Leita í fréttum mbl.is

Þegar bíllinn er bilaður þá fer maður ekki með tölvuna í viðgerð

Umræðan um efnahagsmál er vægast sagt undarleg.  Augljóst er að helsti vandi íslensks efnahagslífs eru gríðarlegar erlendar skuldir þjóðarbúsins. Skuldahlassið verður til þess að íslenska krónan fellur í verði, þrátt fyrir gengishöft og jákvæðan vöruskiptajöfnuð.  Málið er að vextirnir af skuldahlassinu eru allt of þungur baggi að bera fyrir þjóðfélagið. Borðleggjandi er að vandinn verður einungis leystur með því annars vegar að auka verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun samfélagsins og hins vegar að semja um niðurfellingu á erlendum skuldum.     

Fjórflokkurinn og álitsgjafar hans, fyrir utan helst liðsmenn Vg, láta í það skína að hægt sé að leysa öll vandræði með því að skipta um mynt. Umræðan ruglast síðan um hvort að betra sé að taka upp evru eða eitthvað annað.  Eitt er víst að erlendu skuldirnar gufa ekki upp við það eitt og ef þær eru ósjálfbærar halda þær áfram að draga efnahagslegan mátt úr samfélaginu.     

Sérkennilegt er að fylgjast með einlægri Þórðargleði Evrópusinna yfir óförum og gengisfalli íslensku krónunnar.  Vissulega er íslenska krónan hálfgerður Trabant sem þarf að skipta út. Hvert svo sem tækið verður, sem Íslendingar hyggjast notast við í vöru og þjónustuskiptum í framtíðinni, þá er ljóst að forgangsverkefnið ætti að vera að  ryðja í burt ófærum í íslensku efnahagslífi. 

Augljóst er að erlendu skuldirnar eru meginn vandinn og þröskuldurinn sem taka þarf á. 


mbl.is Þurfum alþjóðlega peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér, það þarf að gefa þjóðinni tækifæri til að afla fyrir þessum skuldum.  Það þarf að virkja auðlindir landsins til að ná niður þessum skuldum og ef okkur leyfist að fara að vinna þá náum við fljótt jafnvægi.  En á meðan við höfum bara handbremsur Jógrímu þá gerist ekkert.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2012 kl. 16:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Sigurjón.  Að krónan skuli yfirleitt lifa af þessar endaulausu árásir stjórnarliða er ótrúlegt.  Og segir bara að það er seigt í gjaldmiðlinum okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 17:57

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

það þarf byrja á að lækka skuldir heimilina til til að þrotabú bankana fái minna fyrir sinn snúð! þau græða á gengisfalli krónunar með verðbótum.  Á meðan verðtrygginginn þá mun krónan ekki styrkjast.

Jón Þór Helgason, 4.3.2012 kl. 18:09

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er og hef verið á því að við eigum að setja ALLA umræðu um að skipta um gjaldmiðil á "HOLD".  Það sem þarf að gera er að taka ALLAN rekstur ríkisins í gegn.  Í opinbera geiranum er þvílík SÓUN í gangi að það hálfa væri heill hellingur.  Ef einfaldlega væri "tekið til" í ríkisgeiranum, þá þyrfti ekkert að skera niður í heilbrigðismálum, menntamálum og félagsmálum.  Gengi krónunnar endurspeglar bara hagstjórnina undanfarin ár og áratugi.  Það að við tökum upp annan gjaldmiðil breytir ekki þeirri staðreynd að afborganir lána eru alveg gríðarlega miklar og það sem fyrst og fremst veldur gengissigi krónunnar nú um mundir er að sveitarfélögin og OR eru að greiða alveg gríðarlegar fjárhæðir af lánum sínum.

Jóhann Elíasson, 5.3.2012 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband