Leita í fréttum mbl.is

Það sem Krónan vildi þá og nú

Það er dapurlegt að Krónan sé trekk í trekk að setja olnbogann í Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir afskipti af Wok On.  Nær væri að þakka eftirlitinu fyrir að tryggja matvælaöryggi og hrinda málinu af stað. Máli sem hefur ýmsa anga og flesta hræðilega.

Það sem kemur á ánægjulega á óvart er að aðfinnslur forsvarsmanna Krónunnar og Festis ganga annars vegar út á að upplýsingagjöf hefði mátt vera betri og síðan að aðgerðir eftirlitsins hefðu átt vera mun harðari.    

Hvers vegna kemur það á óvart? - Jú Krónan barðist ekki fyrir svo löngu gegn því að brauð í verslunum yrði smitvarið.

Þessi greinilega viðhorfsbreyting er jákvæð, en til þess að ná árangri í að tryggja öryggi matvæla þarf; almennan skilning á verkefninu, skilning á hlutverki eftirlits og tryggja góða menntun. Algengt er að matvælaframleiðendur og matvælaverslanir ofl. gangi á eftir því birgjar hafi fullgild starfsleyfi og kalli eftir frekari gögnum t.d. eftirlitsskýrslum yfirvalda. 


Bloggfærslur 11. mars 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband