Leita í fréttum mbl.is

Svarti bletturinn á svuntu heilagrar Jóhönnu

Ég óska Jóhönnu Sigurðardóttur til hamingju með að hennar tími sé loksins kominn. Margir binda vonir við að tími hennar beri eitthvað jákvætt í skauti sér. Jóhanna hefur verið farsæll stjórnmálamaður ef frá er talið að hún studdi framsal aflaheimilda er markaði upphafið að hruni íslensks efnahagslífs. Ekki var hún ein um að taka þá afdrifaríku ákvörðun þar sem hún naut m.a. stuðnings Halldórs Ásgrímssonar og Steingríms J. Sigfússonar.

Nú eru hæg heimatökin að þvo svuntuna þar sem Steingrímur J. verður sjávarútvegsráðherra og ef þetta annars ágæta fólk vill bæta fyrir misgjörðir sínar ætti það að vera þeirra fyrsta verk að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hvað varðar brot á mannréttindum sjómanna.


mbl.is Söguleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síknum jóhönnu.Hún var þegar þessi eigna upptaka var gerð,og mannréttindabrotin voru lögleidd,undir sterkum áhrifum frá prófessor ,núverandi rektors skóla á háskóla stigi,Ágústi Enarssini ríka,sem gaf skít í elju , dugnað og aðferðarfræði föður síns.Ég er hræddari um Steingrím nokkurn,sem er að hugleiða breitingar á kvótakerfinu,,,en ekki helvítis eignarhaldin..Þú Sigurjón ,bloggaðir ákveðin aðila úr þessari stjórn,,,Næst er að hrista Steingrím til hlíðni og réttsýni.

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég held að þér verði ekki að ósk þinni Sigurjón en nú þurfa Frjálslyndir að taka á og sækja framm hver veit nema að næstu kosningar gæti skipt sköpum það verða ekki tveir turnar eftir þær það er ljóst

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.2.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir þennan pistil þinn, Sigurjón.

Vek svo athygli þína á þessari grein minni frá í gær: Þekkir Frjálslyndi flokkurinn sinn vitjunartíma? (þar er meðal annars minnzt á þig).

Og hér er nýjasta grein mín, ekki síður brýn og beinskeytt:

Misnotkun fjórflokksins á ríkisfé og kosningalögum til valdaeinokunar.

Jón Valur Jensson, 2.2.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband