Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrann sem mælir einungis fyrir illræmdum lögum

Vinstri grænir boðuðu breytingar og gagnsæi en reyndin hefur verið stöðnun og leynd. Eitt af því sem stjórnarflokkarnir boðuðu og skráð var í stjórnarsáttmálann voru breytingar á fiskveiðilöggjöfinni. Ef litið er yfir frumvörp sem hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram er þar einungis eitt, frumvarp um matvælalöggjöf - sem Jón Bjarnason kallaði sjálfur illræmt og barðist hatrammlega gegn þegar hann var í stjórnarandstöðu.

Ekki bólar á nokkurri breytingu á fiskveiðilöggjöfinni. Ef hann er spurður hvað tefji orminn langa fer hann undan í flæmingi, rétt eins og hver annar sem á sitthvað sökótt við tilveruna.


Bloggfærslur 4. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband