Leita í fréttum mbl.is

Jákvæð maríuhænufet Jóns Bjarnasonar

Ég hef rennt í gegnum nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á stjórn fiskveiða. Þau örskref sem þar á að taka eru í jákvæða átt en þau eru ekki stór og ekki í nokkru samræmi við gleiðar yfirlýsingar sem Samfylking og Vinstri græn gáfu fyrir kosningar. Ef skrefin verða ekki stærri en þetta frumvarp gefur til kynna tekur það hundruð ára, jafnvel árþúsund, að leiðrétta óstjórn síðustu tveggja áratuga.

Þó svo að frumvarpið sé lítið í sniðum skilar það samt ríkissjóði 250 milljónum á ári og þjóðarbúinu ríflega milljarði. Þessi aukning er ekki á kostnað nokkurs eins og Friðrik Jón Arngrímsson virðist misskilja, heldur er um aukningu á veiðiheimildum að ræða.

Skrefið er, eins og þar stendur, örsmátt og getur varla talist til hænufets heldur miklu frekar maríuhænufets. Lítil þúfa veltir þó þungu hlassi.


Bloggfærslur 10. nóvember 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband