það eru 7 dagar eftir af frestinum sem stjórnvöld höfðu til að svara mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna, aðal atvinna skipstjóra í dag er að forðast þorsk sem er út um allt þó Hafró segi að hann sé varla til. Menn verða að fara að standa í lappirnar og mótmæla þessu allir sem einn.

Hvað skal gera, ég mæli með frönsku aðferðinni? Svona geta hlutirnir ekki gengið áfram það er ljóst. 

Hallgrímur Guðmundsson, 5.6.2008 kl. 06:27

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Það er enginn vandi að vera sannspár í svona máli.  Það veit hver heilvita maður hvað kemur næst í þessu helv... bulli í þessum mönnum.  Ekki varð ég hissa.

Bless, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 5.6.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband