Leita í fréttum mbl.is

Ringulreið þegar brýn verkefni bíða

Það er óþægilegt að fylgja með stífum fundarhöldum og vandræðaganginum í ríkisstjórn Íslands, en það er allveg ljóst fundirnir snúast ekki um að verið sé að leysa úr brýnum vanda sem brennur þegnunum m.a. verðbólgu,Grindavík,okurvöxtum, hælisleitendum og húsnæðisskorti, svo eitthvað sé tínt til.

Ráðherrarnir sem eru búnir að vinna náið saman í 7 ár eru ekki með hugann við ofangreind mál, frekar en fyrri daginn - Nei það virðist vera einhver stólaærsl í gangi um hver fái að verma hvaða ráðherrastól. Miklar líkur eru á því að það muni verða samþykkt vantraust á matvælaráðherra í næstu viku, enda nýtur hún ekki trausts innan eigin flokks og svo eru það auðvitað framboðsraunir forsætisráðherra, sem þarf að leysa úr.   

Það sem er ekki eins og forsetaframboð Katrínar eigi að koma nokkrum á óvart þar sem það hefur legið fyrir frá áramótum að hún ætli í þetta vonlitla framboð.  Með framboðinu sleppur Katrín frá "leiðindunum" í ríkisstjórninni og eygir í leiðinni von um að geta ferðast áfram um á fyrsta farrými.

 

Þessi farsi í boði afhjúpar forgangsröðun ráðherranna þ.e. hagsmunamál þjóðarinnar er raðað mun aftar en persónulegum metnaði þeirra sjálfra.

 

 

 

  

 


mbl.is Hópur blaðamanna bíður eftir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er allt í ringulreið segir þú. Er þá þingmenn Fólks flokksins rétta fólkið til þess að rétta þá ringulreið. Einn varaþingmaður flokksins varð formaður í stjórnmálaflokki í 2 ár og eftir það lagðist flokkurinn niður. Einn þingmaðurinn var og gott ef ekki er ennþá formaður í samtökum sem hefði getað breytt talsverðu í húsnæðismálum. Það fór allt upp í loft í þeim samtökum og mikið af hæfileikafólki gekk út úr samtökunum, en formaðurinn sat sem fastast. Þú sjálfur þekkir afleiðingar þess þegar formenn þekkja ekki sinn vitjunartíma. Mér sýnist að í Framsókn þekki menn líka vandamálið. Svo þegar hæfileikaríkir þingmenn eru í flokki og mun hæfileikaríkari en formaðurinn, þá má bara frysta þá eða reka úr flokknum. Í Rússlandi kennir Pútín slíkum aðilum að fljúga t.d. út um glugga á stórbyggingum eða svölum. Hins vegar held ég að Flokkur fólksins gæti mannað 1 til 2 ráðherra og t.d. haft þannig mikil áhrif á að rétta hlut eldir borgara og öryrkja á Íslandi.  

Sigurður Þorsteinsson, 6.4.2024 kl. 10:03

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður - Farðu nú ekki að bera okkur stjörnurnar í Flokki fólksins við þessa ræfilsríkisstjórn.  Ríkisstjórnin getur  ekki komið að krafti á móts við húsnæðisvandræði Grindvíkinga vegna þess að Sigurður Ingi vill ekki styggja einhver okurleigufélög. Það er ekki hægt að leyfa sjómönnum að veiða með nokkrum önglum vegna ráðagjafar sem aldrei hefur gengið upp og sömuleiðis að þá gæti það raskað ró flokkseigenda Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.  Þegar ég hélt að aumingjagangurinn í ríkisstjórninni gæti gengið lengra í þjónkun við örfáá greifa, þá berast fréttir af því að ríkisstjórnin hafi meinað Ólafsfirðingum að nýta þara!

Hvers vegna í ósköpunum eigum við stjörnurnar í Flokki fólksins að blása lífi í áframhaldandi ræfildóm?

Sjá hér fréttabréf Gunnlaugar Ásgeirsdóttur að heiman, Facebook

Sigurjón Þórðarson, 6.4.2024 kl. 19:43

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú er ég alinn upp af afburða námsmanni, Í lögfræði þar sem hann náði einstökum árangri, þangað til mikið fötluð dóttir fæddist og engar almennatryggingar. Með þann bakgrunn styð ég alltaf við þá sem minna mega sín í þessu samfélagi. Hann gerðist kennari og skólastjóri, en vann síðustu 25 árin í Seðlabanka Íslands. Hann útskýrði, hrokinn kemur fyrst og fremst frá minnimáttarkenndinni. Eftir að hafa sjálfur lesið þau fræði, er ég honum hjartanlega sammála. Þegar ég sagði að það sýndi skynsemi að taka ábyrgð ef hún byðist, sagði ég  aldrei að geta þingmanna Flokks fólksins væri á mjög háu stigi, en margir vaxta við verðug verkefni. Stærilætið er ekkert sem hífir ykkur upp. Þið eruð flokkuð í ruslflokk með Pírötum, ekki af ástæðulausu, en það er alltaf hægt að bæta sig. Hef aðeins einu sinni á ævinni skorað á þingmann að segja af sér, og það vill svo til að sá er nálægt þér. Veit að þingmaður verður ekki rekinn, þrátt fyrir yfirgengilegt bull. Stjórnmálaflokkur getur ekki rekið þingmann sinn af Alþingi. Aðeins viðkomandi getur sagt af sér.  

Sigurður Þorsteinsson, 6.4.2024 kl. 20:07

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þú hlýtur nú að vera mér sammála um að ríkisstjórn sem getur ekki einu sinni leyft fólki að veiða fisk á nokkra öngla úr auðugustu fiskimiðum heims eða hvað þá að nýta þara er ekki björguleg.

Hvað finnst þér í alvöru eftirsóknarvert styðja ríkisstjórn sem leyfir fólki ekki að bjarga sér?

Sjá hér fréttabréf Gunnlaugar Ásgeirsdóttur að heiman, Facebook

Sigurjón Þórðarson, 6.4.2024 kl. 21:15

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón ég tel afar mikilvægt að stjórnvöl efli möguleika fólks til þess að auka tekjur sínar. Held að kvótakerfið hafi verið stórt gott skref til að breyta þáverandi ástandi. Hins vegar er ég algjörlega sammála þér að auka strandveiðar. Það liggur fyrir að mikill vilji er að gera breytingar á Kvótakerfinu og það þarf að gera það léttara. A sama hátt þarf að efla möguleika með sölu beint frá býli. Fyrrverandi forstjóri Matís Sveinn Margeirsson var hrakinn úr starfi þegar hann reyndi að breyta kerfinu. framkoma starfsmanna Heilbrigðiseftirlitin víða um land verða vart annað en flokkað sem ofbeldisframkoma. Þú átt erfitt með að gagnrýna það erfi opinberlega og sennilega vegna tengsla þinna við kerfið. Það eru svo miklu fleiri mál sem taka þarf á. T.d. sú staða að einungis börn ríkra foreldra geti komið sér upp eigin húsnæði. Versta staða sveitarfélaga hvað þetta varðar er í Reykjavík þar sem Samfylking, Píratar og Viðreisn hafa verið við völd. Hefur þú orðið var við  gagnrýni á Alþingi frá flokksmönnum þessara flokka á stjórn Reykjavíkurborgar?  

Sigurður Þorsteinsson, 7.4.2024 kl. 09:28

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Áður en þú heldur áfram að gagnrýna mig og Heilbrigðiseftirlitið þá skora ég á þig að lesa dóminn þar sem Sveinn var sýknaður en þú getur byrjað á að lesa þessa frétt í Bændablaðinu.  Breytingarnar sem Guðlaugur Þór og vinkona hans Svandís Svavars boða er einmitt að treysta stöðu MAST og leggja niður heilbrigðiseftirlitn, en í þessu máli sem þú vitnar til þá fór MAST út fyrir verksvið sitt og gætti ekki meðalhófs. Guðlaugur Þór er ekki upp á marga fiska og hefur miklu frekar lagt stein í götu minni atvinnurekenda en hitt m.a. með því að birta skráningarreglugerð sem er algerlega vonlaus hrákasmíð.  Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir - Bændablaðið (bbl.is)

Sigurjón Þórðarson, 7.4.2024 kl. 12:07

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón mér var fyllilega ljóst að Mast fór út fyrir verksvið sitt og gætti ekki meðalhófs. Þú verður svo að fá aðra til þess að verja Guðlaug Þór. Rétt eins og hjá fleiri opinberum stofnunum þá virðist það vera ansi algengt  að starfsmenn fara út fyrir verksvið sitt og reyna ekki að gæta meðalhófs, það á sannarlega líka við um heilbrigðiseftirlitið. Auðvitað þarf eftirlit, en hvernig við getum séð til þess að samstarfið sé ekki of íþyngjandi þarf að finna út úr. Önnur stofnun sem fer hamförum í níðingsskap er Samgöngustofa, en hún er einmitt undirstofnun þíns uppáhalds ráðherra Sigurður Inga Jóhannssonar. Hugsanlega verður þú að ósk þinni að fá hann sem forsætisráðherra. Verði þér þá að góðu. 

Sigurður Þorsteinsson, 7.4.2024 kl. 14:20

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvernig færðu það út að ég vilji fá vin minn Sigurð Inga sem forsætisráðherra.  Sá ljúflingur hefur neitað að skipa mig í stjórn Byggðastofnunar fyrir það eitt að spyrja spurninga sem stjórnarmaður í Byggðastofnun sem snúa að úthlutun á byggðakvóta Byggðastofnunar, en honum hefur verið úthlutað til; erlendra aðila, stórútgerðarinnar sem komin hefur verið upp úr kvótaþakinu, með ógangsæjum hætti, ekki landað í þeim byggðum sem hafa fengið honum úthlutað osfrv. Sigurði Inga virðist vera mein illa við gagnsæ vinnubrögð og jafnræði.  Það færi best á því að boða sem fyrst til Alþingiskosninga, en ef Katrínu gengur vel í kosningunum, þá verða embættin sameinuð þar til fengin verður niðurstaða í næstu Alþingiskosningar. 

Hvað varðar Samgöngustofu þá hef ég verið ánægður með þjónustu stofnunarinnar við mína báta og get ekki kvartað. Afgreiðslan hefði mátt vera hraðari varðandi bát sem ég flutti inn til landsins. Reglurnar eru ítarlegar um þær upplýsingar sem eiga að fylgja og nokkuð snúið fyrir þá sem eiga að framfylgja reglunum og sömuleiðis fyrir þá sem eiga að skaffa teikningar að uppfylla þær.  Það sem var snúið var að brúa upplýsingakröfu frá Tolli og sömuleiðis að uppfylla kröfur til þinglýsingar hjá Sýslumanni.

Sigurjón Þórðarson, 7.4.2024 kl. 22:13

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jú þegar ljóst er að Katrín fram stendur valið fyrst um Sigurð eða Bjarna til að taka við forsætisráðuneytinu þá kemur með bloggið þitt um geislavirka formann Sjálfstæðisflokksins. Svona skrif eru fyrst og fremst skrifaðar með því að setja fram dylgjur sem tekur of langan tíma til þess að svara til þess að leiðrétta. Þessi tækni er stundum nefnd nefnd smjörklípuaðferðin og þá oft tengd við átrúnaðargoð þitt frá því að þú varst á þingi. 

Hvernig gætir þú fengið á þig svona smjörklípu. Jú, hann Sigurjón, honum var teyst fyrir stjórnmálaflokki og honum tókst að koma honum í neðar jarðar á tveimur árum. Við vitum hversu drengilegt svona framsetning er og hversu lítill sannleikur er í smjörklípunni, en ekki auðvelt sað svara í stuttu máli. 

Tveir þingmenn Guðbjartur Hannesson Samfylkingunni og Ólöf Norðdal voru t.d. tveir þingmenn sem nutu almennrar virðingar sem þingmenn, minnist þess ekki að þau hafi nokkru sinni notað smjörklípuaðferðina í sinni pólitík. 

Þú ert ekki einn um að vilja Sigurð Inga sem forsætisráðherra, það gera allir formenn stjórnarandstöðunnar. 

Varðandi Samgöngustofu þá hefur hún fengið mjög harða gagnrýni á nokkra hluta starfseminnar. Ég á líka tvo  bíla og hef skipt um bíla, og hef ekkert við vinnubrögð stofnunarinnar að setja hvað það varðar. Það er ekki langt síðan að skrifuð var afar svört skýrsla um Samgöngustofu og henni var stungið undir stól af þínum manni. Þú finnur svo út undir hvaða ráðuneyti Samgöngustofa heyrir. 

Sigurður Þorsteinsson, 8.4.2024 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband