Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. búinn að kúska Jón Bjarnason

Þeir sem horfðu á Kastljós kvöldsins sáu að Jón Bjarnason var ekki með sjálfum sér. Kvótabaninn var skyndilega orðinn ráðvilltur kvótavinur. Hann hafði enga stefnu hvað varðar sjávarútvegsmál þrátt fyrir að hafa kynnt gleiður stefnu Vinstri grænna fyrir örfáum mánuðum. Það er greinilegt að Steingrímur, formaður VG og sá sem samþykkti framsalið á sínum tíma - sem er upphaf hrunsins - hefur tekið Jón kallinn í gegn þannig að hann veit ekki í hvora löppina hann á að stíga.

Nú er að sjá hvort að Guðjón Arnar komi vitinu fyrir manninn þegar hann mætir kl. 9 í fyrramálið niður á Skúlagötu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki horfi ég björtum augum til framtíðarinnar, eftir að hafa horft á Sjávarútvegsráðherra í Kastljósi kvöldsins.  Hann bara "tafsaði" og stamaði og gat ekki svarað einni einustu spurningu.  Hvað höfum við eiginlega gert mikið af okkur svo við verðskuldum svona lagað?

Jóhann Elíasson, 23.9.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég þekki fjölskyldumenn fyrir vestan sem hófu handfæraveiðar nú í sumar, vegna heimilda sem núverandi sjávarútvegsráðherra veitti.

Aflaverðmætið var þetta 2-3 milljónir. Þetta kom sér vel þar sem þeir áttu báta og búnað.

Ég held nefnilega að þetta sé lausnin. Að færa veiðiskapinn í rólegheitum yfir í kyrrstæð veiðarfæri svo sem net, línu og handfæraveiðar.

Þessir stóru togarar veiða varla upp í eldsneytiskostnað við að toga með þessi stóru troll.

Þetta með stamið er nú bara til að gera grín að á þorrablótum, ooog,  eee-eee, kútmagakvöldum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.9.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þorsteinn þetta snýst voðalega lítið um stam og grín heldur um svik Vg undir forystu kvótavinarins Steingríms J.

Sigurjón Þórðarson, 23.9.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Það var skelfilegt að horfa upp á Jón í kvöld. Átakanlegt, væri fyndið ef þetta væri ekki svona alvarlegt, þ.e. að hafa jafn duglausan mann í ráðuneytinu. Guðjón Arnar verður að segja upp störfum í ráðuneytinu ef þetta á fram að ganga. Þ.e.a.s. ef hann vill ekki láta bendla nafn sitt við þessa vitleysu.

Þórður Már Jónsson, 23.9.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt Þórður, Guðjón verður að hugsa sinn gang.

Sigurjón Þórðarson, 23.9.2009 kl. 22:08

6 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Hvað er verið að gera með þennan mann sem Sjávarútvegsráðherra . Ég bara skil þetta ekki . Hann hefur ekki hundsvit á sjávarútvegsmálum . Þetta var alveg skelfilegt viðtal . Hann gat engu svarað .

Vigfús Davíðsson, 23.9.2009 kl. 22:21

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Dularfull tök í ráðuneytinu.Eru menn heilaþvegnir,þegar þeir koma þar inn, til starfa.

 Það er stórmerkilegt,hvað menn snarsnúast.

Stjórnmálamenn,sem hafa verið í stjórnarandstöðu.Hafa í öllu falli verið hatræmir andstæðingar kvótakerfisins.En er þeir koma svo,í þá aðstöðu,að verða sjávarútvegsmálaráðherra.Þá snýst allt við í kollinum á þeim.

Það þarf að senda einhvern dulspeking til finna það,hvort stólinn eða skrifstofa ráðherra,sé haldin einhverjum álögum.

Það væri kannske ráð að hreinsa öllu út úr skrifstofunni,áður en næsti ráðherra tekur við.Ég held að það verði ekki langt að bíða.

Þá kemur í ljós hvort,það gagnar eitthvað.

Ingvi Rúnar Einarsson, 23.9.2009 kl. 22:56

8 identicon

Jón Sterki Bjarnason skynjar fiskimið landsins svipað og Bóndinn í Kenýa sem átti 140 nautgripi fyrir nokkrum árum,en ræktað land leifir aðeins 8 nautgripi árið 2009 þótt beitiland sé stækkað um tugi eða hundruð hektara.Eðlilegt að maðurinn stami og verði orðlaus með slíka þankaganga.Honum væri nær þiggja bjartsýnis þanka S.þ.eða Íslenskra útrásafyrirtækja,og fyrst Jón sterki er nú bæði land og sjávarútvegs ráðherra ætti hann breyta kú í þorskýgildi.Þú átt 2 kýr,þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns,gengur svo yfirtöku með vísan i skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar.Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn af öllum 7 kúnum.Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr.Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.

Lúdvik (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:20

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Lúðvík, þetta er góð lýsing og nú er Jón sterki kominn í að afskrifa til þess að hægt sé að gefa upp á nýtt í sama spillingarleiknum.

Sigurjón Þórðarson, 23.9.2009 kl. 23:52

10 identicon

Aðalatriði málsins er að við veiðum allt of lítið af flestum botnlægum fiskistofnum. Þar er vitleysa númer eitt.

Halda þarf ráðstefnu um það mál - strax. Nýta þar 10 ára reynslu úr Barentshafinu með veiði um 30% umfram rágjöf - og svo a.m.k. 30% óskráða extra veiði - (staðfest af Norsku Fiskistofu) þar að auki...

Þá er veiðiráðgjöfin orðin 100 + 30% = 130 - 30% = 169  Raun-veiði í Barentshafinu síðustu 10 árin - eru sem sagt konstant um 70%

Þetta þýðir að þorskveiðin hér ætti að vera tillagan 155 þúsund tonn - plús 70% = 108 þúsund tonn til viðbótar = 155+108= 263 þúsund tonn....

Um þetta þarf að halda ráðstefnu - og bæta líka við ýsu- ufsa o.fl...

Væri þetta gert svona (nýjasta reynslan út Barentshafi - eru ný sönnuð raunvísindi)  þá er komin forsenda fyrir 5% auðlindagjaldi vegna aukningarinnar - og 20 þúsund tonn  af þessu gætu t.d. farið til strandveiða - allir borgi svo 5% auðlindagjald af lönduðum afla...

Auðlindagjaldið 5% færi beint í að byggja upp nýjan gjaldeyrisvarasjóð - kaupa gull mánaðarlega og geyma það  í Sviss...

Um leið og þetta væri gert - myndi atvinnuleysi minnka snarlega - sjávarbyggðir myndu aftur taka við að afla meiri gjaldeyris fyrir þjóðina..... fyrir þessu á að b erjast fyrst og fremst - og laga svo galla í kvótakerfinu þar á eftir ....

En ef ekki má fletta ofan af dellunni í Hafró - þá líst mér ekki á framtíðina í sjávarútvegi.... það er kjarni málsins - hætta að deila um kvótakerfið - en taka Hafró í gegn - þar er próblem númer eitt....

Kristinn Pétursson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 00:44

11 identicon

Mjög öflug hagsmunasamtök hafa nánast hrætt líftóruna úr Jóni Bjarnasyni . Fjölmargir forysumenn í sjávarútvegi , t.d. Binni í Vinnslustöðinni , hófu mikinn áróður gegn fyrningarleið en í reynd gegn öllum breytingum í kvótamálum . Binni reiknaði allan sjávarútveginn í gjaldþrot á örfáum árum hróflað væri við eign(takið eftir:eign) útgerðamanna . Nokkrir bæjarsjórar fengu að vera með og sáu fyrir sér hrun byggðarlaga "sinna" . Er von nema að Jóni hafi brugðið? Útgerðarmenn hafa áður leikið þennan leik , þ.e. breytt samtökum sínum í stjórnmálaflokk .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:27

12 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Hrafn: Útgerðarmenn þurfa ekki að breyta samtökum sínum í stjórnmálaflokk. Þeir hafa nú þegar einn slíkan í gíslingu og annan í taumi. Helmingaskiptaflokkarnir munu aldrei koma til með að breyta þessu kerfi. Og þeir munu komast að völdum á næsta kjörtímabili miðað við allt. Dugleysi núverandi ráðherra er því enn verra fyrir vikið. Ef stjónarflokkarnir nýta sér ekki þetta sögulega tækifæri þá er þetta orðið mjög erfitt.

Þórður Már Jónsson, 24.9.2009 kl. 11:10

13 identicon

Þórður : ég er sammála þér . Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru varðhundar kerfisins . Styrmir Gunnrsson sagði eitt sinn að það yrði borgarastyrjöld ef reynt yrði að taka kvótann af útgerðarmönnum . Það sem var merkilegt í framgöngu útvegsmanna eins og t.d. Binna í Vinnslustöðunni var að hann setti sig í hlutverk þess sem upplýsir og útskýrir .Hann kom ma í sjónvarpinu þar sem hann úskýrði ársreikninga fyrir þingmönnum Framsóknar á Suðurlandi! Kannski Þorseinn Már hafi verið með álíka kennslu fyrir norðan .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:03

14 identicon

Sjávarjörðum fylgja netlög í sjó.

Ætlar Jón Bjarnason að virða eignarrétt sjávarjarða og veita samtökum eigenda sjávarjarða setu í starfshóp um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða?.

SES hefur farið fram á að fá setu í starfshópnum, en Jón Bjarnason hefur ekki svarað ítrekuðum óskum SES þess efnis.

Mun Jón Bjarnason láta LÍÚ stjórna ferðinni og líta algjörlega framhjá einu einkaaðilunum, sem eiga eignarhlut í auðlindinni?

Netlög (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:15

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað er þessi maður að gera sem ráðherra ? Af hverju var hann ekki heiðarlegur og afþakkaði boðið og viðurkenndi að hann skorti gáfur og þekkingu á þessum málaflokkum. Að minnsta kosti getur hann ekki einu sinni tjáð sig um þessi mál svo nokkur maður skilji

Finnur Bárðarson, 24.9.2009 kl. 15:39

16 identicon

Sammála þessu, herfilegt viðtal við vanhæfan mann.

 Best fannst mér þegar Helgi spurði hann ítrekað af hverju kvóti væri bundinn við tegundir sem kvótahafar væru ekki að nýta, hann vissi ekkert um þetta, talaði í hringi og endurtók í sífellu ,,já en... til þess þarf að breyta lögum", blaðraði svo um hvernig lagasetning fer fram á Íslandi, ,,fyrst kemur frumvarp, svo þarf Alþingi að fjalla um frumvarpið...., 3 umræður... svo verður að lögum".  Til þess eins að eyða tímanum eða vegna þess að hann var orðinn svo ruglaður að þetta var það eina sem honum datt í hug að segja.

Þarna er ekki skýr maður á ferðinni, það sanna dæmin og saga hans í stjórnmálum (t.d. fjölmörgum öðrum viðtölum og yfirlýsingum).

Þegar maður rýnir svo í lög um stjórn fiskveiða, virðist vera, eins og Helgi benti reyndar ítrekað á, að það sé stjórnsýslan sem A: ákveður hvort tiltekin tegund fari inn í kvóta (sé sett aflamark) og þar af leiðandi B: hvort hún fer út úr kvóta.  En eins og þeir sem til þekkja vita, þarf engar lagabreytingar til þess.  Ráðherrann virðist vera alveg utangátta hvað þetta varðar.

Hitt var þó sýnu verra, það var þegar Helgi bar undir hann ummæli hans sjálfs varðandi úrskurð samkeppnisyfirvalda um verðsamráð bænda.  Það var þá fyrst sem í ljós kom hversu illa gefinn greyið maðurinn er og hversu illa upplýstur hann er.  Í fyrsta lagi ber að skýra samkeppnislög skv. tilgangi þeirra, þ.e. að valda neytendum tjóni með því að hafa samráð um verðlagningu.  Höfuð tilgangur sk.laga er að vernda neytendur, almenning.  En Jóni fannst þetta fjarstæða og vildi að manni skildist, nema bara samkeppnislög úr gildi, ,,auðvitað er eðlilegt að hafa samráð í kreppu".  Hann tók svo dæmi um að bankarnir hefðu þurft að hafa samráð um greiðsluúrræði og það sýndi og sannaði að samk.lög væru óþörf og óæskileg.  Hann virðist því ekki vita að samk.yfirvöld lögðu blessun sína yfir það, þrátt fyrir gildandi samk.lög.  Og að svigrúm er til slíkra hluta innan gildissviðs þeirra, enda er tilgangur aðgerða eins og þessara ekki að valda neytendum tjóni með samráðinu.  Lögin sjálf heimila undanþágur frá þeim þegar þurfa þykir.

Í annan stað er einfaldlega hægt að setja lög, almenn lög, sem undanskilja ákveðinn atriði frá samk.lögum, ef tilgangur þess er málefnalegur, eins og þurfa þykir.

Þetta rugl frá þessum manni varðandi þau atriði sem hann var spurður út í, í K.ljósi, er fyrir mér meira en nægileg ástæða til þess að hann segi af sér nú þegar.  Gersamlega vanhæfur maður í alla staði, ekki einu sinni með þokkalega greind til að meta mál sjálfstætt.

S.H. (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband