Leita í fréttum mbl.is

Sökudólgur gefur sig fram

Halldór Ásgrímsson segist bera ábyrgð á ástandinu. Ég var núna rétt í þessu að hlusta á upptöku danskra ríkisútvarpsins þar sem rætt var við fyrrverandi forsætisráðherrann okkar sem sat í ráðherranefnd um einkavæðingu sem ráðstafaði bönkunum til sérvalinna fyrir örfáum árum, sérvalinna sem virðast vera á góðri leið með að kollkeyra efnahagslífið. Í viðtalinu játar Halldór Ásgrímsson ábyrgð sína á málum en leggur hins vegar áherslu á að eyða ekki of miklum tíma í söguna. Hann var nokkuð kotroskinn og ánægður með verk sín, þá sérstaklega íslenska kvótakerfið. Hann sagði stoltur frá því að hann hefði orðið sjávarútvegsráðherra 1983 þegar sjávarútvegurinn hafði glímt við erfiðleika.

Það er engu líkara en að Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, geri sér ekki nokkra grein fyrir stöðu sjávarútvegsins. Núna, árið 2008, eru skuldir sjávarútvegsins nokkuð örugglega fjórföld ársvelta greinarinnar og hafa á síðustu árum ábyggilega þre- eða fjórfaldast. Þorskveiðin er að sama skapi núna þrefalt minni en á árunum 1982-3.

Horfum endilega bara fram á veginn og gleymum sögunni, hahh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

 Ég skora á fleiri að gefa sig fram.

Hér er góð grein frá Noregi:

http://e24.no/makro-og-politikk/article2717323.ece

http://tux.aftenposten.no/comentary/showComments.do?pub=2&articleId=2717323&pub=2

Heidi Strand, 21.10.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Heidi þetta er fín grein og það er víst að það eru fleiri en Davíð sem eru berir.

Sigurjón Þórðarson, 21.10.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Bukollabaular, já þetta er svakalegt hvað þessir menn sitja áfram í toppstöðum og það með fullum stuðningi Samfylkingarinnar s.s. Geir

Sigurjón Þórðarson, 21.10.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir með Heidi það mættu fleiri sökudólgar gefa sig fram. Annar finnst mér iðrum Halldórs vera af svipuðum toga og Árna Johnsen.

Sigurður Þórðarson, 21.10.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Hvítur á leik

Halldór, ásamt Dabba! Burtu með þessa karla.... Bakvið hús með þá með kindabyssuna!

Hvítur á leik, 21.10.2008 kl. 22:47

6 identicon

það er til mikið að fólki sem kann ekki að skammast sín, Halldór er þar á fremsta bekk

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Sigurjón

Leiðtogarnir vísa veginn og leita lausna. Margir hinna eru í sökudólgaleit. Svo velja menn sér vettvang.  

Sigurður Þorsteinsson, 22.10.2008 kl. 09:07

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

I. Skúlason, Það er hæpið að mínu viti að setja alla þá sem setið hafa á Alþingi sl. 15-20 árin undir sama hatt og jafnvel þá sem hafa barist hart gegn óskapnaðinum.

Sigurður Þorsteinsson, "leiðtogarnir leita lausna og vísa veginn" -Betra væri ef svo hefði verið en þá værum við ekki þessum ógöngum 

ÉG er sammála I. Skúlasyni því að það þurfi nýtt blóð við stjórn landsins.   

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2008 kl. 09:33

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurjón. Hvort ertu að skrifa um þátt Halldórs í kvótakerfinu, sem við erum báðir hjartanlega sammála um að vera ósammála um, eða þátt hans í að losa landið úr haftafjötrum, þar sem kvígan endaði að vísu úti í skurði?

Gestur Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 10:50

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég kannast ekki við að Halldór hafi komið landinu úr haftafjötrum.  Halldór ber mikla sök á kvótakerfinu og svo gríðarlegri skuldasöfnun þjóðarbúsins sem varða sérstaklega á síðari hluta valdaferli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.  

Mér leikur forvitni á að vita hvað við séum ósammála um varðandi kvótakerfið en því miður þá eru það óhraktar staðreyndir sem ég benti á hér að ofan að kerfið skilar nú margfalt færri þorskum á land en fyrir daga þess. Sömuleiðis mælist þorskstofninn minni, skuldir útgerðarinnar hafa margfaldast og kerfið valdið gríðarlegri byggðaröskun.

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2008 kl. 11:04

11 Smámynd: corvus corax

Halldór Ásgrímsson er náttúrlega ekkert annað en ótíndur glæpamaður og stórþjófur. Hann kom kvótakerfinu á til að hrifsa til sín stóran kvóta og braska síðan með hann í þeirri trú að þetta væri hans einkaeign og kæmi þjóðinni ekkert við. Sami hugsunarháttur er hjá öllum sægreifunum og stærsti glæpurinn í þessu öllu var að átthagabinda ekki kvótann og leyfa frjálst framsal og brask með aflaheimildirnar. Auðvitað á að þjóðnýta kvótann núna bótalaust til sægreifanna þar sem þeir greiddu ekkert fyrir hann þótt þeir braski með hann sín á milli. Setja þarf á stofn veiðileyfastofu sem úthlutar kvótanum til umsækjenda eftir einhverju nothæfu kerfi án áunninnar hefðar og láta þá sem fá veiðileyfi greiða eitthvert gjald fyrir í stað þess að okra á veiðiheimildum eins og nú er gert. Ef menn svo nýta ekki þann kvóta sem þeir fá úthlutað eiga þeir samt að greiða fyrir hann en veiðileyfastofan getur síðan úthlutað ónotuðum heimildum til annarra. Ströng lög þarf síðan að setja við misnotkun heimildanna með himinháum sektarákvæðum og sviptingu veiðiréttinda til ákveðins árafjölda, allt eftir stærð brota.

corvus corax, 22.10.2008 kl. 11:39

12 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurjón. Það má ekki blanda saman fiskveiðiráðgjöf og fiskveiðistjórnunarkerfi. Ráðgjöfin hefur brugðist. Hafró og þó sérstaklega HÍ hafa verið svelt með fjármagn

Gestur Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 11:56

13 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta er áhugaverð grein sem Heidi sendi link á.  Mér er óskiljanlegt að sama fólkið og gerði svo hrapalleg mistök að vanrækja störf og skyldur og vakta almenning fyrir hruni hagkerfisins skuli enn sitja á valdastólum. Afhverju er ekki búið að skipta um stjórn seðlabanka? Afhverju er sama fólk í Fjármálaeftirlitinu? Af hverju er arkitektinn að ICESAVE sem kostaði nær upplausn stjórnmálasambands milli Bretlands og Íslands orðin bankastjóri Landsbankans (ef greinin er rétt). svona væri hægt að halda lengi áfram að telja. Við erum sjálfum okkur verst kjósendur.

Anna Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 12:14

14 identicon

Dabbi, Geir, Halldór.. og Solla eru sek um glæpsamlegt athæfi.. i það minnsta glæpsamlegt kæruleysi.
Sjálfstæðisflokkur + Framsókn + Samfylking eru klárlega verstu sökudólgarnir í þessu öllu.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:42

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nú vitum við að ráðgjöfin hefur brugðist sem kerfið byggir á.

  Útgerðin er skuldsettari en aldrei fyrr- hverjir eru kostirnir við kerfið - ég sé þá alls ekki og auglýsi eftir þeim?

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2008 kl. 13:13

16 identicon

fara til  ríkiskassann og líka borga skuldir sjávarútvegsins en  ekki til  nokkurra manna sem  þurfa ekki að vinna fyrir peningunum sínum og hafa ekkert í rauninni með þennan peninga að gera.

Afhverju eru íslendingar svona værukærir hvað varðar þetta? Ég held að þetta sé fáfræði. Ég held að íslendingar viti ekki almennilega á hvað gjafakvótakerfið gengur út á.  Svo í fyrsta lagi skil ég ekki,      hvernig í  ósköpunum stendur á því   að   nokkur maður  skyldi samþykkja svona steinaldarreglu....

Einn reiður (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:45

17 identicon

Það sem átti að koma á undan því sem ég skrifaði var þetta:

"Það Á  að  þjóð- nýta kvótann. Sérstaklega í svona efnahagsástandi. Peningarnir  eiga að"...fara  - " -

Einn reiður (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband