Leita í fréttum mbl.is

Sinnuleysi gagnvart leigubílaóreiðunni

Það er öngþveiti á þjónustu leigubíla og það átti ekki að koma neinum á óvart. Leigubílstjórar vöruðu við hvert stefndi með nýjum lögunum sem samþykkt voru í lok árs 2022.

Það kemur á óvart að ferðaþjónar skulu ekki krefjast þess að tekið verði til og að komið verði skikk á ástandið. Ferðamálayfirvöld víðast hvar reyna að tryggja öryggi ferðamanna og koma í veg fyrir svik og pretti.

Óöryggið felst meðal annars í að brotalamir eru á því að ökuferlar séu skráðir og merkingar bíla. Nýlegt dæmi er um erlendur sakborningur í nauðgunarmáli var kominn í harkið nánast strax að lokinni yfirheyrslu.

Það er ódýr leið hjá ráðherra að reyna að færa ábyrgðina yfir á Samgöngustofu eða einstaka ökuskóla sem sjá um próf. Augljóst er að með því að galopna þessa þjónustu fyrir hverjum sem er án nokkurs aðhalds, er vegna pólitísks vilja innviðaráðherra.

 Tillögur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra virðast því miður vera einhvers konar sýndarmennska til þess að fría Sjálfstæðisflokkinn af pólitískri ábyrgð.  Ef einhver meining væri á bak við þetta tal ráðamanna þá væru lögð fram í þinginu stjórnarfrumvörp til þess að ná utan um málið.

Það er áhugavert að fara yfir lista á Íslandi.is um þá sem reka leigubíl  og ekki síður yfir starfandi leigubílstöðvar sem virðast vera nafnið eitt .

 

 


Mæti á þingið

Nú er ég mættur óvænt suður til Reykjavíkur til þess að hlaupa í skarðið hjá Flokki fólksins, sem varaþingmaður.

Á dagskrá þingsins í dag er m.a. umræða um umhverfismál þ.e. hringrásarhagkerfið sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins Bryndís Haraldsdóttir stendur fyrir. Bryndís á hrós skilið fyrir að reyna að vekja ráðherrann en hann virðist vera áhugalaus um verkefni ráðneytisins nema þá helst þegar talið berst að vindmyllum, en þá veðrast hann allur upp. Ýmis mál sem hægt væri að leysa fyrir hádegi eru látin danka og kemur það niður á umhverfinu og  atvinnulífinu.

Ríkisstjórn sem leidd er af græningjum og studd af Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að hækka álögur og búa til nýja skatta sérstaklega á rafbíla, með þeim afleiðingum að sala þeirra hefur dregist gríðarlega saman. Eru þessar aðgerðir líklegar til þess að hvetja til orkuskipta - greinilega ekki.

Það er ekki úr vegi að setja þessa nýju skattlagningu á rafbíla almennings í samhengi við að umhverfisráðherra rétti ekki fyrir svo löngu nokkrum bílaleigum milljarð til orkuskipta og örfáum stórútgerðum hátt í 300 milljónir króna m.a. Samherja úr Orkusjóði.

Mikill vilji er hjá stjórnvöldum að koma styrkjum á stórfyrirtækin en í nafni orkuskipta hafa kaup þeirra á rafmagnslyfturum verið styrkt af almannafé, en umrædd tæki hafa verið í notkun í um hálfa öld á Íslandi.

 

 


Bloggfærslur 18. mars 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband