Leita í fréttum mbl.is

Gleði og sorg í dag

Í Silfri Egils í dag kom það fram sem Guðjón Arnar hefur haldið fram í lengri tíma, þjóðin getur ekki staðið undir þeim fjárskuldbindingum sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking hafa reynt að binda henni. Tveir fyrrnefndu flokkarnir eiga reyndar höfuðsök á ástandinu.

Leiðin sem við verðum að fara er að semja okkur frá skuldunum og síðan að auka framleiðsluna en það er bæði nærtækast og eðlilegast að gera með því að auka sókn í sjávarauðlindina.

Annars bar dagurinn í dag með sér bæði sorg og gleði eins og segir í fyrirsögn. Þótti mér miður að Guðni Halldórsson, sá mæti frjálslyndi liðsmaður, sá sér ekki fært að mæta á Dússabar þrátt fyrir að ég hafi fengið skilaboð um að hann væri að gera sig kláran. En koma tímar, koma ráð.

Ég fékk engu að síður gleðifréttir í Borgarnesi, ég hitti Kalla Bjarna poppstjörnu sem var hress og kátur og tjáði mér þau gleðitíðindi að von væri á plötu. Það væri fróðlegt að vita hvað Jens Guði finnst um Kalla enda er Jens helsti poppfræðingur Frjálslynda flokksins og jafnvel þjóðarinnar, að vísu sérhæfður í færeyskum söngvum og pönksöngvum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ég veit að það er voða gott að lifa í fullkominni sjálfsblekkingu, - en Guðjón Arnar Kristjánsson samþykkti þingsályktun um fjárhagslega fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Ólíkt þingmönnum Framsóknarflokksins.

Eygló Þóra Harðardóttir, 5.4.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Framsóknarmenn bjuggu til þennan hnút og hafa neitað að taka sjávarútvegskerfið til endurskoðunar og auka veiðar til að afla meiri tekna. Guðjón Arnar hefur, hvað sem má segja um þessa atkvæðagreiðslu, haldið því fram að ljóst væri að Íslendingar gætu ekki staðið undir þessum skuldbindingum og þyrftu að semja sig frá þeim. Grétar Mar sat reyndar hjá eins og Framsóknarflokkurinn sem ber stóra ábyrgð á ástandinu.

Það verður einnig að skoða þessi mál í því ljósi að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hélt lengi vel leyndu hversu grafalvarleg raunveruleg staða er. Það má segja að núverandi viðskiptaráðherra hafi haldið því áfram, m.a. með því að blása á það sem Haraldur L. Haraldsson hefur bent á, að Ísland sé ekki borgunarmaður fyrir skuldunum.

Það sem Hudson sagði í Silfrinu í gær er nákvæmlega það sama og Guðjón, Haraldur og fleiri hafa sagt á fyrri stigum.

Sigurjón Þórðarson, 6.4.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband