Leita í fréttum mbl.is

Jæja Flateyringar - "túttí frúttí"

Í Kastljósi sjónvarpsins birtist framkvæmdastjóri sem nýbúinn var að reka sjávarútvegsfyrirtæki sitt í þrot. Gjaldþrot var staðreynd þrátt fyrir að fiskvinnslan væri sú eina í einni bestu verstöð landsins sem liggur mjög vel við auðugustu fiskimiðum heims. Aldrei í sögu þjóðarinnar hefur gengi gjaldmiðilsins verið hagstæðara fyrir sjávarútveginn en samt gekk reksturinn ekki upp. Ástæðan er einfaldlega sú að rétturinn til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar var seldur úr verstöðinni og þeir sem eftir sátu þurfa að kaupa hann eða leigja hann dýrum dómum - svo dýrum að enginn rekstur stendur undir því.

Hver voru síðan skilaboð framkvæmdastjórans Teits Björns Einarssonar? Jú þau voru að ekki mætti hrófla við einu né neinu í kvótakerfinu sem lagði byggðalagið og fyrirtækið í rúst! Er maðurinn túttí frúttí?

Það er nokkuð ljóst að Flateyringar þyrftu ekki að senda nein neyðarblys á loft ef að Frjálslyndi flokkurinn réði ferðinni í sjávarútvegsmálum þar sem að þá væru handfæraveiðar frjálsar og sjómönnum leyfðist að róa með línustubb s.s. eins og 8 bala án þess að þurfa greiða einum né neinum sérstakt leigugjald fyrir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Sigurjón!

Aðalsteinn Agnarsson, 18.1.2011 kl. 23:07

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi tungumjúki talandi í syni Einars Odds var illskiljanlegur. Gaman að vita hvað býr undir því það er örugglega verið að makka á bak við tjöldin

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.1.2011 kl. 23:13

3 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Kleppur er víða Sigurjón. Ég efa það ekki að þessa ágæta manns bíða skemmtileg verkefni.

Þórður Már Jónsson, 18.1.2011 kl. 23:16

4 identicon

Byggðarlagið er ekki í rúst. Miðað við óbreytt kerfi þarf aað koma til nýtt fjármagn. Allt annað er á staðnum; náttúruauðæfi,húsnæði , velar og tæki og mannauður. Vandi staðarins er mikil einhæfni í atvinnuháttum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 23:30

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hrafn, hvaðan hefur þú þessa gríðarlegu sérfræðiþekkingu? Ertu ekki sundlaugarvörður í Reykjavík, eða eitthvað álíkka?  Er ekki betra að loka á sér þverrifunni í stað þess að opinbera idijótí sitt svona að óþörfu.

Er það einhæfnin kannski sem setti landið á hausinn? Þetta hefur jú verið megin atvinnuvegurinn í drjúg 1000 ár?

Ég veit svosem að þessi tjara þín kemur úr evrópusambands möntru þinni, þótt botninn vantaði. Þar ertu að boða annarskonar útópískt þúsundáraríki.

Þessi athugasemd þín er annars stúdía út af fyrir sig. Man varla eftir jafn þversagnarkenndri og botnlausri ræpu í langa tíð.  Maður getur þó prísað sig sælann að þú ert ekki á þingi.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2011 kl. 01:47

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skil ekki umræðuna hér ? eru ekki Flateyringar í vandræðum og leita eftir aðstoð til ma ykkar sem einstaklingar óháð þessari ansk pólitík

Jón Snæbjörnsson, 19.1.2011 kl. 08:55

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já það var ótrúlega dapurlegt að heyra drenginn reyna að verja kerfið sem er búið að setja fyrirtækið hans á hausinn og er á góðri leið með að eyða byggð á Vestfjörðum.  Undirlægjuhátturinn við pólitíkina og kerfið var greinilega öllu öðru yfirsterkara.

Þórir Kjartansson, 19.1.2011 kl. 10:58

8 identicon

Ótrúlegt að heyra þessa þvælu.  Það er ekki fiskveiðikerfinu að kenna að við veiðum ekki nema 170 þúsund tonn af þorski.  Kvótakerfið lagði ekki byggðirnar í rúst eða skammtar þessi 170 þúsund tonn.

Það eru veruleikafirrtir gæjar sem ekkert má hrófla við hjá Hafró sem leggja til hámarks afla og síðan stjórnmálamenn sem engu þora að breyta. Ekki einu sinni þótt hafró segi að það mætti veiða 20 þúsund í viðbót, þá er ekki bætt við.

Við þurfum enga veiðistjórnun, því að það er ekki hægt að útrýma fiskistofnum með veiðum ,Debit og Kredit koma í veg fyrir það.

Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 13:21

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverður Hallgrímur. Alveg rétt, höfuðóvinurinn er Hafró.

Svo fylgja stjórnmálamenn eftir eins og blekktir einfeldningar, enda leita þeir sér aldrei annarrar/alternatífrar ráðgjafar, jafnvel ekki þótt hún standi þeim til boða.

Góður Sigurjón hér í pistli sínum. Vitaskuld hefur athafnalíf á Flateyri verið drepið í dróma með því að flytja burt kvótann og þurfa svo (eins og margir víða um land) að borga drepandi formúur fyrir kvótaleigu. HVERJIR ÞÁÐU ÞANN ARÐ ÁN ÞESS AÐ ÞURFA AÐ HREYFA SIG Á MEÐAN, HVAR ERU ÞEIR?

Kröftugur er Jón Steinar hér og svarar Hrafni að verðleikum.

En Jóhannes Laxdal og Þórir benda hér á líklegar annarlegar ástæður hjá Teiti Birni, syni kraftaverkamannsins. Nú gengur þetta allt út á flokkspólitískar kerfislausnir og pólitísk hrossakaup. Mér er tjáð það úr ýmsum áttum, m.a. D-áttinni, hvar sem hún er í kompásnum, að Jóhönnuliðið og Valhallarmenn séu að semja um að býtta á Icesave og kvótanum: Jóhanna hætti við að hóta kvótaupptöku, ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykki nýjasta svikasamning hennar og Steingríms um Icesave. Á meðan þetta er ekki frágengið, þarf Jóhanna að gangast upp í hlutverkinu og þykjst vera hinn eindregnasti kvótaandstæðingur, þótt annað hafi sannazt þegar haustið 2009.

Stjórnmálastétt á sér naumast nokkra batavon nema helzt í Framsóknarflokki og hjá Frjálslyndum. En nýir flokkar þurfa að sameinast undir einu merki í kosningabandalagi og vera vakandi í þessu máli sem hér um ræðir. Við þurfum ekki fleiri svik frá Samfylkingu, sem talar tungum tveim og sitt með hvorri, eins og í Magma-málinu og ítrekað í kvótamálinu.

Jón Valur Jensson, 19.1.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband