Leita í fréttum mbl.is

Hver bað Helga Áss Grétarsson að gefa álit í nafni Háskóla Íslands?

Háskóli Íslands hefur ekki enn gert upp við ábyrgð sína, í aðdraganda hrunsins.  Kostaðir hagfræðingar Háskólans poppuðu upp góða stemningu fyrir skuldsettri útrás og slegið var markvisst á alla gagnrýni í samfélaginu.  Vissulega heyrðust nokkrar gagnrýnisraddir úr Háskólanum m.a. rökstuddur málflutningur Þorsteins Gylfasonar sem varaði mjög við skuldsetningu þjóðarbúsins.  Málflutningur Þorsteins varð hjáróma í lofsöngnum sem barst af Melunum enda tóku margir þátt í fjöldasöngnum. Sigur skuldsettrar útrásar jafnvel notaður í kosningabaráttu stúdenta og rektor batt vonir við að glópagullið myndi fleyta Háskólanum upp í að verða einn af hundrað bestu háskólum heimsins.

Þessi saga er verðugt rannsóknar efni og ekki síður hvernig Háskóli Íslands streitist enn á móti því að breyta brengluðum starfsháttum. 

Nú berast fréttir af því að einn af kostuðum sérfræðingum Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson hafi sent Alþingi umsögn um frumvarp um breytingu á kvótakerfi  sem skilar stöðugt færri sporðum á land og er nú svo komið að botnfiskaflinn er helmingurinn af því sem að hann var fyrir tveimur áratugum. Í umsögn sinni segir "sérfræðingurinn" að hann hafi rýnt í efni flestra lagafrumvarpa sem borin hafa verið upp á hinu háa Alþingi frá árinu 1976.  Niðurstaða sérfræðings Háskóla Íslands var að frumvörpin sem lögð hafa verið fram á umræddu tímabili hafi verið allt frá því að vera óvönduð til þess að vera til hreinnar fyrirmyndir í lagasmíð. 

Í umfjöllun sinni hleypur lögspekingurinn yfir þá staðreynd að fiskveiðilöggjöfin hefur fengið algjöra falleinkunn hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og sömuleiðis að lýðveldið Ísland sé skuldbundið til þess að hlíta þeim úrskurði.  Í stað þess þá gerir hinn vandaði lagatæknir veigamiklar athugasemdir við þær greinar frumvarpsins sem mögulega geta tryggt jafnræði borgaranna!

Það er eitthvað meira en lítið að í Háskóla Íslands.

 


mbl.is Gerir alvarlega athugasemdir við litla frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég skil alveg hvað þú ert að fara Sigurjón en má ekki nota þessa gagnrýni Helga Ass til að fella öll lög um kvótastjórnun úr gildi, líka þessi sem unnið er eftir núna? Þau brjóta öll á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við getum alveg verið sammála Helga Áss og fleirum að löggjöf frá Alþingi er óvönduð og hana ber að laga. Notum því rök sérfræðings LÍÚ til að afnema kvótalögin og taka upp fiskveiðistjórn sem hámarkar afrakstur fiskstofnanna en ekki gróða fámenns hóps eigenda aflamarksins

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.6.2011 kl. 01:28

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Sigurjón það er orðið umhugsunarefni hvaða sess H.Í. hefur í þjóðfélaginu? Það er eitthvað meira en lítið að þegar svona rakalaus áróður um atvinnugrein sem er svo fjarri þessari stofnun er dritað yfir þjóðina til að hygla sérhagsmunahóp í þjóðfélaginu.

Hvar er álitsgerð H.Í. um tilurð skuldasöfnunar útgerðarinnar? Ætti lagadeils H.Í. ekki að fjalla um hvort ekki var og er um hreinann fjárdrátt að ræða eða á að bíða þar til SÖGU-deildin tekur á glæpnum? 

Þessi Jólasveinn er bara ein blaðurskjóðan enn frá LÍÚ. Sjáið rökleysuna

"Það er mín skoðun að þetta lagafrumvarp eigi sér fáa líka í flokki óvandaðra lagafrumvarpa á sviði íslenskrar fiskveiðistjórnar," Hvaða lagafrumvarpa??? Hann heldur að hann sé að matreiða þetta ofan í einhver heila laus fífl. 

Og síðan...

"Þessu til viðbótar eru margvíslegir lagatæknilegir gallar á frumvarpinu,“ aaha!

Eru þetta stóru rökin gegn þessu frumvarpi?? Ég held að LÍÚ líti bara á það sem stórann varnasigur að halda inni þessu kvótafrumvarpi svo aum og asnaleg eru mótrökin. Þeir vilja bara komast hjá að SÓKNARMAR verði tekið til ummræðu. Þetta fólk veit að það verður með allt niður um sig í samkeppni um fiskinn.

Ég er sammála þér Jóhannes þessi rök eru að drepa allt sem nefnist kvótakerfi í hvaða mynd sem er og er nærtækast að afnema þá kvótaumræðuna og fara að dusta rykið að SÓKNARMARKI Matta Bjarna. 

Ólafur Örn Jónsson, 8.6.2011 kl. 08:05

3 identicon

Helgi er fræðimaður og hann færir rök fyrir máli sínu en gjammar bara ekki út í loftið. Svo er annað mál hvort maður er sammála honum eða ekki.Ég mundi sem formaður frjálslyndra hafa meiri áhyggjur af því að enginn spyr hann eða frjálslynda flokkinn um skoðun þeirra á frumvarpi sem fyrrverandi formaður þeirra er búinn að smíða fyrir Jón Bjarnason. Mestu breitingar á kvótakerfinu og engin spyr frjálslynda um hvað þeim finnst. Það er háðung.

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 12:16

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einar mér finnst gleðilegt fyrir þína hönd hvað þú ert sáttur við mann.

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2011 kl. 16:55

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ólafur, það er í raun ótrúlegt hvað Háskólanum dettur í hug að bjóða almenningi upp á. 

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband