Leita í fréttum mbl.is

Læknir má en KSÍ ekki


Það er ákveðinn útrásarljómi yfir umfjölluninni um íslenska lækninn sem er að taka að sér að stýra sjúkrahúsi í Sádí Arabíu - trúarofstækisríki Isamista, þar sem mannréttindi m.a. kvenna eru fótum troðin og stjórnvöld þar taka að meðaltali þrjár manneskjur af lífi í viku hverri.


Það var með réttu að KSÍ var gagnrýnt fyrir að leika æfingaleik við Sádí Araba sem auk fyrrgreindra mannréttindabrota stóðu í á sama tíma og leikurinn fór fram, í hernaði gegn nágrönnum sínum í Jemen. Það er umhugsunarefni að sú gagnrýni sem KSÍ fékk þá var mun mildari en sú óskiljanlega gagnrýni sem KSÍ fær á sig fyrir að dragast gegn Ísrael og þurfa að etja kappi við lýðræðisríkið um sæti í Evrópukeppni.

"Réttlát" reiðin virðist vera mun meiri gegn Ísrael vegna hernaðar Ísrael gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas í kjölfar fjöldamorða og hópnauðgana Hamas þann 7. okt. sl. en mannréttindaníðinganna í Sádí Arabíu.

Þessi afstaða er illskiljanleg þar sem Sádar hafa beitt sér fyrir að fjármagna öfgaislam sem eitrað hefur aðlögun múslimskra innflytjenda á Vesturlöndum.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fer til Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband