Leita í fréttum mbl.is

Ógnvænlegt að það sé engin áætlun

Eftir að hafa lesið fjárlagafrumvarpið ætti sérhverjum að vera ljóst að það er óviðráðanlegt fyrir ríkið að bæta á sig skuldum. Vaxtagreiðslur af lánum eru 100 milljarðar á næsta ári og hallinn á ríkissjóði hátt í 90 milljarðar. Það kemur æ betur í ljós að ríkisstjórnin hefur enga áætlun til að kljást við erfiða stöðu. Helsta vinnan í stjórnkerfinu fer í að sækja um Evrópusambandið og síðan að snapa meiri lán og skrifa upp á meiri byrðar. Ég get ekki séð neina lifandi leið til að borga af þessu.

Í Hagtölum Seðlabankans er kominn nýr dálkur sem er um vanskil þjóðarbúsins. Þau voru um mitt þetta ár 1.004 milljarðar. Því miður er komið á daginn að þeir sem bentu á þessa gríðarlegu skuldasöfnun um síðustu áramót, t.d. Haraldur Líndal, Andrés Magnússon og Guðjón A. Kristjánsson, höfðu rétt fyrir sér. Raunveruleikanum var afneitað af ráðandi öflum sem hafa farið með þjóðina enn dýpra ofan í skuldafenið. Maður hlýtur að spyrja hvort Jóhanna og Steingrímur hafi bara ekkert raunveruleikaskyn.

Það getur aldrei verið lausn fyrir þjóð sem er þjökuð af skuldum og vöxtum að bæta á sig enn meiri byrðum til þess að greiða fyrir lánum sem eiga að byggja upp gjaldeyrisvaraforða - sem er þá enginn forði því að hann yrði allur fyrir lánsfé - og borga skuldir sem er alls ekki víst að séu okkar.


mbl.is Endurskoðun óháð þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Vandræðalega vitlaus ríkisstjórn, gagnlaus & því miður stórhættuleg "land & þjóð...!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bíðum og sjáum hvernig staðið verður að þessu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Greiðslustöðvun er málið... semja eins og önnur ríki hafa gert í sömu stöðu : Ekvador til dæmis sem er búið að semja um að greiða 30-35% af sínum skuldum --> http://en.wikipedia.org/wiki/Ecuador#Economy

Haraldur Baldursson, 19.10.2009 kl. 13:30

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt þetta dæmi er ekki að ganga upp og það er eins og að Jóhanna sé ekki búin að fatta það.

Sigurjón Þórðarson, 19.10.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta rifjar up heimsókn Michael Hudson hagfræðings, sem sagði sagði okkur að láta ekki plata okkur í að semja um að borga eitthvað sem við getum ekki borgað.
Gunnar Tómasson kemur líka ágætlega inn á þetta í grein sinni :
http://www.vald.org/greinar/091018.html

Haraldur Baldursson, 19.10.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband