Leita í fréttum mbl.is

Góður fundur á Skagaströnd í kvöld

Húnvetningar eru vel með á nótunum og átta sig á þeim grundvallaratriðum að út úr erfiðri stöðu þjóðarbúsins verður ekki komist nema með því að auka tekjur. Þeir eru klárir í að leggja sitt af mörkum, þeir vita sem er að fiskurinn er nægur á Skallaskerinu og höfnin er til staðar. Nokkur ónýtt fiskvinnsluhús eru líka til staðar þannig að Húnvetningum er ekkert að vanbúnaði, það eina sem beðið er eftir er grænt ljós frá jarðtengdum stjórnvöldum sem hafa þá skynsemi til að bera að leyfa auknar veiðar sem Frjálslyndi flokkurinn, enn sem komið er, einn flokka leggur til.

X-F

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Sæll Sigurjón.

Nú þegar verulega kreppir að í þjóðfélaginu og ríkissjóður þarf mjög að fá auknar tekjur, ert þú þá tilbúinn að beita þér fyrir því að það óréttlæti að tekjuhá stétt fái sérstakan afslátt á sköttum.  Sem láglaunamanni finnst mér það verulegt óréttlæti að ég þurfi að niðurgreiða opinbera þjónustu fyrir menn sem margir hverjir hafa fimmfaldar árstekjur mínar, og þaðan af meira.

Ég er að sjálfsögðu að tala um þennan svokallaða sjómannaafslátt.

Alli, 22.4.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Alli, reyndar eru tekjur sjómanna mjög mismundi og sjómannaafsslátturinn var hluti af lausn á kjarasamningum þeirra á sínum tíma.  Það að afnema sjómannaafsláttinn var tillaga frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki á sínum tíma.

Mér finnst aðalmálið að leyfa sjómönnum að róa meira og afla meiri tekna það er mesta hagsmunamál þjóðarinnar.

Sigurjón Þórðarson, 22.4.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband