Leita í fréttum mbl.is

Fer Guðni í bóksöluna?

Margur veltir því nú fyrír sér hvort Guðni sé hættur í Framsókn til að hætta í pólitík. Ætlar hann sér e.t.v. að stofna nýjan flokk með Bjarna bóksala? Ef bréf Guðna er lesið hefur maður að vísu á tilfinningunni að stofnun nýs heimastjórnarflokks með Bjarna bóksala sé ekki ofarlega í huga Guðna. Hann hefur varið drjúgum hluta starfsævi sinnar í uppbyggingu flokksins. Hann er líka örugglega tengdur flokknum sterkum böndum í gegnum föður sinn sem var þingmaður hans.

Það að Guðni skyldi yfirgefa flokkinn kemur ekki á óvart þar sem flokkurinn virðist vera í þann mund að taka upp Evrópustefnu sem gengur þvert á skoðanir heimastjórnarmannsins. Ekki er þó hægt að útiloka að í Bjarna og Guðna berist kosningakláði eftir að snjóar í förin. Það mun örugglega gerast hratt á pólitískum harðindavetri.

Svo er líka hinn möguleikinn, að Bjarni og Guðni snúi sér alfarið að bóksölu eða ritstörfum.


mbl.is Guðna verður saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er með kenningu á mínu bloggi, sem ég held að sé ekki alvitlaus.  Óþarfi að kasta rekunum á kallinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það kæmi mér s.s. ekki á óvart þó svo Guðna þætti þetta vera orðið gott og léti staðar numið í pólitíkinni.

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta segir Bjarni;

Til hamingju Valgerður!

Til hamingju Valgerður Sverrisdóttir með að vera orðinn formaður Framsóknarflokksins.

Ég get aftur á móti ekki óskað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa breytingu. Vísir hafði eftir mér að ég hefði neitað að segja mig úr flokknum. Það er rétt, ég taldi ekki rétt að gera það í samtali við blaðamann Vísis og mun bíða átekta um sinn. En líkurnar á að það takist að endurreisa flokkinn þannig að Framsóknarflokkurinn verði fyrir framsóknarmenn, þær líkur eru minni en áður eftir atburði dagsins.

Líklega er það rétt hjá Guðna að eftirláta flokkinn því fólki sem hefur nú um langt skeið beitt öllum meðulum til að ná þar völdum. Leyfa þeim sem eyðilagt hafa flokksstarfið allt þetta kjörtímabil að spreyta sig. Kannski rís flokkurinn í höndum þessa fólks þegar við framsóknarmennirnir erum farnir.

Við Guðni ræddum þessa ákvörðun í gærkvöldi og ég studdi hann heilshugar í því sem hann er að gera. Ekki vegna þess að mér hugnaðist þessi lending, heldur vegna þess að ég tel að þær aðstæður sem honum voru skapaðar í flokknum hafi verið utan þess sem hægt sé að leggja á nokkurn mann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband