Leita í fréttum mbl.is

Mikilvæg mæliskekkja fundin - Verða veiðiheimildir auknar?

Margir hafa furðað sig á þeirri hróplegu mótsögn, að á sama tíma og verið er að loka veiðisvæðum í gríð og erg vegna þess hversu hátt hlutfall smáfiskur er í veiðinni, að þá skuli Hafró mæla litla nýliðun í togararalli.  Nýliðun er yngsti og minnsti fiskurinn sem er að koma inn í veiðina, en markmið skyndilokanna er einmitt að vernda minnsta fiskinn.  Það að búið sé að setja Íslandsmet í skyndilokunum bendir eindregið til þess að nóg sé af smáfiski á Íslandsmiðum.

Ný og áhugaverð rannsókn vísindamannsins Haraldar Einarssonar gefa sterklega til kynna að eftir því sem þorskurinn er minni þeim mun minni líkur er á því að hann lendi í botnvörpunni,  en orðrétt segir í frétt af rannsókninni.

Atferli þorsks er greinilega stærðarháð þar sem smáþorskur sleppur undir í mun meira mæli en stærri þorskur. Þorskur sem er rétt rúmlega 50 sm virðist hafa 50% líkur á því að sleppa undir eða lenda inn í vörpuna

Rannsóknin er gríðarlega mikilvæg, þar sem hún bendir eindregið til þess að togararallið sem notað er við stofnstærðarmat, vanmeti nýliðunina stórlega.  

Fyrir stuttu staðfesti Hafró að við endurmat á síldarstofninum að þá stækkaði stofnmatið hressilega, eða um 25% . Það er rökrétt að ætla að framangreindar veiðarfærarannsóknir Hafró geti skýrt útskýrt framangreindar mótsagnir og verði til þess að veiðiheimildir verði stórlega auknar.  Ekki veitir af. 


Bloggfærslur 13. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband