Leita í fréttum mbl.is

Rugliđ heldur áfram í Háskóla Íslands

Sök frćđasamfélagsins á hruninu er mikil ţar sem almenningur stóđ í ţeirri trú ađ hćgt vćri ađ treysta háskólunum fyrir skynsamlegum og gagnrýnum niđurstöđum í álitamálum. Hluti háskólafélagsins sem t.d. afurđir Tryggva Ţórs Herbertssonar og Mishkins, Friđriks Más Baldurssonar og Porters bera međ sér var keyptur af sérhagsmunaöflum. Skýrsluskrifin gáfu útrásarliđinu skálkaskjól til ţess ađ halda áfram ađ grafa undan hagsmunum ţjóđarinnar og sömuleiđis stjórnmálamönnunum sem vissu betur og nú neyđast til ađ svara til saka kost á ţví ađ ljúga ađ ţjóđinni og umheiminum.

Í Morgunblađinu í dag er frétt af rannsóknum nýbakađs dósents Dađa Más Kristóferssonar viđ hagfrćđideild Háskóla Íslands sem benda sterklega til ţess ađ rugliđ í Háskóla Íslands haldi áfram eftir hrun eins og ekkert hafi í skorist. Fréttir af helstu niđurstöđum Dađa Más gefa til kynna ađ Íslendingar hafi komiđ á hagstćđasta fiskveiđistjórnunarkerfi sem völ er á í víđri veröld og varasamt sé ađ breyta ţví á nokkurn hátt ţar sem búiđ er ađ fjárfesta svo mjög í greininni. 

Frćđimađurinn Dađi Már Kristófersson virđist ekki hafa frétt af ţví í skilyrtum útreikningum sínum á auđlindarentu ađ ţorskaflinn - eftir ađ fína kerfiđ sem hann vill ekki breyta var tekiđ upp - sé einungis ţriđjungurinn af ţví sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Eflaust ţykir vísindamanninum mannréttasjónarmiđ léttvćg og eiga skilyrđislaust ađ víkja fyrir meintri hagrćđingu og ţađ finnst honum vafalaust sömuleiđis um ţá ágalla kerfisins sem fela í sér ađ ţađ hvetur til brottkasts.  Fullyrđingar dósentsins viđ Háskóla Íslands um ađ frjálst framsal á veiđiheimildum hafi leitt til mikillar fjárfestingar í sjávarútvegi er einfaldlega kolröng og býst ég viđ ţví ađ frćđimađur međ faglegan metnađ vilji leiđrétta ţá fullyrđingu. Frjálst framsal á aflaheimildum hefur leitt til gífurlegs fjármagnsflótta út úr sjávarútveginum og er útgerđin vart rekstrarhćf nema ađ fá umtalsverđar afskriftir á lánum. Ef fariđ er um hafnir landsins sést vel ađ togarar og atvinnutćki eru komin til ára sinna ţannig ađ augljóst er ađ fjármagniđ hefur runniđ út úr atvinnugreininni.

Sú spurning hlýtur ađ vakna hvernig svona gervifrćđi í hagfrćđideildinni horfi viđ hinum almenna háskólamanni sem ástundar gagnrýna hugsun og er annt um orđspor Háskóla Íslands.


Bloggfćrslur 25. september 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband