Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra blaðrar á CNN

Ríkisstjórnin virðist bara alls ekki ráða við það verkefni að stjórna efnahagsmálunum og krónan er í algjörlega frjálsu falli. Fólk hlýtur að velta fyrir sér stöðu Geirs Haarde forsætisráðherra sem hefur ekki séð ástæðu til að koma fram með einhverjar skýringar til þjóðar sinnar um hvað sé í gangi og hvers sé að vænta.

Á meðan hefur hann verið á CNN og átt fundi í Ameríku með mjög misvísandi skilaboðum. Íslendingar hljóta að eiga heimtingu á að hin æpandi þögn verði rofin.

Sjálfum finnst mér líklegt að þetta fall krónunnar sé eitthvert yfirskot, krónan hlýtur að rétta úr kútnum og styrkjast á ný.


mbl.is Krónan í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta stendur allt á trausum grunni, hann hefur sagt það áður... td með að borgarstjórn stæði á traustum grunni :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Það er ekki laust við að Geir sé syngjandi þögull þessa dagana...

Jóhann Kristjánsson, 17.3.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: haraldurhar

   Væri nú ekki þjóðráð að láta Hr. Halldór Blöndal.  form. stjórnar Seðlabankans, koma fram á helstu fréttamiðlum heimsins, til að útskýra fyir ópplýstum lýðnum í hveru góðum höndum peningastjórnun Seðlabankans er, og ekkert að óttast hér heima þó óáran sé hjá aulunum í henni Ameríku.

haraldurhar, 17.3.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Krónan er bara að nálgast raunvirði, enda verulega vel ofmetin áður.

Hver er þá vandinn ?

Steingrímur Helgason, 18.3.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Þetta fer bara á einn veg. allt á sama veg og gerðist í færeyjum á sínum tíma. Þjóðin verður gjaldþrota sanniði til. Ég spái því að það gerist innann skamms.

Jóhann Kristjánsson, 18.3.2008 kl. 01:03

6 Smámynd: Ólafur Als

Um langt tímabil hefur s.k. gengisaðlögun verið í pípunum. Nú er hún mætt, með afgerandi hætti. Eyðslufylleríi landsmanna er lokið og komið að skuldadögum. Steingrímur Helgasons bendir réttilega á að krónan hafi verið ofmetin - það hefur þjóðin öll vitað.

Ég sá nú ekki nema eitt viðtal við forsætisráðherrra og kom hann nokkuð vel fyrir. Ekki tók ég eftir neinu blaðri, heldur setti hann mál sitt vel fram og gerði hvað hann gat á stuttum tíma að gefa jákvæða mynd af stöðu efnahagsmála.

Hins vegar benti hann á að krónan væri nú á opnum markaði, ólíkt því þegar henni var stýrt með handafli af stjórnmálamönnum. Ekki er við því að búast að falli krónunnar sé lokið í bili en erfitt er að gera sér grein fyrir þeim öflum sem standa hér að baki. Sumir benda á krónubréfin, aðrar hafa sýnt fram á að það sé alls ekki rétt - en víst er að aðstæður á alþjóðlegum verðbréfa- og fjármálamörkuðum veldur því að Ísland nýtur ekki traust, auk þess sem horft er til skuldasöfnunar undanfarinna ára.

Grunnurinn er um margt gódur, eins og Geir benti á. Stóriðja, sjávarútvegur og ferðamannaiðnaður munu njóta góðs af verðfalli krónunnar og gera sitt til þess að mæta slæmri stöðu annars staðar. Staða ríkissjóðs er góð og lífeyrissjóðirnir eru stútfullir af peningum. Undir öllum venjulegum kringumstæðum ættu Íslendingar að standa af sér efnahagsumrótið þessa dagana og mæta sterkir til leiks á komandi ári.

En vert er að taka undir að forsætisráðherra og ríkisstjórnin, ásamt með e.t.v. stjórn Seðlabankans, mættu gefa almenningi betri innsýn í stöðu mála - ef það er á annað borð mögulegt!

Ólafur Als, 18.3.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband