Leita í fréttum mbl.is

ESB-hvalrót Vinstri grænna

Það er vitað fyrir víst að eitt af því sem fylgir inngöngu í Evrópusambandið er að hvalveiðum verður hætt - sem ætti að vera hvalgulrót fyrir Vinstri græna. Það var annars merkilegt að fylgjast með fréttaskýringaþættinum á RÚV í gær þar sem Benedikt Jóhannesson og Eiríkur Bergmann iðkuðu ESB-trúboð sitt af kappi. Benedikt „upplýsti“ þjóðina um að þjóðin veiddi árlega um 2 milljónir tonna af sjávarfangi en raunin er sú að eftir áralanga „uppbyggingu“ fiskistofna er veiðin nær því að vera 1 milljón tonna.

Við missum yfirráð, sérstaklega í núverandi kerfi, yfir fiskimiðunum ef við göngum í ESB. Bretar sem eru auðvitað margfalt áhrifameiri en Íslendingar reyndu að reisa skorður við eignarhaldi Spánverja á breskum útgerðum og setja kvaðir við löndun afla innan breskrar lögsögu, þ.e. að afla yrði landað innan hennar, en Bretum varð ekkert mjög ágengt. Íslenskar útgerðir hafa nýtt sér EES-samninginn og sópað upp úthafsveiðikvóta annarra þjóða, s.s. Breta og Þjóðverja, og það hefur þótt merki um hraustlega útrás fyrirtækja á borð við Samherja. Það væri algert stílbrot og í raun furðuleg krafa ef Íslendingar ætluðu að banna öðrum það sem þeir leyfa sjálfum sér.


mbl.is Þrjár útgerðir fengu hrefnuveiðileyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband