Leita í fréttum mbl.is

Skýrsla hagfræðinganna sýnir berlega tjón núverandi kvótakerfis

Ekki verður sagt um þá hagfræðinga sem gerðu umtalaða úttekt á frumvarpi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á breytingum á kvótakerfinu, að þeir séu vandir að virðingu sinni, þegar kemur að umfjöllun um sjávarútvegsmál. Nýlega tók helmingur hópsins þátt í því að gera skýrslu sem mælti á móti því að frjáls markaður fengi að ráða fiskverði.  Í stað þess var fundinn furðulegur rökstuðningur í löngu máli fyrir tvöfaldri verðlagningu, þar sem ákveðnum aðilum var gefinn kostur á að fá fiskinn inn til vinnslu á tugum prósenta  lægra verði en samkeppnisaðilum!  Umrædd skýrsla er Háskóla Íslands til háborinnar skammar og verður örugglega skýrð þegar fram líða stundir sem ein af eftirhretum hrunsins.

Núna hefur nánast sami hópur hagfræðinga skilað af sér nýrri skýrslu þar sem þeir vitna bæði mikið og oft í sjálfa sig og sömuleiðis æðsta prest reiknisfiskihagfræðinnar  Ragnar Árnason og hlaupið yfir alla hagfræðilega gagnrýni.  Helsta niðurstaða hópsins var að ekki mætti hrófla við kerfinu sem brýtur í bága við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna!

Engu að síður þá kemur fram í skýrslunni að viðurkennt er að brottkast sé viðvarandi vandamál og að botnfiskafli hafi dregist gífurlega saman frá því að kvótakerfið var tekið upp. Eitt af höfuðmarkmiðum kerfisins var að tryggja stöðugan 550 þúsund tonna þorskaafla en nú er svo komið að samanlagður botnfiskafli allra tegunda er vel á annað hundrað þúsund tonnum minni afli en áætlað var að þorskstofninn einn myndi standa undir!

Kerfið er hefur greinilega brugðist og er þess að vænta að rannsóknarblaðamenn sýni þessari staðreynd athygli og þá sérstaklega blaðamenn Morgunblaðsins sem sýnt hafa málefnum sjávarútvegsins verðskuldaðan áhuga. Að vísu hefur umfjöllun Morgunblaðsins verið litaðaður af skammtíma sjónarmiðum eigenda sinna en til lengri tíma litið er forsenda þess að árangur náist í greininni að taka til endurskoðunar grunnforsendur kvótakerfisins, sem greinilega eru ekki að ganga upp.

 


mbl.is „Frumvarpið fær falleinkunn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nánast allur þingheimur eru kvótasinnar og þeir panta hagfræðinga sem kunna á Exel og forrita það þannig að við blasir að niðurstaðan verður alltaf út í hött.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2011 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband