Leita í fréttum mbl.is

Skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að vísa Icesave III til þjóðarinnar

Á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokksins þann 5. febrúar 2011 var einróma samþykkt að skora á forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, að leggja nýjasta Icesave-samninginn í dóm þjóðarinnar. Alþingi Íslendinga er rúið trausti og missti umboð þjóðarinnar í Icesave-deilunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars 2010. Vísasta leiðin til sáttar í samfélaginu er að leyfa þjóðinni að segja álit sitt á því hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að greiða ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga. Það er skylda okkar að kanna hvort þjóðin sé sátt við að greiða skuldir einkabanka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Sigurjón!

Aðalsteinn Agnarsson, 6.2.2011 kl. 13:57

2 identicon

Vísa Icesave til þjóðaratkvæðagreiðslu, svo og kvótalögunum,

Guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 14:31

3 identicon

Icesave og fiskveiðistjórnarlögin í þjóðaratkvæðagreiðslu

Sigríður Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 14:32

4 identicon

Hversu margir voru á miðstjórnarfundinum? Hvað eru margir skráðir félagar í flokknum? Er Frjálslyndi Flokkurinn rúinn trausti eða nýtur hann trausts? Ef já, þá hverra?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 15:52

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þá verður þú að standa fyrir almennri undirskriftarsöfnun meðal þjóðarinnar.  Forsetinn á ekki að bregðast við ályktunum einstakra stjórnmálahreyfinga - það er ekki hans starf. 

Hann á hins vegar að bregðast við ef tugþúsundir skrifa honum bréf.  Ákveði þjóðin að skrifa honum ekki bréf þá er hún að segja honum að niðurstaðan Alþingis eigi að standa.  Að sama skapi ákvað þjóðin 2004 og 2010 að skrifa forseta bréf vegna þess að hún vildi taka afstöðu í málinu.  Frumkvæðið verður að koma frá þjóðinni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.2.2011 kl. 17:05

6 identicon

Þjóðin er búin að svara þessari spurningu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 17:14

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Nei, Elín.  Þjóðin tók afstöðu til þeirra laga sem samþykkt voru á Alþingi á sínum tíma.  Þeim lögum var hafnað og þau lög gengu til baka.

Nú eru ný lög í burðarliðnum og vilji þjóðin taka afstöðu til þeirra þarf hún að fara fram á það við forseta.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.2.2011 kl. 19:26

8 identicon

Þjóðin kaus ekki um einhverja vaxtaprósentu á skuld sem skattgreiðendur hafa aldrei stofnað til, heldur kaus hún um það, hvort hún telji rétt að henni verði af forráðamönnum þjóðarinnar gert að greiða ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga sem varða skuldir einkabanka og fjárglæframanna. Nú þarf þjóðin enn einu sinni að standa saman og safna undirskriftum: Við borgum ekki skuldir sem við höfum ekki stofnað til. Skora á forsetann að vera sjálfum sér samkvæmur og neita að undirrita og vísa málinu til þjóðarinnar. Ég mun mæta með öllu mínu liði.

Elísabet Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 20:23

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála miðststjórn Fráslyndaflokksins samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2011 kl. 00:20

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 JIBBÝ!!!!  Komið með lista og ég mun safna á hann.

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2011 kl. 01:43

11 identicon

Sigurður Viktor Úlfarsson ég ætla að svara þér enda er ættin mín dreifð um víðan völl og meir hlutinn af henni er ekki búsettur á Íslandi en núna segi ég hreinlega annað kvört stiður ólafur ragnar grímson alþingi eða þjóðina hans er valið ég við að alþingi verði svift völdum ég rek einkasafn en reglu líka og það hefur rosalega sjaldann verið hlustað á reglur sem eru að berjast fyrir réttlæti alþingi er ekki heilagt ef fólk heldur það ef fólk vill óheiðalegika þá það en ég stend ekki með alþingi enda mart sem hefði mátt ræða betur en þetta er mín skoðun

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 09:02

12 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Nú er bara að fara af stað með undirskriftasöfnun. Strax.

Þráinn Jökull Elísson, 7.2.2011 kl. 10:35

13 identicon

eigum við ekki að byrja undirskrifta lysta hver vill taka það að sé

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 16:06

14 Smámynd: Elle_

Nei, Sigurður, landsmenn kolfelldu fjárkúgunina sem alþingi hafði aldrei neitt leyfi í fyrstunni til að samþykkja.  Og alþingi hafði heldur ekkert leyfi til að fara aftur og það í 3ja sinn að semja við kúgarana um að nauðga  lögleysunni yfir okkur og niðurlægja.   Við felldum ICESAVE í heild sinni. 

Elle_, 7.2.2011 kl. 20:50

15 identicon

þeir eru bara að hugsa um sig af því þeir vilja láta okkur borga þeirra mistök við eigum að taka þessa ákvörðun og fella hana enda hafa bretar ekkert fyrir sér nema hótanir og ósvífni við minni lönd eins og okkar égf vil kosningu og eins fljótt og hægt er

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 19:47

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heyr!

Sigurður Þórðarson, 11.2.2011 kl. 14:07

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yfir 39.000 undirskriftir á Kjósum.is.  Við megum vel við una.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband